Wednesday, June 10, 2009

Júní...

Á leiðinni í hjólatúr:)

Maður er alltaf að brasa eitthvað eins og þetta til dæmis

Sætastur í sumarbústað

Og koma svo, ég get bara ekki hætt.
Við byjuðum júnímánuðinn á því að fara í bústað. Elva, Elvar og Rúnar Óli voru með okkur og það var rosalega gaman. Strákarnir voru voða góðir og við spiluðum og fórum í pottinn. Ég vann öll spil enda afburðagáfuð, hahaha og við Elva fórum á kostum og rústuðum strákunum!!
Við erum að njóta þess að vera heima með Ísak Andra en við þurfum líklegast að setja hann svo til dagmömmu hér þar til hann kemst inn á leikskólann sem er hér í götunni. Hann er nr. 3 á biðlista þannig að maður veit aldrei hvenær hann kemst inn.
Ég bíð spennt eftir skólanum í haust og er alltaf að verða spenntari. Finnst rosalega gaman að vinna vinnuna mína þó að það sé ekki alltaf gaman að hún sé á nóttinni. Það hentar samt ótrúlega vel. Finnst ég hafa hellings tíma til að vera með strákunum mínum og við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara út að labba og hjóla til dæmis... En ég er að ná að sinna áhugamálinu mínu mjög vel í vinnunni en ég er alltaf að prjóna á nóttinni á milli þess sem ég vinn fyrir laununum mínum:)
Við kíktum í Grindó um sjómannahelgina og það var rosalega gaman:) hittum fullt af góðu fólki og alltaf gaman að þessari helgi. Svo erum við að fara að kíkja aftur á morgun þar sem Raggi er að fara að gefa smakk fyrir brúðartertu og það hentar mjög vel þar sem Valdi kemur heim á morgun frá Norge og ég næ að hitta hann eftir langan tíma.
Í stuttu máli sagt líður okkur mjög vel og erum bara eins hamingjusöm og við getum verið á krepputímum:) Næsta mál á dagskrá er að borða betur og hreyfa sig meira... Nenni ekki að allir haldi að við séum bæði að ganga með barn bara út af "smá" maga, hehe!
Núna er skylda að kvitta, koma svo...
Ástarkveðja úr Voginum , Óskin.

maí...

Klappa fyrir því hvað maður er duglegur...

Mamma hjálpa

Sætastur

Já þá er um að gera að skella inn færslu. Var víst búin að lofa að vera virk í þessu og þá verð ég að standa við það:)
Við fluttum í bæinn, nánar tiltekið Gravarvoginn i byrjun maí. Það var flutt inn og komið sér þokkalega fyrir og svo var maður bara með kökur og fínerí á boðstólum þann 3. þar sem kella varð 26 ára gömul... Það var voða gaman að fá fólk í heimsókn og er alltaf þannig að þið þarna sem eruð ekki búin að kíkja þá er ekki nema 45 mínútur verið að keyra hingað frá Grindavík og margt hægt að gera í ferðinni:) Ég sakna svolítið fólksins í sveitinni en að öðru leyti þá á mun betur við okkur að búa í bænum. Við fundum það strax að við erum bara Reykjarvíkurfólk. Ekki að það sé eitthvað slæmt að vera suðurfrá... Við erum hæstánægð hér í lítilli íbúð. Enda er það fólkið sem maður er með en ekki staðurinn sem skiptir máli. Erum búin að koma okkur vel fyrir núna en það er búið að taka smá tíma enda við Ísak Andri búin að verða tvisvar veik síðan við fluttum. Ekki tengist það samt loftinu hér svona fyrir þá sem ætluðu eitthvað að benda á það, hehe:)
Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og lét ég fylgja með myndir af okkur að gefa öndunum brauð. Ísak Andra fannst það æðislegt og var þvílíkt kátur. Fékk sér aðeins að borða líka svona til að athuga hvort við værum ekki að gefa þeim almennilegt brauð:)