Friday, December 12, 2008

Jólin koma:)


Það er fínt að frétta héðan.

Ég er að læra og Raggi alveg að fara að vinna uppi í lóni aftur. Þessi mánuður er gjörsamlega búinn að hverfa frá okkur...

Maður er bara í jólaskapi. Get ekki beðið eftir þriðjudeginum og komist í jólafrí. Er annars búin að kaupa allar jólagjafir og það er ekki mikið eftir sem við þurfum að gera fyrir jól. Ætla að kíkja með Elvu vinkonu í bæinn eftir próf að klára það sem þarf:) Það verður örugglega gaman með brjálæðingana okkar báða með okkur, hehe.

Við fórum með Ísak Andra í fyrsta skipti í göngutúr á snjóþotu áðan. Það var bara sætt að sjá hann í þotunni. Sat bara og brosti. Tókum nú ekki stóran hring en þetta var rosa gaman. Alltaf gaman að gera allt í fyrsta skipti. Maður fær að vera barn aftur þegar maður eignast börn því þá gerir maður allt sem maður gerði þegar maður var lítill. Það á eftir að vera gaman að leika sér við hann. Þetta er æðislegt. Já og til að vera samkvæm sjálfri mér þá verð ég að setja inn hvað hann er orðinn stór strákur. Hann er orðinn 8.6 kg og 72.7 cm. Fylgir sinni kúrfu og læknirinn sagði að hann væri rosa flottur eins og vanalega. Hann er heilsuhraustur strákur. Svo er þriðja tönnin komin og skapið eftir því, hehe. Og maður er bara farin að labba meðfram og standa einn í smá stund einstaka sinnum. Þetta gerist allt of hratt! Hann er orðinn svo stór sæti strákurinn okkar:)
Svo er bara jólasaumaklúbbur í kvöld. Ég er búin að bíða lengi eftir því og hlakka ekkert smá til. Við borðum saman góðan mat. Allir fá pakka og svo verður bara sjallað, spilað og fengið sér í glas og svona fínerí. Unnur Perla ætlar að vera svo æðisleg að passa fyrir okkur svo við getum farið og skemmt okkur með vinum okkar. Það verður örugglega bara gaman:)
Jæja ætlaði bara að henda inn smá línu fyrir þá sem lesa bloggið. Ætla að halda áfram að lesa svo ég geti tekið frí seinni partinn með hreina samvisku...

3 comments:

Anonymous said...

Hæhæ. altaf sætur,já Ósk þú ert ekkert smá dugleg að vera búinn að gera flest allt, ég á allt eftir :/ sé ykkur í kvöld. knús á ykkur

Anonymous said...

jæja ákvað að kvitta núna.. En já takk fyrir síðast ósk mín og takk æðislega fyrir mig. Þetta var sko bara gaman. En jólin fara víst að koma og er ég ekkert smá feigin að vera í sömu sporum og þú og vera búin að flestu, það er bara næs tilfinning. En Gangi þér vel það sem eftir er af prófum og lestri. Kv Sara

Anonymous said...

Hæ sætu takk fyrir síðast og gangi þér vel á þriðjudaginn 'Osk mín kveðja Rósa Kristín