Sunday, March 30, 2008

Til heiðurs Hilmars Frænda




Hann Hilmar frændi á afmæli í dag hann er 37 ára.
Og honum til heiðurs birti ég myndir af honum ( líka af mér auðvitað)

Thursday, March 27, 2008

Stolta mamman skrifar

Það er allt gott að frétta af okkur. Við vorum í skoðun hjá Sólveigu í morgun og dafnar litli kúturinn okkar vel. Hann er búinn að stækka um heila 3 sm. á tveimur vikum. Mér finnst litla barnið mitt bara stækka og stækka... hann er bara flottur. Ég er farin að setja föt frá sem eru orðin of lítil. Þetta er svakalegt!
Við fórum í bæinn í dag þar sem ég fór í skólann og Raggi fór bara með Ísak Andra á fund á meðan. Ekki seinna vænna en að fara á AA fund en 6 vikna, hehe. Við vorum svo boðin í mat til Elvars og fjölskyldu seinni partinn. Það var rosa gott.
Ísak Andri gerði sér lítið fyrir og velti sér af maganum á bakið tvisvar sinnum í gær. Ég lagði hann á magann á leikteppið og hann bara vippaði sér á bakið. Ég varð auðvitað rosa spennt og kallaði á Ragga og hann gerði þetta bara aftur fyrir pabba sinn. Hann er svo sterkur, myndast við að halda haus og spyrnir vel með fótunum og svona. Ætlar að verða stór og sterkur strákur! Svo er hann farinn að brosa til okkar og hjala, bara yndislegt:)
Læt fylgja með myndir af fallega barninu okkar.

Á leikteppinu sínu...

Sæti snuddustrákurinn:)

Saturday, March 22, 2008

Engill og Djöfull

Jæja, ætla ég að henda inn einni færslu með engri mynd af gullmolanum.
Við Raggi fórum í afmæli til Rósu Kristínar á fimmtudag og var það alveg rosalega gaman. Unnur Perla kom og var hjá Ísak Andra á meðan og gekk það mjög vel. Hann vakti í klukkutíma hjá henni voða góður og sofnaði svo bara:)
Það var mjög skrýtið að fara bæði frá honum og okkur fannst það svolítið erfitt. En við höfðum bara gott af því. Vorum nú ekki í burtu nema í 2 1/2 tíma.
Annars gengur bara vel með hann, magaóþægindin eru hætt held ég bara og hann er farin að sofa betur á daginn. Hann er samt alltaf vakandi vel reglulega og ég held að hann ætli að verða eins og pabbi sinn og þurfa ekki of mikinn svefn. Hann sefur allavegana mun minna en ungabörn á hans aldri. En sem betur fer er hann vær þegar hann vakir og sefur vel á nóttinni. Við erum bara lánsöm að fá að hafa hann vakandi og geta talað við hann og fá félagskapinn hans...

Kaka sem Raggi gerði handa Rósu í tilefni dagsins. Bara flott!!

Hjónin í búningunum. Tökum okkur bara vel út finnst mér:)

Ég og afmælisbarnið... Geggjaður pönkari!

Gleðilega páska gott fólk!!

Tuesday, March 18, 2008

Pollýanna skrifar:)

Hjá Böggu ömmu, þessi er fyrir þig Fjóla:)

Í fanginu á Unni frænku:)

Gott að knúsa mömmu svona nývöknuð...

Það er allt gott að frétta af okkur. Við erum bara út um allt þessa dagana með Ísak Andra með okkur. Rosalega gaman að taka hann með því þá er maður svo frjáls. Maður nennir takmarkað að hanga heima hjá sér. Við fórum í fermingu á sunnudag hjá Jóni Steinari frænda mínum. Ísak Andri svaf bara næstum allan tímann, vaknaði einu sinni til að drekka og búið. Fólkið var nottla að dást að barninu og sparaði ekki stóru orðin um hvað hann er skýr og fallegur.
Hann er að fara í vagninn á hverjum degi þar sem veðrið er bara gott og um að gera að nýta það:) Hanne sefur svo vel í vagninum og finnst þetta fríska loft greinilega ekki slæmt. Við vorum að koma núna úr kirkjunni þar sem við fórum á foreldramorgun. Hann svaf í vagninum á meðan ég var inni að tala við hinar mömmurnar. Það var rosa fínt og gott að komast út á morgnana þar sem við erum oftast bara inni vakandi þá. Þetta er alltaf á þriðjudögum og held ég bara að ég kíki áfram á þetta. Maður hefur bara gott af öllu svona.
Annars er maður alltaf að gera eitthvað í fyrsta skipti með hann og það er æðislegt. Hann fór til dæmis í fyrsta skipti í bað með pabba sínum í gær og fannst það rosalega gott. Svo er verið að fara að passa hann í fyrsta skipti í alvöru tíma á fimmtudag þar sem við Raggi ætlum bæði að mæta í 25 ára afmæli Rósu Kristínar:) Það verður gaman!
Raggi er að vinna núna smá auka út af öllum fermingunum og verður eitthvað að vinna um páskana þegar hann átti að vera í fríi. Við erum samt að spjara okkur vel án hans þó að auvitað er alltaf betra að hafa hann heim hjá okkur. Ég er orðin rosa skipulögð og maður ræðst í húsverk í hvert skipti sem tækifæri gefst til. Dagurinn er orðinn frekar rútinaður hjá mér. Fyndið hvað allt breytist við komu ungabarns á heimilið. Mér finnst ég stundum vera með 2 börn þar sem auðvitað þarf að sinna Neo líka og hann greyið þarf alltaf að bíða eftir að ég er búin að sinna Ísak Andra. En Neo er samt góður og virðist ekkert vera abbó. Hann fær sína athygli líka...
Já þar hafiði það. Bara stuð á litlu fjölskyldunni og við erum svo hamingjusöm með litla engilinn okkar, og hvort annað auðvitað líka!!

