Thursday, February 28, 2008




Jæja ákvað að henda inn stuttri færslu.
Allt gengur bara vel hjá okkur og þetta er alveg yndislegt hlutverk sem maður er komin í. Held það sé ekkert æðislegra í heiminum en að fá að eignast barn og vera foreldri. Vonandi á maður eftir að standa sig vel:)
Hér eru myndir af litla kút í baði og í nuddi. Það er sko ekki slæmt að fá dekur frá upphafi og honum líður voða vel eftir þetta. Svo erum við búin að fara í 2 heimsóknir. Við byrjuðum á því að kíkja til Ingu og Helenu í heimsókn þar sem teknar voru myndir af þeim frændsystkinum saman fyrir boðskortið í skírnina. Þau verða skírð saman þann 8. mars. Styttist í það að hann fái nafn og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa það út úr okkur:) Helena fær svo annað nafn til viðbótar sem við vitum ekki. Eva fékk að vera með á nokkrum myndum líka. Þetta er sko myndarlegur hópur. Litli er bara sofandi á milli þeirra.
Við kíktum svo í kaffi til mömmu í gær og enduðum í mat líka. Það er rosa gott að komast svona út þar sem ég er frekar bundin núna og gaman að kíkja með hann með þar sem það er ekki alveg kominn tími í að fara með hann í vagninn.
Við leyfum ykkur að fylgjast með áfram.
Bestu kveðjur!

Sunday, February 24, 2008

Konudagur

Til hamingju með konudaginn konur góðar:) Ég var að fatta að núna fer maður að halda upp á mæðra- og feðradag... það er nú bara gaman.
Annars hefur maður ekki mikið að segja. Það gerist ekki mikið hjá manni þegar maður er heima með ungabarn. Hann bara sefur og drekkur. Fékk reyndar svolítið í magann og við keyptum dropa handa honum sem eiga að hjálpa til við að minnka loftmyndun í mallakútnum hans. Það virðist vera að virka þar sem þetta hefur minnkað. Sem betur fer segi ég bara því annars hefði næsta skref verið að ég hætti að borða allar mjólkurvörur, sem yrði til þess að fæðuvalið mitt hefði orðið mjög lítið þar sem ég er pínu matvönd ennþá. En já það gengur enn bara rosa vel með litla engilinn okkar. Sólveig kemur í fyrramálið að vigta hann og verður gaman að sjá hvað hann braggast:)
Annars voru Grindavíkurstelpur að verða bikarmeistarar í körfu áðan. Ég var að horfa á leikinn og hélt reyndar með Haukum þar sem hann Yngvi þjálfar þær. Svolítið súrt að þær töpuðu, fyndið að ég var í alvörunni sorry yfir þessum úrslitum. En aðrir Grinvíkingar eru líklega sáttir:)
Ákvað að setja inn smá myndir þar sem það er nú mest gaman við að skoða bloggið held ég. Litli kútur er farin að fá snuð stundum þar sem hann var farin að snudda mömmu sína eftir að hann var orðinn saddur. Þetta er fínt hjálpartæki sem hjálpar mér að halda geirvörtunum mínum, hehe. Það er bara sætt að sjá hann með þetta þar sem snuðið hylur nánast helminginn af andlitinu. Svo er hérna mynd af mömmunni líka. Ég gafst upp á að bíða eftir góðri mynd af mér. Ég er greinilega bara pínu mygluð þessa dagana. Fer í klipp og lit og plokk og svona fínerí fyrir skírn... Mér finnst seinasta myndin bara flott þar sem hann er með nokkurs konar prakkaralúkk á henni, bara sætastur þetta barn:)
Jæja þar til næst, hann er vaknaður, kossar og knús...




