Tuesday, December 30, 2008

Ekkert smá gaman!
Opna pakka:)

Ákvað að vera rosa dugleg og setja inn blogg fyrir gamlárs líka:)


Við erum búin að hafa það rosalega gott yfir hátíðarnar. Erum bara búin að vera með fjölskyldunni, borða og hafa það gaman:) Eins og flestir aðrir vona ég. Við kíktum líka eitt kvöldið inn í Njarðvík til Elvars og Elvu að spila og það var rosa gaman.


Ísak Andri var ekkert smá sætur á aðfangadag með bindi og í vesti yfir skyrtuna sína. Bindið var reyndar fjarlægt þar sem það var ekki vinsælt hjá litla manninum. Hann var pínu pirraður fyrri part kvölds en þegar hann var búinn að borða og við vorum komin langt með pakkana þá varð hann svona líka kátur og hló og hló! Við opnuðum flesta pakkana enda hafði hann meiri áhuga á pappírnum og kössunum en dótinu sjálfu á þessum tímapunkti. Hann opnaði samt aðeins líka. Svo er hann hæst ánægður að vera kominn með svona mikið smábarnadót og að við séum búin að losa hann við þetta ungbarnadót sem var algerlega hætt að vera spennandi. Ísak Andri fékk líka eitthvað að fötum og erum við hæstánægð með allt sem hann fékk, og auðvitað með gjafirnar okkar líka.

Núna hlökkum við bara til morgundagsins og óskum við ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla. Takk fyrir að fylgjast með okkur og litla prins hérna á blogginu:)

3 comments:

Anonymous said...

hahahahahahahahahah já haha hann er algjör snilli þessi litli gullmoli..hlakka ekkert smá til þegar hann verður 1.árs,fullt af pökkum og kanski verður hann farinn að labba :) ENÍVEIS hehe love you

Anonymous said...

hæ sæti við þökkum fyrir komuna í gær alltaf gaman að fá svona sætan strák í heimsókn vonandi sjáumst við bara fljótlega aftur kveðja Rósa, Emilía 'Osk og Júlía Björk

Anonymous said...

hæ sæti við þökkum fyrir komuna í gær alltaf gaman að fá svona sætan strák í heimsókn vonandi sjáumst við bara fljótlega aftur kveðja Rósa, Emilía 'Osk og Júlía Björk