Já Það er alltaf verið að tala um hvað Ísak Andri er alveg eins og pabbi sinn. Reyndar er einn og einn sem segir að hann sé eins og ég:) En ég skannaði inn myndir af okkur Ragga síðan við vorum lítil og langaði mig bara að sýna ykkur að hann er líkur okkur báðum. Okkur finnst hann mjög blandaður. Gaman að spá í þessu. Ég held samt að hann eigi eftir að verða eins og pabbi sinn. Hann er eitthvað svo líkur honum með margt. Raggi var svona nettur eins og Ísak Andri er en ég var feitari. Svo er hann líka morgunhani eins og pabbi sinn og ýmislegt þannig. En auðvitað á hann eitthvað frá mér. Barnið er skapmikið og þrjóskt og ég hef heyrt því fleygt að ég geti verið þannig þó ég kannist ekkert við það, hehe... Ætli það verði ekki árekstrar í framtíðinni vegna þess:)

Við erum svo búin að panta okkur bústað í lok ágúst og ætlum að vera í viku og njóta lífsins áður en ég byrja í skólanum og allt fer á fullt. Það eru spennandi tímar framundan. Telma fer að koma með kærustuna hans Ísaks Andra og bumbúbúinn hennar Guðrúnar Helgu fer að láta sjá á mömmu sinni:) Ég er orðin enn meiri barnakerling en ég var... ef það er hægt:) Við erum líka að fara að kíkja á eitt glænýtt kríli sem Elvar og Alla voru að eignast. Ég var búin að spá í því hvort það væri satt þegar fólk segist gleyma því hvað börnin þeirra voru lítil og ég er búin að komast að því að það er satt. Það eru nú ekki nema rúmir 5 mánuðir síðan ég átti og ég man ekki hvað barnið mitt var lítið og furða mig á því þegar ég held á litlum nýfæddum sætum krílum eins og Teresu og Þrastar.
6 comments:
hmm,sko þú ert mjög líkur mömmu þinni en samt líkari pabba þínum, þú ert nottla bara fallegastur þannig að það skiptir ekki hverjum þú ert líkur,þú ert bara gull.. ótrúlega fljótur að vera stór,og svo duglegur að borða.. ( ég hafði ekki undan að moka uppí hann mauk í gær)hehe þú ert svo mikið krútt, frábært hvað þú ert orðin góður að sofa og hættur að vera svona mikið vesen á mallakútnum þínum.... love you big time gullið mitt....
okey ósk.. þú vinnur;) hann er nú pínu blanda hehe.. se það núna:P já þú segir það... það er farið að styttast ansi mikið í litlu dúlluna okkar enda mikil spenna þessa daganna;)annars ætlum við að reyna að hittast í vikunni. bara svona segja þér það;)
Já finnst hann nú bara vera ansi blandaður.. hehe..
En gaman að heyra að Guðrún Helga sé að koma með eitt kríli líka :D
Til hamingju með það Guðrún :)
Gaman að sjá hvað þið náið vel saman hópurinn úr foreldrafræðslunni... það er líka svo gaman að hittast með kríli á sama aldri :)
Verð að fara að hitta á ykkur á góðum tíma til að skoða pjakkinn :) En já maður verður alltaf meiri og meiri barnamanneskja..
KV. Anna Lilja
Sæl og Blessuð
Takk fyrir helgina sömuleiðis, þetta var alveg frábært :) vorum að spá i því að við þyrftum að skipuleggja svona bara helst á hverju sumri og helst bara heila helgi!
Svo skulum við endilega reyna að hittast sem oftast með börnin, það er ekkert mál fyrir okkur að skutlast til Grindavíkur/Keflavíkur við erum orðin vön ;)
Svo vorum við að spá í að reyna að bjóða ykkur í grill þegar við flytjum í nýju íbúðina!
Heyrumst
Guðrún, Tjörvi og Vaka Sif
Góð Ósk, hann er alveg fullt blandaður ;) Sé að þú átt allveg helling í honum líka.
Vá nú sér maður hvað hann er líkur mömmu sinni líka. Eruð þið viss um að þið séuð ekki bara náskyld þið hjónin hahaha!!!!
Kiddý
Post a Comment