

Núna hlökkum við bara til morgundagsins og óskum við ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla. Takk fyrir að fylgjast með okkur og litla prins hérna á blogginu:)
Við erum þriggja manna fjölskylda sem búum í Gravarvogi. Reynum að halda úti reglulegu bloggi svo vinir og ættingjar nær og fjær geti fylgst með okkur.
Núna hlökkum við bara til morgundagsins og óskum við ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla. Takk fyrir að fylgjast með okkur og litla prins hérna á blogginu:)
Langt síðan ég bloggaði síðast. Enda var frekar mikið að gera í seinustu viku. Verkefni lokið. krossaprófum lokið og umræðutíma lokið. Svo gerði Raggi skírnartertu. Nóg að gera umfram þetta venjulega.
Við enduðum svo vikuna á að fara í sumarbústað með Elvu, Elvari og Rúnari Óla. Þau buðu okkur að koma með sér og það var alveg æðislegt. Mikið spjallað! Hlegið, borðað, spilað og haft gaman með litlu grallarana. Við gátum meira segja farið í pottinn með strákana því hann er yfirbyggður.
Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna. Set inn meira næst. Við erum að fara með hann í vigtun og sprautu á morgun. Það verður gaman að sjá hvað hann er orðinn þungur og stór:)
Já einn daginn vorum við Raggi að leika okkur með syni okkar. Þetta er ein útgáfan af taubleiu á hausnum. Langaði að sýna ykkur tennurnar hans:) Svo er önnur útgáfa af gamalli konu. Hann var ekki að fíla það eins mikið, hehe.
Við fórum í skírn á laugardaginn þar sem stelpan hjá Telmu og Svenna var skírð. Hún heitir Kara Mjöll. Rosa flott nafn finnst mér. Það var mjög fínt og fékk maður nóg af góðum kökum. Þar á meðal skírnartertuna sem Raggi gerði. Hann vissi nafnið semsagt kvöldið áður og ég var ekkert smá forvitin. Hann ætlaði síðan heldur betur að ná mér á laugardaginn þegar hann var að skreyta kökuna og spurði mig hvort hann ætti ekki bara að segja mér nafnið þar sem hann væri að fara að setja það á kökuna. Ég myndi bara þykjast ekkert hafa vitað. Ég var ekkert smá hneyksluð á honum og sagðist nú alveg geta beðið í 2 tíma í viðbót og myndi sko alveg virða það við þau að ég ætti ekkert að vita. Svo fattaði ég að hann var bara að testa mig þar sem ég er mjög forvitin og ætlaði aldrei að segja mér neitt. Ég er mjög fegin að hafa staðist það, haha... Annars hefði hann notað þetta óspart á mig.
Svo á laugardagskvöldið fékk ég sms frá Söru um að hún og Birna væru að fara að fá sér bjór og spurði hvort ég vildi ekki kíkja. Ég var ekkert smá fegin því ég var ekki að nenna að glápa á sjónvarpið enn eitt kvöldið og laugardagur í þokkabót... Þannig að ég var bara leiðinleg við Ragga og skildi hann eftir heima og kíkti á þær. Það var rosa gaman. Langt síðan við gerðum þetta og það var mikið spjallað og var mjög gaman. Ég drakk tvo bjóra og var bara vel í því. Algjör hæna:) kom ekki heim fyrr en um 2. Sem er mjög seint í ljósi þess að við erum að vakna á milli 5 og 6 þessa dagana.
Það er svolítið mikið vesen búið að vera á honum Ísak Andra á nóttinni og við erum að reyna að koma svefninum í betri rútínu þannig að hann sofi meira á nóttinni. Erum orðin frekar langþreytt og þetta er ekki alveg að virka þar sem við erum í skóla og vinnu. Svo er hann að sofa vel á daginn. Ætlum að reyna að fækka daglúrunum hans og athuga hvort hann sofi meira á nóttinni þá. Nenni ekki lengur að vera komin á fætur um 6. 7 er alveg fínt bara. Kannski er þetta bara út af tanntöku en hann er orðinn mjög góður af bakflæðinu og er bara rosa hress og kátur strákur. Hreyfiþroskinn er á flugi núna og hann er alltaf að hreyfa sig meira og öðruvísi.
Ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, nógu langt samt sem áður. Við erum að fara að heimsækja Telmu og co. Hún á afmæli í dag! Til hamingju sæta:) Svo erum við stelpurnar í saumó að fara að hittast með krílin okkar seinna í dag og borða saman. Hlakka til.
Svo sendum við kveðju til Steina á Siglufirði, Habba í Búðardal, Valda í Noregi, Egga í Austurríki og Himma á Nýja-Sjálandi. Bræður manns eru út um allt núna. En ég fæ að sjá þá alla um Jólin!!
Kossar og knús, Ósk, Raggi og Ísak Andri.
Maður er svo duglegur að sitja einn:)
Jæja þá er ég byrjuð í skólanum. Það er svolítið skrýtið en gaman samt. Ég fékk gamla tilfinningu við að fara í skólann á þriðjudag og er bara frekar spennt fyrir haustinu. Ég var komin með svo mikinn skólaleiða að ég naut þess ekki að vera í skóla en núna er ég svo fersk og tilbúin í þetta. Hlakka til að klára þetta. Fann fyrir miklum söknuði til Kristínar Birnu og Þóreyjar en við vorum mikið saman í skólanum og þær eru báðar komnar með sína BA gráðu. Skrýtið að vera allt í einu ekkert í kringum þær núna. Lóa verður held ég í einhverjum tímum með mér og það verður gaman að hitta hana.
Hann er bara fallegur:)
Ég er að æfa mig á myndavélinni og er að fá nokkrar góðar myndir. Þetta er ekkert smá skemmtilegt hobbý og ég á sko eftir að vera í þessu áfram:) Við Sara getum líka skroppið saman í ljósmynda ferðir einhvern tímann. Hún er rosa klár með sína vél. Þið getið kíkt á flickr síðurnar okkar hér af link á síðunni...
Við Ísak Andri vorum að koma úr vigtun og sprautu. Hann er orðinn 7.460 kg og 66.5 cm langur. Bara flottur. Hann var alltaf undir meðalkúrfunni en er kominn yfir meðaltal núna. Hann er svo duglegur og sætur. Hann er alltaf að gera eitthvað nýtt og er orðinn algjör kúrikall. Það er svo gott þegar hann leggur sig upp að manni og er að knúsa mann. Það er svo góð tilfinning að vera svona mikilvægur gagnvart barninu sínu. Þegar fólk er að tala við hann og við höldum á honum þá hjúfrar hann sig upp að manni eins og hann sé feiminn. Bara sætt. Samt er hann ekki mannafæla eða neitt þannig. Allavega ekki ennþá:) Svo er hann nánast farin að sofa alla nóttina og eiginlega hættur að fá næturpelann. Það er sko lúxus. Við erum að fara á fætur á milli 6 og 7 á morgnana. Er rosa sátt þegar ég fæ að sofa til 7:) En plúsinn er að á móti er hann að fara að sofa upp úr 8 á kvöldin. Og þá er tíminn okkar... Það er notalegt að fá smá tíma fyrir sig.
Mynd af kúrikallinum eldsnemma að morgni til (sem útskýrir hvað mamman er sjúskuð, hehe)
Svo ætla ég að óska Telmu og Svenna innilega til hamingju með gullmolann sinn. Þau eignuðust stelpu í gær:) Ég er að fara á eftir að máta hana og hlakka ekkert smá til. Telma var gangsett þar sem stelpunni leið svo vel hjá mömmu sinni. Hún ætlar greinilega að vera þrjósk. Hún og Ísak Andri verða góð saman:) Bara æðislegt...
Þar til næst, knús og kossar til ykkar. Pollýanna og co.
Jæja best að smakka aðeins á þessu...
...Svo er líka hægt að leika í bíló:) brrrr
Mig langar að þakka fyrir kommentin. Gaman að sjá hverjir fylgjast með...