Wednesday, February 20, 2008

HÆHÆ






Jæja það er kominn tími á fleiri myndir finnst fólki:) Hér koma nokkrar sætar. Mamma er svo mygluð á myndunum sem til eru af henni að hún ætlar að geyma það að setja inn mynd af sér. Litli virðist svolítið hissa á fyrstu myndinni og er hann í pabba fangi sem er alveg rosalega gott. Pabbi sér eiginlega alveg um bleiuskipti á meðan mamma sér um næringuna. Allir með sitt hlutverk.
Barnið braggast rosalega vel og þegar hann var vigtaður 8 daga gamall var hann orðinn 3230 gr. sem er mjög gott. Hann er líka alveg rosalega duglegur að drekka og verður líklega alger mathákur:) Það er bara flott hvað hann er góður. Drekkur og sefur þess á milli. Er ekkert að gráta. Neo er búinn að vera duglegur og er ekkert neitt vesen með hann. Við leyfum honum rétt að þefa af krílinu svo hann fái nú að kynnast nýjasta fjölskyldumeðliminum og vita hver hann er.
Við erum því bara í rólegheitum að njóta þess að vera komin með lítið barn inn á heimilið. Þetta eru mjög skemmtileg viðbrigði:)

Friday, February 15, 2008

Yndislegast í heimi

Af okkur er allt gott að frétta. Það gengur alveg rosalega með litla kútinn okkar. Við erum í skýjunum og trúum varla að við eigum svona yndislegt og fallegt barn. Hann er hérna á myndinni í öruggum höndum Sólveigar ljósmóður sem baðaði hann í gær með okkur. Við fengum semsagt heimaþjónustu og er hún að kíkja á okkur cirka einu sinni á dag eða í 8 skipti alls. Hún fer yfir það helsta með okkur og er það mjög gott. Hann vigtaður og er brjóstagjöfin sem gengur svona glimrandi vel að skila sér. Hann tapaði varla nokkru af fæðingarþyngdinni sinni og vigtaðist 3060 gr. sem eru aðeins 20 gr. minna en hann fæddist:) Bara flott hjá okkur...
Hér er hann svo sofandi þessi elska.
Enn og aftur takk fyrir kveðjurnar og gjafirnar...




Tuesday, February 12, 2008

Fallegur drengur fæddur!



Þann 10.02.08 klukkan 9:13 eignuðumst við fallegan og heilbrigðan dreng:)
Fæðingin gekk rosalega vel, ég vaknaði við hríðar klukkan 3:30 og komin með 7 í útvíkkun kl. 6 uppi á keflaíkurspítala og farin að rembast rétt fyrir 8 um morguninn.
Við Raggi stóðum okkur alveg rosalega vel og erum við í skýjunum yfir fallega barninu okkar. Við þökkum kærlega fyrir allar hamingjuóskirnar og gjafirnar!!
Við komum heim í morgun og erum bara að taka því rólega og njóta þess dásamlegasta í heimi...

Friday, February 8, 2008

Hæhæ. Bara að setja inn nokkrar línur svo þið getið fylgst með:)
Ég var að koma frá Sólveigu þar sem hún var að tjekka á mér. Blóðþrýstingurinn er aðeins búinn að lækka og eggjahvítan mældist + í staðinn fyrir ++ seinast. Góðar fréttir þar. Samt á ég að halda áfram því sem ég er búin að vera að gera sem er ekkert... Hún vill að ég heimsæki Konna á mánudag og sé því í eftirliti þar sem það það þarf að gangsetja konur sem fá meðgöngueitrun því þær eru ekki látnar ganga framyfir. Það má segja það að ég sé í fyrstu tröppu af 3-4 með þetta og er því alls ekki í slæmum málum. Ég er semsagt ekki komin með eitrun ennþá, og fæ hana bara vonandi ekki! Vonandi fer barnið bara að láta sjá sig, maður er að verða ískyggilega spenntur :) Fyrst var ég nefninlega skráð í dag, var svo seinkað um heila 11 daga í 20 vikna skoðuninni.
Annars er það að frétta að veðrið er ömulegt. Það er ekki hægt að gera neitt í þessu, fyrir þá sem mega gera eitthvað, hehe. Ég er hætt að skilja þetta veður fyrir löngu. Það er bara nýtt sem tekur við að öðru og aldrei er það gott...
Ég fór í náttfatasaumó í gær, stalst til þess. Það var rosalega gaman eins og alltaf hjá okkur. Ég var skíthrædd um að blóðþrýstingurinn færi upp þar sem upp koma alltaf umræður sem maður hefur skoðun á og vorum við í djúpum pælingum, segi svona:) Allavegana vorum við farnar að tala svolítið hátt á tímabili þar sem maður vill jú alltaf komast að. Ég er ekki þekkt fyrir að þegja og tala ekki neitt. Við fengum alveg rosalega góða súpu, sem kallast víst skólastjórasúpa. Ég var að smakka þetta í fyrsta skipti og var þetta ekkert smá gott hjá henni Rósu. Svo fengum við meira segja páskaegg þar sem við ætlum að sleppa marsklúbb vegna anna, skírn og afmæli og svona...
Af Ragga er gott að frétta. Hann hugsar vel um mig þessi elska. Hann stendur sig vel í átakinu og er ég stolt af kallinum mínum, sem nottla bara besti maður í heimi!
Jæja ætla ekkert að hafa þetta lengra. Hlakka til að hitta ykkur næst, kannski verðum við bara orðin foreldrar þá?

