Wednesday, May 23, 2007

Jæja ég fór til Svans í gær og er bara þokkalega ánægð með árangurinn. Bætti mig síðan síðast, sem er mjög gott og nú ætla ég ekki að detta í eitthvað rugl aftur. Var líka að átta mig á að brúðkaupið er eftir tæpar 9 vikur eða 2 mánuði rúmlega. Maður tekur þetta með trompi núna. Svanur þú kannski kemu rtölum áleiðis. Og þú mátt endilega segja mér breytinguna á BMI og fituprósentu. spurði þig ekkert að því...
En já það er mikið að gera hjá mér en ég er samt að finna mér tíma til að æfa. Ég skokkaði/labbaði rösklega til skiptis í vinnuna í dag. helvíti ánægð bara. Í fyrramálið er ég að fara að hjóla í vinnuna. Mér líður rosalega vel að vera að hreyfa mig svona:)
skrifa meira um helgina þegar ég er komin í frí. eða ekki frí. Raggi er að úrskrifast á föstudag, við ætlu mað taka krakkana Steina og Grace í bæinn á laugardag og leyfa þeim svo að gista, sem var löngu búið að lofa. svo kannski slappar maður af á sunnudag:) það er flott plan held ég bara.
Og já ég er farin að sjá fyrir endann á BA ritgerðinni þar sem við vorum að skila inn stórum hluta og ætlum að skila ritgerðinni vonandi eftir circa 3 vikur. jibbí. allt að gerast.


Góða nótt, kveðja bjartsýna Ósk!

Wednesday, May 16, 2007

Ég er bara að skrifa núna af því það er svo langt síðan síðast...
Hef bara gaman af því að æfa og er að nenna þessu, sem er eitthvað sem ég hef ekki gert þegar ég hef verið að fara í átök. Þetta er bara gaman og mér finnst gaman að gera æfingarnar mínar úti. Sjá árangur af erfiðinu. Þegar maður sér til dæmis hvað maður er búin að skokka langt þá verður maður svo ánægður með sig. Eitthvað sem hlaupabretti getur ekki gert fyrir mann... Mamma spurði mig í dag hvort ég væri alltaf að leggja af, fannst ég búin að grennast greinilega. Ég er samt ekki að léttast, en líkaminn er greinilega að breytast eitthvað.
Skrifa meira næst.
Farið vel með ykkur. Kv. Ósk

Tuesday, May 8, 2007

sumarið er komið

Það er svo gott veður núna að maður getur ekki annað en verið í góðu skapi. Loksins er gott veður... Ég er heima í dag að vinna í inngangnum á ritgerðinni og þá get ég gert ýmislegt annað þar sem maður er svolítið laus, Vinn þá meira í kvöld bara. Vigtin mín sýnir 65.5 sem er kílóa aukning. Ég vil alls ekki meina að ég sé að bæta á mig engu öðru þá en vöðvum því ég er ekki feitari allavega. Samt fúlt. Ég næ líklega 6 æfingum fyrir föstudag áður en ég hitti Svan. Helgin setti smá strik í reikningin þar sem ég var að vinna og var bara búin á því það var svo mikið að gera.
Skrifa aftur í vikunni.
Kveðja Ósk úr sólinni!

Thursday, May 3, 2007

Ég á afmæli í dag!

Hvað er betra en að vakna snemma á afmælisdaginn og fara út að hlaupa? Ég gerði það allavegana og það var rosa gott. Ég er svo á leiðinni í lónið með mömmu þar sem við erum að fara í nudd. Ég áhvað að bjóða henni þar sem hún á það alveg skilið.
Ég er búin að fá 3 afmælisgjafir. Mynd frá Habba, kertastjaka frá Söru og svo frá Ragga...
Já ég fékk þetta flotta mótórhjól og er svaka gella á því:)

Já og til að hrósa mér meira þá hitti ég Þórey vinkonu mömmu áðan og hún hafði orð á því að ég hafi grennst:) Gaman að því.
Ég skrifa aftur eftir helgi...
Ætla að eiga frábæran dag! Kveðja Ósk.