Tuesday, December 23, 2008

Gleðileg Jól

Alltaf gaman að standa allstaðar og tromma:)

Ákvað að henda inn einni færslu svona rétt fyrir jól. Við Ísak Andri erum bæði búin að ná okkur í ælupestina, sem betur fer kannski því hún er liðin hjá. Ótrúlegt hvað þessar pestir eru stutt að ganga yfir. Þannig að það er ágætt að koma því bara frá...

Annars er fínt að frétta. Í dag er planið að leggja lokahönd á jólastúss. Fara með kortin sem ég er að klára að skrifa. Svo erum við að fara í Njarðvík með pakka og svo er það nottla að þrífa þar sem ég var ekki í standi til þess í gær. Nóg að gera og svo er bara aðfangadagur á morgun. Ekki líður mér samt þannig. Tíminn líður allt of hratt. Finnst eins og það hafi verið í gær sem við vorum að tala um að við yrðum með 10 mánaða gutta eftir ár á jólunum. Og nú er það bara að gerast! Hann Ísak Andri er ekkert svo mikið í jólatréinu og við erum með pakka á gólfinu sem hann lætur í friði. Merkilegt það. Hann labbar meðfram öllu og fer í flest allt sem má ekki:)
Gleðileg jól öllsömul og hafið það rosalega gott:)

4 comments:

Anonymous said...

Vá hvað ég er sammála þér...síðustu jól gat maður ekki beðið eftir næstu jólum því þá væri maður komin með barn og svona...svo er þetta bara að gerast. Eins og einhver sagði...the future can only stay as the future for so long!

Gleðileg jól :)
Elva og co.

Anonymous said...

Vá hvað ég er sammála þér...síðustu jól gat maður ekki beðið eftir næstu jólum því þá væri maður komin með barn og svona...svo er þetta bara að gerast. Eins og einhver sagði...the future can only stay as the future for so long!

Gleðileg jól :)
Elva og co.

Anonymous said...

Já ég er algerlega sammála ykkur báðum með þetta.. hehe.. En svona er þetta fljótt að líða þegar maður hefur gaman :) og ekki annað hægt með svona yndisleg kríli :D

Vildi bara oska ykkur gleðilegra hátíðar og farsældar á nýju ári.

Hittumst kannski eitthvað með strákana á komandi ári.. :D

Kveðja Anna Lilja

Ósk og Raggi said...

Já tíminn flýgur frá manni.
Anna Lilja: Takk og gleðilega hátíð sömuleiðis...