Friday, August 29, 2008

Fyrsta tönnin komin:)



Já síðan við fórum í bústað er ýmislegt að frétta...
Það sem allir vita er að:
Ísland er stórasta land í heimi og við fengum silfur í handbolta á ólympíuleikunum:)

Það sem færri vita er að:
Ísak Andri er komin með fyrstu tönnina sína:) bara gaman. Pabbi hans fann hana og skuldar þar af leiðandi Ísak Andra gjöf. Við vorum búin að bíða lengi eftir þessari tönn, héldum alltaf að þetta væri að koma og vorum svo eiginlega hætt að pæla í þessu því hún var ekkert að láta sjá sig.
Svo er líka í fréttum að Ég er að fara að eignast lítið frændsystkini í byrjun mars á næsta ári. Eggi elsti bróðir minn á von á sínu fyrsta barni og samgleðst ég honum og Önnu innilega. Alveg hreint æðislegt. Mamma er semsagt að fara að fá níunda barnabarnið á níu árum! Loksins þegar börnin hennar fóru að fjölga sér hætta þau ekki:)
Inga hans Valda ætlar að vera með Ísak Andra fyrir okkur þar til Raggi fer í fæðingarorlof um miðjan nóv. Hann fer því ekki til dagmömmu fyrr en eftir áramót. Stór hnútur hvarf úr maganum á mér sem kemur aftur seinna örugglega:) Ég verð líka aðeins með Helenu fyrir hana því hún er að byrja að vinna smá en hún passar nú meira fyrir mig þessi elska. Mér finnst miklu betra að vita af honum hjá ættingjum og hann og helena eru svo góð saman og á svipuðum aldri. Hann er líka svo hrifinn af Ingu!
Raggi verður svo heima í mánuð og ég get lært fyrir prófin mín og svo fer ég ekki í skólann eftir jólafrí fyrr en um miðjan janúar. Bara flott plan. Ég er rosalega ánægð:)
Ég er að byrja í ræktinni á mánudag í átakshóp og hlakka rosalega til. Tími kominn á að bæta lífstílinn. Er bara búin að þyngjast síðan Ísak Andri hætti á brjósti. Við Raggi ætlum að taka okkur á og vera aðeins meira healthy. Maður þarf víst að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín:)

Það var æðislegt að vera í bústaðnum. Mamma kíkti til okkar eina nótt og svo komu Valdi og Inga tvær nætur. Það var mjög gaman að fá þau öll og það var mikið spilað og borðað... Við litla fjölskyldan höfðum það næs og reyndum að hlaða batteríin og njóta þess að vera saman.

Posted by Picasa

Thursday, August 21, 2008

Nú förum við í sumarfrí...


... Loksins! Við erum að fara upp í sumarbústað og verður þar í viku. Eins og fólk hefur tekið eftir er ég mjög spennt fyrir því:) Ég ákvað að blogga þar sem það kemur ekki nýtt blogg fyrr en eftir að minnsta kosti viku...

Hann er bara fallegur:)

Ég er að æfa mig á myndavélinni og er að fá nokkrar góðar myndir. Þetta er ekkert smá skemmtilegt hobbý og ég á sko eftir að vera í þessu áfram:) Við Sara getum líka skroppið saman í ljósmynda ferðir einhvern tímann. Hún er rosa klár með sína vél. Þið getið kíkt á flickr síðurnar okkar hér af link á síðunni...

Við Ísak Andri vorum að koma úr vigtun og sprautu. Hann er orðinn 7.460 kg og 66.5 cm langur. Bara flottur. Hann var alltaf undir meðalkúrfunni en er kominn yfir meðaltal núna. Hann er svo duglegur og sætur. Hann er alltaf að gera eitthvað nýtt og er orðinn algjör kúrikall. Það er svo gott þegar hann leggur sig upp að manni og er að knúsa mann. Það er svo góð tilfinning að vera svona mikilvægur gagnvart barninu sínu. Þegar fólk er að tala við hann og við höldum á honum þá hjúfrar hann sig upp að manni eins og hann sé feiminn. Bara sætt. Samt er hann ekki mannafæla eða neitt þannig. Allavega ekki ennþá:) Svo er hann nánast farin að sofa alla nóttina og eiginlega hættur að fá næturpelann. Það er sko lúxus. Við erum að fara á fætur á milli 6 og 7 á morgnana. Er rosa sátt þegar ég fæ að sofa til 7:) En plúsinn er að á móti er hann að fara að sofa upp úr 8 á kvöldin. Og þá er tíminn okkar... Það er notalegt að fá smá tíma fyrir sig.

Mynd af kúrikallinum eldsnemma að morgni til (sem útskýrir hvað mamman er sjúskuð, hehe)

Svo ætla ég að óska Telmu og Svenna innilega til hamingju með gullmolann sinn. Þau eignuðust stelpu í gær:) Ég er að fara á eftir að máta hana og hlakka ekkert smá til. Telma var gangsett þar sem stelpunni leið svo vel hjá mömmu sinni. Hún ætlar greinilega að vera þrjósk. Hún og Ísak Andri verða góð saman:) Bara æðislegt...