Saturday, March 15, 2008

Maður er að verða svo stór:)

Jæja kominn tími á smá update hérna.
Ísak Andri fór í vigtun og mælingar á miðvikudaginn og kom það rosa vel út. Hann er orðinn 3720 gr. og 51 cm. Hann er semsagt búinn að þyngjast um ca. 7oo gr. síðan um fæðingu og lengjast um 2 cm.
Við fórum svo öll fjölskyldan í bæinn á fimmtudag þar sem ég þurfti að mæta í verklegan tíma í skólann. Raggi var hjá frænku sinni á meðan með Litla kút.Við fórum svo í Baby sam í skeifunni og versluðum smá þar. Það var ekkert smá gaman að fara með hann með í bæinn. Hann nottla svaf þetta bara af sér. Svo í gær var hann passaður í fyrsta skipti þó það hafi nú bara verið korter eða svo. Málið er að ég þurfti á pósthúsið og Raggi var að vinna þannig að Unnur frænka mætti á svæðið og passaði litla molann á meðan...
Það er því mikið um að vera hjá litlum manni:)
Svo er hér mynd af honum að fara í vagninn í fyrsta skipti!! Veðrið er yndislegt og ákvað mamman að setja hann út í smá tíma þar sem hann er búinn að vera órólegur og með í maganum undanfarið. Þar af leiðandi hefur hann átt erfitt með að festa svefn eftir gjafir, en er sem betur fer vær á nóttinni! Honum hefur greinilega fundist þetta gott og steinsofnaði fljótlega. Svo var hann bara tekinn inn og heldur áfram að sofa þar. Við erum núna bara að bíða eftir Ragga svo við getum kíkt í smá göngu. Bara gaman:) Við erum síðan að fara í fermingarveislu á morgun. Nóg að gera hjá litlu fjölskyldunni.

Tuesday, March 11, 2008

Fleiri myndir...

Verið að klæða mann í skírnarfötin. Voða skýr og vakandi.

Pabbi hélt á mér undir skírn:)

Svo svaf maður bara af sér skírn og veislu...

Sjá næstu færslu líka... Það gekk eitthvað brösulega hjá mér að setja inn myndirnar og því setti ég bara inn tvær færslur... Annars er allt gott að frétta af okkur. Gengur rosa vel með fallega drenginn okkar og við erum að fara í vigtun til Sólveigar á morgun. Leyfum ykkur að fylgjast með því... Raggi er farinn að vinna aftur. Það er frekar skrýtið en hversdagleikinn tekur víst við einhvern tímann. Við Ísak Andri spjörum okkur án hans í smá tíma á dag:)

Myndir!

Guðrún Helga Guðmóðir með Ísak Andra í fanginu:)

Foreldrarnir og Guðforeldrarnir með litla kút...

Litla sæta fjölskyldan

Saturday, March 8, 2008

Ísak Andri

Já í dag fékk ég þetta flotta nafn Ísak Andri.
Mamma og pabbi eru rosalega ánægð með nafnið mitt og ég líka. Það passar svo vel við mig:)
Skírnin var kl. hálf 1 og svo var veisla í verkalýðshúsinu í Grindavík eftir á. Það mættu helling af yndislegu fólki til að samgleðjast okkur. Pabbi minn gerði allar veitingarnar og þær voru að vonum mjög góðar enda pabbi snilldar bakari! Litla frænka mín sem er reyndar 2 1/2 mánuði eldri en ég fékk líka nafn. Hún var skírð Helena Anja. Hún er dóttir Valda frænda. Ég fékk rosalega mikið af gjöfum og þakka kærlega fyrir mig.
Presturinn sem skírði okkur heitir Björn Sveinn og hann gifti mömmu og pabba einmitt seinasta sumar þegar ég var bara 12 vikna kríli:) Skírnarvottarnir mínir voru Guðrún Helga besta vinkona mömmu og Yngvi maðurinn hennar. Þau eru alveg frábær.
Ég gerði mér lítið fyrir og gaf Böggu ömmu fyrsta brosið í dag. Vonandi fer ég að brosa á fullu núna! Ég var ekkert smá rólegur og svaf af mér skírnina og veisluna. Ég vaknaði þegar ég var svangur, þá voru flestir gestirnir farnir.
Það koma myndir á eftir eða á morgun, tölvan er eitthvað að stríða mömmu...