Tuesday, December 30, 2008

Ekkert smá gaman!
Opna pakka:)

Ákvað að vera rosa dugleg og setja inn blogg fyrir gamlárs líka:)


Við erum búin að hafa það rosalega gott yfir hátíðarnar. Erum bara búin að vera með fjölskyldunni, borða og hafa það gaman:) Eins og flestir aðrir vona ég. Við kíktum líka eitt kvöldið inn í Njarðvík til Elvars og Elvu að spila og það var rosa gaman.


Ísak Andri var ekkert smá sætur á aðfangadag með bindi og í vesti yfir skyrtuna sína. Bindið var reyndar fjarlægt þar sem það var ekki vinsælt hjá litla manninum. Hann var pínu pirraður fyrri part kvölds en þegar hann var búinn að borða og við vorum komin langt með pakkana þá varð hann svona líka kátur og hló og hló! Við opnuðum flesta pakkana enda hafði hann meiri áhuga á pappírnum og kössunum en dótinu sjálfu á þessum tímapunkti. Hann opnaði samt aðeins líka. Svo er hann hæst ánægður að vera kominn með svona mikið smábarnadót og að við séum búin að losa hann við þetta ungbarnadót sem var algerlega hætt að vera spennandi. Ísak Andri fékk líka eitthvað að fötum og erum við hæstánægð með allt sem hann fékk, og auðvitað með gjafirnar okkar líka.

Núna hlökkum við bara til morgundagsins og óskum við ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla. Takk fyrir að fylgjast með okkur og litla prins hérna á blogginu:)

Tuesday, December 23, 2008

Gleðileg Jól

Alltaf gaman að standa allstaðar og tromma:)

Ákvað að henda inn einni færslu svona rétt fyrir jól. Við Ísak Andri erum bæði búin að ná okkur í ælupestina, sem betur fer kannski því hún er liðin hjá. Ótrúlegt hvað þessar pestir eru stutt að ganga yfir. Þannig að það er ágætt að koma því bara frá...

Annars er fínt að frétta. Í dag er planið að leggja lokahönd á jólastúss. Fara með kortin sem ég er að klára að skrifa. Svo erum við að fara í Njarðvík með pakka og svo er það nottla að þrífa þar sem ég var ekki í standi til þess í gær. Nóg að gera og svo er bara aðfangadagur á morgun. Ekki líður mér samt þannig. Tíminn líður allt of hratt. Finnst eins og það hafi verið í gær sem við vorum að tala um að við yrðum með 10 mánaða gutta eftir ár á jólunum. Og nú er það bara að gerast! Hann Ísak Andri er ekkert svo mikið í jólatréinu og við erum með pakka á gólfinu sem hann lætur í friði. Merkilegt það. Hann labbar meðfram öllu og fer í flest allt sem má ekki:)
Gleðileg jól öllsömul og hafið það rosalega gott:)

Friday, December 12, 2008

Jólin koma:)


Það er fínt að frétta héðan.

Ég er að læra og Raggi alveg að fara að vinna uppi í lóni aftur. Þessi mánuður er gjörsamlega búinn að hverfa frá okkur...

Maður er bara í jólaskapi. Get ekki beðið eftir þriðjudeginum og komist í jólafrí. Er annars búin að kaupa allar jólagjafir og það er ekki mikið eftir sem við þurfum að gera fyrir jól. Ætla að kíkja með Elvu vinkonu í bæinn eftir próf að klára það sem þarf:) Það verður örugglega gaman með brjálæðingana okkar báða með okkur, hehe.

Við fórum með Ísak Andra í fyrsta skipti í göngutúr á snjóþotu áðan. Það var bara sætt að sjá hann í þotunni. Sat bara og brosti. Tókum nú ekki stóran hring en þetta var rosa gaman. Alltaf gaman að gera allt í fyrsta skipti. Maður fær að vera barn aftur þegar maður eignast börn því þá gerir maður allt sem maður gerði þegar maður var lítill. Það á eftir að vera gaman að leika sér við hann. Þetta er æðislegt. Já og til að vera samkvæm sjálfri mér þá verð ég að setja inn hvað hann er orðinn stór strákur. Hann er orðinn 8.6 kg og 72.7 cm. Fylgir sinni kúrfu og læknirinn sagði að hann væri rosa flottur eins og vanalega. Hann er heilsuhraustur strákur. Svo er þriðja tönnin komin og skapið eftir því, hehe. Og maður er bara farin að labba meðfram og standa einn í smá stund einstaka sinnum. Þetta gerist allt of hratt! Hann er orðinn svo stór sæti strákurinn okkar:)
Svo er bara jólasaumaklúbbur í kvöld. Ég er búin að bíða lengi eftir því og hlakka ekkert smá til. Við borðum saman góðan mat. Allir fá pakka og svo verður bara sjallað, spilað og fengið sér í glas og svona fínerí. Unnur Perla ætlar að vera svo æðisleg að passa fyrir okkur svo við getum farið og skemmt okkur með vinum okkar. Það verður örugglega bara gaman:)
Jæja ætlaði bara að henda inn smá línu fyrir þá sem lesa bloggið. Ætla að halda áfram að lesa svo ég geti tekið frí seinni partinn með hreina samvisku...