Wednesday, June 25, 2008

Það er svo gaman í sundi...




Ísak Andri er ekkert smá flottur í sundinu. Hann er rosalega duglegur og finnst þetta æði. Okkur finnst þetta nú heldur ekkert leiðinlegt og það má sjá á myndunum að við erum alltaf skælbrosandi af gleði:) Hann er farin að kafa á fullu!
Hann er farin að sofa aðeins lengur á morgnana eða til 7 sem er fínt. Það er svo gaman þegar hann vaknar því hann er alltaf svo kátur, bara hjalar og brosir út í eitt. Einhvern tímann sagði ég að það væri ókristilegt að fara á fætur fyrir 8 á morgnana og ég virkilega meinti það. Svo núna er ég mjög sátt ef hann vaknar ekki fyrr en 7. Skrýtið hvað hlutirnir breytast þegar maður eignast barn. Ég var ekki vön að vera að ryksuga og þvo þvott fyrir hádegi, en svo finnst manni þetta svo eðlilegt og í raun skrýtið að hugsa til þess þegar við vorum 2. Það eru nú samt ekki nema 4,5 mánuðir síðan það var. Og ég man þegar Raggi sagði um jólin ,,svo verður eitt lítið 10 mánaða kríli við borðið á næsta ári" og mér fannst ekkert smá skrýtið að hugsa til þess... Ætli hann verði ekki farin að labba þá miðað við hvað hann nennir ekki að vera lítill. Kiddý var einmitt að benda okkur á að það væri nú ekki sniðugt þegar þau fara svona ung af stað því þau eru svo miklir óvitar. Maður hefur heyrt af börnum sem eru bara mjög pirruð á hlutunum þar til þau geta farið að hreyfa sig úr stað, hehe. En svo veit maður ekkert. Það getur verið að hann bíði fram yfir áramót. Þau mega alveg vera lítil í smá tíma. Mér finnst tíminn fljúga áfram...
Já og af mér og Ragga er það að hann er bara mjög ánægður að kokka í hitaveitunni og fólkið held ég bara ánægt með matinn, annað væri skrýtið. Og ég fór í próf uppi í Háskóla 20. júní og gekk rosa vel. ég fæ líklega útkomuna öðru hvoru megin við helgina.
knús og kossar...

Tuesday, June 17, 2008





Það er nú ekki mikið að frétta af okkur. Við erum bara að hafa það gott:) Langaði bara að setja inn myndir af krúttinu okkar. Hann dafnar og dafnar. Hann er að þroskast svo mikið og maður sér mun á honum dag frá degi næstum því. Hann er farinn að hafa svo mikið vald á höndunum og rannsakar allt með þeim og stingur upp í sig... Svo er held ég ekki langt í það að hann velti sér á magann. Hann fer á hliðina en stoppar þar. Þvílíkur kraftur alltaf í honum. Bara nennir ekki að vera lítill:) Annars er hann farinn að taka upp á því að vakna hálf 6 á morgnana!!! ætlum að reyna að breyta þeirri þróun strax. Barnið má nú alveg sofa til 7 takk.
Ungbarnasundið er æði. Mæli sko hiklaust með því!! Hann fór í kaf í seinasta tíma og það var bara ekkert mál. Hann fór ekkert að gráta eða neitt. Ótrúlegt hvað maður er stoltur af öllu sem hann gerir og finnst hann bara flottastur í heimi. Merkilegt að vera foreldri. Áður fyrr hefði mér nú bara fundist þreytandi að hlusta á fólk eins mig, hehe.
Jæja hef þetta ekki lengra núna. Við Neo ætlum út að skokka í fallega veðrinu!

Tuesday, June 10, 2008

Sofandi á leikteppinu:)

Já hann er ekkert smá mikil dúlla þetta barn. Hann ákvað einn daginn eins og svo oft áður að byrja daginn kl. 6, mömmu sinnar til mikillar mæðu þar sem henni finnst gott að sofa. Og ég ætlaði að reyna að treina það að setja hann í vagninn svo rútínan færi ekki í algjört rugl og hann myndi nú kannski sofa til 7 næsta morgun. Ég var að brjóta saman þvott og ákvað að leggja hann á leikteppið, ganga frá þvottinum og setja hann svo í vagninn. Hann var vakandi þegar ég labbaði í burtu en þegar ég kom til baka sá ég son minn svona sætan steinsofandi. Hann bara lognaðist út af án þess að væla neitt. Algjör dúlla.
Við vorum að koma úr ungbarnasundi og það var æði. Set inn mynd af því næst:) Hann er farinn að hlægja meira og í dag datt mér í hug að gera eitthvað fáránlegt hljóð og hann hló aftur og aftur að þessu. Ég náði því á video og svo þegar ég var að horfa á videoið þá skellti hann upp úr í hvert skipti sem hann heyrði hljóðið í upptökunni. Ég held að ég hafi hlegið jafn mikið mér fannst þetta svo gaman!!
Og gott fólk, hann er með augun mín, bara svo ég fái nú að eiga eitthvað. Annars er hann bara líkur pabba sínum. Það er svosem ekkert verra, mér finnst pabbi hans helv... sætur. Annað væri nú verra, hehe.
Skrifa fljótlega og set inn fleiri myndir. En það er samt ástæða fyrir bloggi en ekki barnalandi. Ég nenni ekki að eyða of miklum tíma í þetta. Þið verðið líka að hitta okkur oft til að sjá litla prinsinn almennilega:) Takk fyrir kommentin, love you guys:)
Posted by Picasa

Tuesday, June 3, 2008

sæti sæti


Hann sefur þokkalega á nóttinni en ætlar að verða eins og pabbi sinn með það að þurfa ekki of mikinn svefn, hehe. Hann er alltaf vaknaður 7 á morgnana og ekki seinna en það. Þá er það bara góðann daginn og við fáum bros fyrir allan peninginn:) Yndislegt. Annars er hann ekkert að gefa
brosin frítt eins og Helena frænka hans. Hún er með svo mikið jafnaðargeð á meðan frændi hennar er mun ákveðnari. Bara fyndið hvað þau eru með mikinn persónuleika strax frá fæðingu!

Jæja hef ekki miki meira að segja. Seinasta helgi var bara fín. Sjómannadagshelgin. Við fórum niður á bryggju á laugardag og sunnudag og létum okkur hafa veðrið þá. Nenntum ekkert á djammið samt.

Endilega setjið inn komment. Það er svo gaman að sjá hverjir fylgjast með okkur:)