Monday, December 31, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Jæja verður maður ekki að setja inn stutta færslu svona rétt fyrir áramót...
Ég er bara búin að vera með eitthvað kvefslen í mér undanfarna daga og ekkert upp á mitt besta, en vonandi verð ég nógu hress til að njóta kvöldsins. Við Raggi ætlum að borða heima hjá Valda og Ingu og ætlar Raggi að elda kalkúninnn sem verður líklega ótrúlega góður eins og allur matur sem hann gerir. Ég verð að viðurkenna það að ég er rosalega góðu vön og ég veit ekki hvað verður í matinn þega hann verður ekki heima og ég ein með börnin okkar, pyslur eða samlokur, neinei ég bjarga mér held ég, eða kíki bara til mömmu hehe...
Annars er ég bara þakklát fyrir árið 2007. Ég kynnist fullt af yndislegu fólki við það að fara að vinna í lóninu. Ég eignaðist vinkonu sem ég á vonandi eftir að halda sambandi við fram á elliár:) Ég kynntist fjölskyldu og vinum betur. Ég fór að stunda meiri hreyfingu hlakka rosalega til að fara að hreyfa mig almennilega aftur. Við fórum til spánar og eyddum mestum hluta ferðarinnar með Guðrúnu Helgu og Yngva sem var frábært, þið eruð æði.
Stærstu atriðin árið 2007 eru tvö!! Við Raggi giftum okkur og svo auðvitað varð ég ólétt... Þetta er nú eitthvað sem hefur ekki farið fram hjá fólki:)
Ég vona að árið 2008 verði líka frábært sem er nú varla ólíklegt þar sem lítill engill er að fara að koma í heiminn og gera okkur að foreldrum:)
Væmnin hættir núna held ég:)
Við þökkum ykkur vinum og fjölskyldu fyrir skemmtilega tíma á liðnu ári og hlökkum til að hitta ykkur á því næsta!! Gleðilegt ár!
Að lokum ætla ég að setja inn mynd af okkur sem mér finnnst ógeðslega flott. Hún er frá árshátíð Bláa lónsins frá því í byrjun febrúar. Hálendingurinn og Glingló!

Sunday, December 23, 2007

GLEÐILEG JÓL

Prófin búin, gekk ágætlega en var ekki mjög sátt við seinasta próf hjá mér. Það kemur í ljós hvernig það fór. Ég ætla ekki að hafa áhyggjur af því núna.
Rosalega líður tíminn hratt... Já það er komið að jólum.
Við vorum að koma heim frá því að sjá um hina árlegu skötuveislu fyrir Þorbjörn-Fiskanes ásamt tengdó. Þetta var mjög fínt og kemur manni í jólaskap. Við erum svo á leiðinni í Reykjavík þar sem það á alltaf eftir að gera eitthvað smotterí.
Ég ætla ekkert að vera með einhverja langloku núna en vildi setja inn nokkur orð svona fyrir hátíðina:)
Gleðileg jól öll sömul og hafið það rosalega gott.
Elsku Himmi, Steini, Eggi og yndislega fjölskyldan mín sem þeim fylgja, Ég sakna ykkar og vona að þið njótið jóla og áramóta þar sem þið eruð. Ég hlakka til að hitta ykkur!
Kærar kveðjur, Ósk, Raggi, bumbubúi og Neo.

Monday, December 17, 2007

Jæjajæja

Ég ætla bara að setja inn stutta færslu þar sem ég er ekki alveg með einbeitingu í að læra. Það er að styttast í þetta en ég er orðin svolítið spennt fyrir jólunum og nenni ekkert að vera að standa í þessum próflestri. Svo finn ég alveg fyrir muninum á því að vera í prófum þegar maður er óléttur. Ég hélt að það yrði enginn munur en sannleikurinn er sá að maður þarf að taka sér fleiri pásur og hugsa betur um bakið. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að því. En ég hef nokkra daga til að breyta því.
Hugsar maður ekki hvort sem er oftast betur um aðra en sjálfan sig. Spurning um að fólk breyti því þar sem maður sjálfur er nú frekar mikilvægur einstaklingur:)
Annars erum við Raggi að fara að setja upp jólatréið í dag eða á morgun sem staðfestir að jólin eru alveg að koma:) Maður er stundum eins og lítið barn, sem er mjög gott bara. Maður verður helvíti leiðinlegt gamalmenni ef maður varðveitir ekki barnið í sjálfum sér (stolin setning)...
Ég ætla að láta fylgja með mynd af kökunni sem Raggi gerði fyrir skírnina hjá Hildi og Bergvin. Mér finnst þessi kaka auðvitað rosalega flott þar sem mér finnst maðurinn minn mjög hæfileikaríkur bakari! Hann var líka svo myndalegur að baka handa mér smákökur um helgina. Ég var farin að kvarta fyrir því að þetta væri frekar hallærislegt, engar jólakökur á heimili bakara:) En það er greinilega hlustað á mann.
over and out...

