Tuesday, July 1, 2008

Smile


Langaði bara að deila með ykkur að þessi snillingur sem við eigum svaf frá 10 í gærkveldi til 7 í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sleppir næturgjöf og það var frekar spes. Ég var bara ringluð þegar ég vaknaði en ekki laust við að vera úthvíld eftir svona samfelldan svefn. Maður er orðinn svo vanur að vakna til að gefa pelann og það er ekkert mál, en þetta má alveg halda svona áfram samt sem áður:) Hann er búinn að fara einu sinni í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð því okkur fannst hann vera að versna aftur af bakflæðinu og ég held að það virki vel. Við förum svo aftur á morgun til hennar Rósu hér í Grindavík. Ég held líka að hann sé svona mettur af grautnum sem hann fær fyrir nóttina. Honum finnst hann rosa góður. Ísak Andri er svo kátur þegar honum líður vel. Þá brosir hann og hlær og mér finnst ekki leiðinlegt að ná því á mynd. Hér er ein af syrpu sem ég tók. Hinar myndirnar eru líka æði...
Já og ég fékk 6 í prófinu sem ég tók um daginn. Er nú ekkert svaka sátt við það því mér fannst mér ganga svo rosalega vel, en ég náði.
Posted by Picasa

7 comments:

Unnur said...

Halló Fallegastur.þú ert allgjört æði!!!!
hlakka til að hitta þig í kvöld og taka myndir í sundinu. love you ..ég er bara strax farinn að sakna þín að vera ekki í Grindavík og geta komið óftar til þín....*knús* og fullt af kossum á þig gullmolinn minn

Anonymous said...

vildum kvitta fyrir innlitið.. kíki oft þó ég kvitti sjaldan:) þú ert sætastur ísak andri.. Verður án efa flottasti tengdasonurinn hehe.. til hamingju með að hafa náð ósk... :) snýst þetta ekki allt um það að ná. ert með lítið barn svo alls ekki vera hörð við sjálfan þig. mér finnst 6 flott og ég mundi bara vera stolt með það;) en hvað veit ég.. er ekki skólanörd, langt því frá hehe...
kossar og knús Telma og lillan í mallanum.

Anonymous said...

hæ hæ sæt mynd og til lukku með að hafa náð prófinu 'Osk mín kveðja Rósa

Anonymous said...

hæhæ, fékk slóðina af síðunni ykkar hjá Heiðu frænku. Vá hvað strákurinn er fallegur... ertu ekki að grínast!!!!
Gott að allt gengur vel hjá ykkur. Svo getur maður farið að fylgjast með ykkur héðan í frá:)

Anonymous said...

Hann er bara sætastur hann Ísak Andri og gaman að sjá hvað hann hefur stækkað mikið :)
flott hjá þér Ósk að ná prófinu. Það er meira en að segja það að vera í námi með lítið barn svo vertu bara stolt af sjálfri þér :)
Kv. Þorgerður

Ósk og Raggi said...

Já ég var líka að skoða tölfræðina í námskeiðinu og meðaleinkunnin var 5,6 og algengasta einkunn 6 þannig að ég stóð mig bara ágætlega:) Það féllu 6 af 18 sem tóku þetta sumarpróf.

Anonymous said...

Til hamingju með að ná prófinu, og að vera full-time mamma ;) Gaman að hitta ykkur og fá að sjá litla prinsinn, hann er allgjör gullmoli ;)