Þar til næst, knús og kossar til ykkar. Pollýanna og co.

Wednesday, August 13, 2008

Stór Strákur


Helena Anja og Ísak Andri úti í góða veðrinu

Jæja þá er kominn tími á nýja færslu finnst mér.
Ísak Andri er orðinn 6 mánaða og mér finnst hann orðinn rosa stór. Hann var 7 kg í síðustu vigtun en það eru 3 vikur síðan og bara ein vika í næstu vigtun. Hann er líka farin að síga heldur betur í. Okkur finnst eins og hann hafi á einni nóttu hætt að vera ungabarn og orðið barn... Hann er til dæmis farin að drekka einn til tvo pela á dag og borðar því meira af maukuðum ávöxtum, grænmeti og graut. Svo drekkur hann líka úr stútkönnu og veltir sér út um allt og er kominn út á gólf áður en maður veit af. Það er sko ekki hægt að líta af honum núna. Hann sveiflar sér á magann af bakinu um leið og hann er lagður niður og stundum er eins og hann ætli hreinlega að skríða af stað. Þetta er svo mikill þroski sem er í gangi að það er ótrúlegt. Maður sér bara hvað hann er orðinn miklu meira athugull og meðvitaður um umhverfið sitt. Það er svo sætt líka þegar hann kúrir sig að manni þegar hann verður pínu feiminn. Greinilega farinn að gera mun á þeim sem hann þekkir vel og illa. Þetta er bara yndislegt barn og auðvitað það fallegasta í heiminum:) Ég elska þegar allir eru að segja hvað hann er sætur og með falleg augu og svona. Maður getur rifnað úr stolti! En svo eru allir að segja að hann sé alveg eins og pabbi sinn. Skil ekki hvað fólk er að tala um!! Neinei segi svona. Hann er voðalega líkur Ragga:)
En Ísak Andri er orðinn miklu betri eftir að hann fór í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferðina. Hann er stundum eins og annað barn. Miklu ánægðari með lífið:) Svefninn á nóttinni er eitthvað aðeins að stríða okkur. Erum að vinna í því að koma því í lag.

Við skruppum í sumarbústað til Guðrúnar Helgu og Yngva síðustu helgi og vorum yfir eina nótt. Það var bara næs! Við vorum bara að slappa af, spila og borða:) Hefði vilja vera lengur... En við erum svo að fara í okkar bústað þann 22. og verðum í viku þá:) Ég hlakka ekkert smá til. Það verður örugglega yndislegt. Svo er bara að styttast í að ég fari í skólann að klára loksins og Ísak Andri til dagmömmu. Hann fer til hennar Rúnu í borgarhrauninu. Ég er ekki tilbúin að setja hann til dagmömmu og ég kvíði alveg hrikalega fyrir því. En svo þegar ég pæla í því þá er þetta erfiðara fyrir mig en hann. Hann verður bara í 4 tíma og mun að öllum líkindum sofa í 2 af þeim tímum. En svona er þetta. Ég ætla allavegana ekki að fresta náminu meira. Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvað ég geri í sambandi við meira nám og eru margar hugmyndir búnar að poppa í kollinn á mér. En ég er á þeirri skoðun núna að ég ætla að fra í framhaldsnám í sálfræði og verða sálfræðingur. Held ég verði bara ágæt í því starfi:)

Bestu kveðjur, Óskin sem er að pæla á fullu:)
Posted by Picasa

Saturday, August 2, 2008

Jæja...
Ekki mikið að frétta héðan af bæ.
Við fórum með Ísak Andra í vigtun um daginn þegar hann var akkurat 5 1/2 mánaða. Þá var hann slétt 7 kg. og 65 cm. Hann er að verða svo stór og sígur sko í þegar maður heldur á honum. Hann fékk sprautu líka og við fundum ekki fyrir neinni óværð eða hita hjá honum. Hann er nú samt búinn að vera frekar erfiður undanfarna viku og held ég að það sé bakflæðinu að kenna. Ég fór með hann aftur í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og viti menn, hann var miklu betri í nótt. Hún sagðist finna mikla spennu hjá vélindanu þannig að þetta stemmir alveg. Vona að þetta fari að þroskast af honum. Þoli ekki þegar honum líður illa greyinu.
Annars er hann fullur af krafti og yfirleitt er hann að bylta sér á alla kanta í rúminu sínu og stundum er hausinn kominn þar sem fæturnar voru upphaflega:) bara fyndið að sjá hann þegar maður fer að sinna honum.
Við erum bara heima um helgina og Karel er hjá okkur þar sem Heiða og Maggi fóru til Danmerkur. Strákarnir skruppu í bíó og ég ætla bara að horfa á step up 2 á meðan og hafa það gott!

Set inn sætar myndir úr baðinu hjá honum... Í sætinu sem Þorgerður og Siggi gáfu honum.
Hvað er verið að troða mér í baðið í þessu dóti??

Jæja best að smakka aðeins á þessu...

...Svo er líka hægt að leika í bíló:) brrrr

Mig langar að þakka fyrir kommentin. Gaman að sjá hverjir fylgjast með...