Saturday, December 15, 2007

Brjálað veður...


Já það er búið að vera svolítið hvasst á Íslandinu. Ég man ekki eftir að það hafi verið stormviðvörun svona marga daga síðan ég var bara lítil, eða minnið mitt er eitthvað gatað, hver veit:)
En að minnsta kosti þá fór grindverkið okkar hér bakvið til fjan.... ég var ein heima þar sem Raggi var að vinna í bænum og ég fékk bara björgunarsveitina til að koma og festa þetta fyrir mig svo grindverkið færi ekki alveg og tæki skúrinn okkar með. Kannski smá ýkjur en... Það mættu alveg 6 menn hingað til að redda þessu. Svo þegar Raggi kom heim fór hann að redda jólaskrautinu okkar sem var úti í garði.
Annars er það að frétta að ég er búin með 2 próf og gekk bara ágætlega. Einkunnirnar skila sér líklega ekkert fyrr en í fyrsta lagi milli jóla og nýárs eða jafnvel bara eftir áramót. Þá er bara eitt próf eftir sem er fimmtudaginn 20. Og þá er hægt að fara að hlakka almennilega til jóla í nokkra daga og stússast eitthvað með ekkert samviskubit og slappa líka af:)

Sunday, December 9, 2007

Litlu Jólin


Í gærkvöldi héldum við stelpurnar í saumaklúbbnum (nafnlausa) upp á litlu jólin. Allar tillögur um nafn á klúbbinn eru vel þegnar og teknar til skoðunar:)
Þetta var rosalega gaman. Við byrjuðum á að mæta til Söru og Kobba milli hálf 8-8. Kallarnir mega vera með á litlu jólunum. Jói hennar Rósu komst þó ekki þar sem hann var á sjó.
Það var byrjað á því að fá sér dýrindismat sem kom úr öllum áttum. Kjötið og sósan a la Sara og Kobbi, salat frá Rósey, kartöflur frá þykkv.. nei Rósu meina ég:) og svo voru auðvitað drykkjarföng af mismunandi tagi fyrir okkur öll. Gosið var sett í ábyrgð þeirra sem geta ekki eldað, hehe smá skot. Hún kann víst að elda. Lov you:) Svo var eftirréttur sem búin var til af henni Guðrúnu Helgu. Við Raggi vorum stikkfrí frá því að koma með nokkuð...
Eftir að allir voru orðnir rosalega saddir eftir þessa yndislegu máltíð settumst við niður og opnuðum jólapakka frá leynijólasvein. Allar vorum við held ég mjög ánægðar með gjafirnar okkar. Ég gaf Rósu og fékk pakka frá Sigurbjörgu.
Nú svo var planið að skemmta sér frameftir og einhverjir eru líklega þunnir í dag. Við Raggi sleppum auðvitað við þann pakka:)
Við hjónin (Er að venjast því að segja þetta, finnst hjón eiga við eldra fólk) vorum því miður ekki lengi þar sem Raggi þurfti að mæta í vinnu í nótt og ég að vakna snemma til að halda áfram í lærdómi. Fyrsta prófið mitt er í fyrramálið og er það Saga sálfræðinnar. Held bara að ég sé í ágætismálum í þessu fagi:) Tók mér pásu til að henda þessu hér inn svo það sé nú eitthvað til að skoða á þessarri síðu...
Við stelpurnar þurftum aðeins að fíflast því það er alltaf svo gaman hjá okkur. Held við reynum bara allar að komast inn í ANTM í næstu umferð. Má ekki annars vera búin að eiga barn? Við erum allar svo sætar!



Takk kærlega fyrir kvöldið!!
P.s. Endilega látið mig vita ef ykkur er illa við að ég sé að setja myndir af ykkur inn:)

Thursday, December 6, 2007

3D SÓNAR

Við fórum í þrívíddarsónar í morgun og var það alveg æðislegt!
Fyrst var litli kútur ekkert á því að láta sjá framan í sig og við vorum ekkert ánægð með þá þrjósku. En eftir að hafa verið ýtt til og frá þá vaknaði maður og hreyfði sig svo foreldrarnir gætu stoltir fengið að sjá mann:)
Ég held að hann líkist bara pabba sínum, sé allavegana með þessar kissulegu varir sem Raggi er þekktur fyrir. hehe...
Gæðin á þessum myndum eru ótrúleg og var ég rosa fegin að það að fylgjan sé framan á hjá mér hafi ekki eyðilagt fyrir.
Okkur hlakkar nottla bara enn meira ef það er hægt að fá að halda á þessu kríli og sjá hann með berum augum.


