Wednesday, December 23, 2009

Gleðileg jól

Maður er svo mikill grallari og fátt er skemmtilegra en að hoppa og skoppa út um allt.

Skreyta jólatréð:)

Erfitt að láta kertin brenna þegar einn lítill vill bara blása aftur og aftur á þau...

Desember pistilinn loksins kominn:) Við erum búin að hafa mikið að gera í þessum mánuði. Lífið er búið að einkennast af því að við fjölskyldan hittumst á morgnana og svo fór ég í skólann, Ísak Andri á leikskóla og Raggi í vinnu. Ég kom svo yfirleitt heim seint á kvöldin þar sem ég gerði lítið annað í desember en að læra. Raggi var sama sem einstæður faðir og þeir feðgar voru að gera hitt og þetta skemmtilegt saman:)
Ísak Andri er rosalega ánægður á leikskólanum og það er mikill þroski í gangi hjá honum. Farin að tala svo mikið og bara orðinn svo stór allt í einu...
Nú er ég bara að bíða og vona að ég komist í gegnum klásusinn en ég fæ að vita það 8. janúar. Mér gekk bara vel á heildina litið og vona að allur lærdómurinn skili sér:)
Nú er bara að njóta hátíðanna og hitta fjölskyldu, vini og borða góðan mat. Það verður gaman að fylgjast með Ísak Andra þessi jól því hann er voða spenntur fyrir jólatréinu og öllum pökkunum.

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og vonum að allir hafi það sem best.
Bestu kveðjur. Ósk, Raggi og Ísak Andri.