Tuesday, February 5, 2008

Pregnancy update

Sælt veri fólkið.
Af okkur er fínt að frétta... samt búið að vera smá vesen á mér í dag.
Ég fór í skoðun til Sólveigar og þá kom í ljós að blóðþrýstingurinn var búinn að hækka og komin eggjahvíta í þvagið, sem ekki hefur verið áður. Fyrir þá sem ekki vita þá eru þetta einkenni meðgöngueitrunar og vildi Sólveig senda mig inn í keflavík í frekari skoðanir og vera jafnvel þar yfir nótt. Ég var sett í monitor til að fylgjast með hjartslætti barnsins og kom það bara rosalega vel út, barnið hefur það gott. Svo var tekið blóð og mælt aftur blóðþrýsting og skoðað þvag. Konráð vildi meina að þar sem ég er ekki með bjúg, hausverk og þyngsli fyrir bringunni þá þyrfti ekki að hafa áhyggjur af eitrun, minntist á það þegar hann leit á mig að ég væri ekki eitrunarleg... Blóðprufan var í góðu og þar sem þeim fannst ekki ástæða til að hafa of miklar áhyggjur af hinu tvennu fékk ég að fara aftur heim. En ég má ekki gera neitt svo að þessi tvö atriði versni ekki. Það er ekki mjög spennandi en ég verð bara að vera jákvæð og leyfa Ragga að dekra við mig:) Mér líður samt mjög vel og finnst í raun ekkert vera að mér, sem er mjög gott. Langaði bara að setja smá update svo þið vitið hvað er að gerast.
Vonandi fer krílið bara að láta sjá sig!

Saturday, February 2, 2008

Lítið að frétta...

37vikur+5 dagar
Svona fyrir þá sem hafa gaman af bumbumyndunum...

Já það er ekki margt að gerast hjá okkur þessa dagana og lítið gaman að lesa bloggið geri ég ráð fyrir. Við erum að bíða spennt eftir krílinu...
Ég fór í skólann á fimmtudag í verklegan tíma í faginu sem ég ætla að taka þessa önn. Kennarinn var svo almennilegur að gefa mér svigrúm í þessa tíma í kringum fæðinguna. Það er nefninlega skyldumæting í þá. Mér leist bara vel á þetta og held að þetta verði ekki mikið mál. Ég fer bara að mæta aftur þegar komin er regla á brjóstagjöf og svona. Prófið úr verklega tímanum er 6. mars þannig að ég hlýt að ná að taka það :)
Raggi stendur sig bara eins og hetja í átakinu sínu og er eins og er í 2. sæti af vinnufélögunum. Hann er búinn að missa 5 kíló núna!
í dag er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við fengum gesti, en Elvar vinnufélagi Ragga og konan hans ásamt dóttir þeirra kíktu á okkur í sveitina eins og þau orðuðu það. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki og var rosa gaman að spjalla við þau. Eftir að þau fóru kíktum við í Borgarhraunið þar sem Æsa María átti 4 ára afmæli í dag og fengum við nóg af pizzu að borða þar. Við kíktum svo á Valda og co. aðallega til að sjá hvað hann er orðinn myndalegur því hann er að láta taka tennurnar sínar í gegn og lítur ekkert smá vel út... Eftir að við komum heim kíktu svo Rósa og Jói á okkur sem er alltaf gaman:)
Takk fyrir daginn gott fólk...