Litli guttinn okkar er sko rokkari! Þessi mynd er bara snilld. Greinilega töffari hér á ferð:) Það má svo sjá fótinn þarna líka...


Jæja þá er þetta gott í dag. Verð að vera skynsöm og halda áfram að læra.
Endilega kvittið, ég er búin að laga það þannig að allir geta kvittað núna.
Bestu kveðjur, stolta mamman.

Wednesday, December 5, 2007

bumbulína skrifar

Bumbulínan Ósk. 29 vikur og á leið í 3D sónar í fyrramálið...


Það er nú ekki margt að frétta af okkur. Ég er í próflestri og er bara nóg að gera í því að lesa. Svo er Raggi að vinna.
Heilsan mín er bara fín, ætla ekkert að vera að kvarta. Samt skrýtið að upplifa allt sem fylgir því að vera ólétt. Það er svo margt sem breytist og er það bara gaman að upplifa þetta. Er til dæmis oft að reka bumbuna í þar sem hún hefur aldrei verið svona stór áður:)
Við erum búin að skreyta allt hjá okkur þannig að það er orðið rosa jólalegt. Allur jólaundirbúningur er að mestu leyti búinn og verður bara klárað þegar ég er búin í prófum sem er þann 20. Þá er það bara göngutúr með jólakort og að pakka inn gjöfum og einhver svoleiðis skemmtilegheit.
Þetta verða samt frekar skrýtin jól. Maður er orðinn þokkalega vanur því að vera án Himma og fjölskyldu en núna eru Steini og fjölskylda úti og Eggi bró líka.
En ég ætla ekkert að hafa þetta lengra.
bæjó...

Thursday, November 22, 2007

Halló!!

Langt síðan við settum eitthvað inn seinast.
Síðan þá hefur margt gerst.
Á jónsmessu skokkaði Ósk 10 km. með Svövu mágkonu og afrekaði að klára án þess að labba! Bæti tímann á næsta ári.
Við erum orðin gift hjón. Það er æðislegt:)
Við eigum von á barni væntanlegt í heiminn 19. febrúar:)
Raggi er komin í nýja vinnu sem bakari á hótel Loftleiðum.
Ósk er búin með BA ritgerðina og er að myndast við að klára seinustu áfanga námsins.

Allt er í góðum gír bar hjá okkur og erum við voða spennt fyrir komandi ári þar sem margt mun breytast hjá litlu fjölskyldunni á Arnarhrauni 10.

Wednesday, May 23, 2007

Jæja ég fór til Svans í gær og er bara þokkalega ánægð með árangurinn. Bætti mig síðan síðast, sem er mjög gott og nú ætla ég ekki að detta í eitthvað rugl aftur. Var líka að átta mig á að brúðkaupið er eftir tæpar 9 vikur eða 2 mánuði rúmlega. Maður tekur þetta með trompi núna. Svanur þú kannski kemu rtölum áleiðis. Og þú mátt endilega segja mér breytinguna á BMI og fituprósentu. spurði þig ekkert að því...
En já það er mikið að gera hjá mér en ég er samt að finna mér tíma til að æfa. Ég skokkaði/labbaði rösklega til skiptis í vinnuna í dag. helvíti ánægð bara. Í fyrramálið er ég að fara að hjóla í vinnuna. Mér líður rosalega vel að vera að hreyfa mig svona:)
skrifa meira um helgina þegar ég er komin í frí. eða ekki frí. Raggi er að úrskrifast á föstudag, við ætlu mað taka krakkana Steina og Grace í bæinn á laugardag og leyfa þeim svo að gista, sem var löngu búið að lofa. svo kannski slappar maður af á sunnudag:) það er flott plan held ég bara.
Og já ég er farin að sjá fyrir endann á BA ritgerðinni þar sem við vorum að skila inn stórum hluta og ætlum að skila ritgerðinni vonandi eftir circa 3 vikur. jibbí. allt að gerast.


Góða nótt, kveðja bjartsýna Ósk!

Wednesday, May 16, 2007

Ég er bara að skrifa núna af því það er svo langt síðan síðast...
Hef bara gaman af því að æfa og er að nenna þessu, sem er eitthvað sem ég hef ekki gert þegar ég hef verið að fara í átök. Þetta er bara gaman og mér finnst gaman að gera æfingarnar mínar úti. Sjá árangur af erfiðinu. Þegar maður sér til dæmis hvað maður er búin að skokka langt þá verður maður svo ánægður með sig. Eitthvað sem hlaupabretti getur ekki gert fyrir mann... Mamma spurði mig í dag hvort ég væri alltaf að leggja af, fannst ég búin að grennast greinilega. Ég er samt ekki að léttast, en líkaminn er greinilega að breytast eitthvað.
Skrifa meira næst.
Farið vel með ykkur. Kv. Ósk

Tuesday, May 8, 2007

sumarið er komið

Það er svo gott veður núna að maður getur ekki annað en verið í góðu skapi. Loksins er gott veður... Ég er heima í dag að vinna í inngangnum á ritgerðinni og þá get ég gert ýmislegt annað þar sem maður er svolítið laus, Vinn þá meira í kvöld bara. Vigtin mín sýnir 65.5 sem er kílóa aukning. Ég vil alls ekki meina að ég sé að bæta á mig engu öðru þá en vöðvum því ég er ekki feitari allavega. Samt fúlt. Ég næ líklega 6 æfingum fyrir föstudag áður en ég hitti Svan. Helgin setti smá strik í reikningin þar sem ég var að vinna og var bara búin á því það var svo mikið að gera.
Skrifa aftur í vikunni.
Kveðja Ósk úr sólinni!

Thursday, May 3, 2007

Ég á afmæli í dag!

Hvað er betra en að vakna snemma á afmælisdaginn og fara út að hlaupa? Ég gerði það allavegana og það var rosa gott. Ég er svo á leiðinni í lónið með mömmu þar sem við erum að fara í nudd. Ég áhvað að bjóða henni þar sem hún á það alveg skilið.
Ég er búin að fá 3 afmælisgjafir. Mynd frá Habba, kertastjaka frá Söru og svo frá Ragga...
Já ég fékk þetta flotta mótórhjól og er svaka gella á því:)

Já og til að hrósa mér meira þá hitti ég Þórey vinkonu mömmu áðan og hún hafði orð á því að ég hafi grennst:) Gaman að því.
Ég skrifa aftur eftir helgi...
Ætla að eiga frábæran dag! Kveðja Ósk.

Friday, April 27, 2007

hæhæ. Ég er komin með eina æfingu af planinu í þessarri viku. En svo labbaði ég í vinnunna í gær. Held það séu 6 km. Við löbbuðum tvær saman og við vorum í klukkutíma. Það tók lúmskt á skal ég segja ykkur en rosalega vorum við ánægðar með okkur þegar við mættum ferskar efir sturtuna í miðasöluna og allir voru með koddafarið í andlitinu. Þannig að tæknilega séð er ég komin með tvær æfingar... Svo er ég að fara í fyrramálið líka.
Matarræðið gengur betur líka þannig að allt er uppleið hjá mér nema vigtin. Hún sýnir 64.5 sem eru mínus 700gr. frá því síðast. Mig minnir allavegana að hún hafi sýnt 65,2 þá:)
Skrifa næst á sunnudag líklegast.
Góða helgi og góða nótt!

Friday, April 20, 2007

Gleðilegt sumar!!

Já nú er komið sumar, sem er frábært...
Ég er bara búin með eina æfingu núna og næ líklega 2 í þessarri viku. Raggi er ekki búinn að fara.
Mér gengur illa að halda matarræðinu en skal takast það samt sem áður.
Ég er að æfa núna í lækningarlind í Bláa lóninu, þar sem Helgarsport kortið mitt rann út. Það er mjög fínt og við ætlum að reyna að fara tvær saman fyrir vinnu og keyra saman. þetta er lítil og fín aðstaða. svo get ég reynt að fara úti líka þegar það er gott veður þar sem það er komið sumar:)
Vonandi hafið þið það gott.
Kyssið litlu frændsystkinin mín frá mér. og hvort annað bara líka:)
góða nótt.
Kveðja, ein þreytt úr vinnunni.

Sunday, April 15, 2007

HÆHÆ

Við Raggi fórum í smá rómantík á fööstudag. Keyrðum á stokkseyri og fórum að borða á fjöruborðinu. Fengum okkur æðislegan humar... Svo fórum við á hótel eldhestar og gistu meina nótt og skelltum okkur síðan á hestbak í gær. Ekkert smá gaman. Þegar við komum til baka kíktum við með Neo, Bangsa og Karel Geir út á skeljartanga. Nóg að gera...
set inn myndir í kvöld. Ég nefninlega gleymdi að blogga í gær, var svo þreytt:)
Af æfingum að frétta tókst mér að taka eina, er ekki nógu ánægð með það. Og Raggi fór ekkert. Vigtin sýnir 65 kg hjá mér en ég set inn fyrir Ragga í kvöld. Veit ekki með hann...
Annars fínt að frétta og ég vona að ég nái 4 æfingum í þessarri viku. Búin að hlaða batteríin ágætlega.

Sunday, March 18, 2007

Við í 50 ára afmæli mömmu Ragga 17.03.07

Friday, February 2, 2007

Æfingarprógram fyrstu 12 vikurnar


Smellið á myndina til að sjá hana í fullri stærð.