Wednesday, June 10, 2009

maí...

Klappa fyrir því hvað maður er duglegur...

Mamma hjálpa

Sætastur

Já þá er um að gera að skella inn færslu. Var víst búin að lofa að vera virk í þessu og þá verð ég að standa við það:)
Við fluttum í bæinn, nánar tiltekið Gravarvoginn i byrjun maí. Það var flutt inn og komið sér þokkalega fyrir og svo var maður bara með kökur og fínerí á boðstólum þann 3. þar sem kella varð 26 ára gömul... Það var voða gaman að fá fólk í heimsókn og er alltaf þannig að þið þarna sem eruð ekki búin að kíkja þá er ekki nema 45 mínútur verið að keyra hingað frá Grindavík og margt hægt að gera í ferðinni:) Ég sakna svolítið fólksins í sveitinni en að öðru leyti þá á mun betur við okkur að búa í bænum. Við fundum það strax að við erum bara Reykjarvíkurfólk. Ekki að það sé eitthvað slæmt að vera suðurfrá... Við erum hæstánægð hér í lítilli íbúð. Enda er það fólkið sem maður er með en ekki staðurinn sem skiptir máli. Erum búin að koma okkur vel fyrir núna en það er búið að taka smá tíma enda við Ísak Andri búin að verða tvisvar veik síðan við fluttum. Ekki tengist það samt loftinu hér svona fyrir þá sem ætluðu eitthvað að benda á það, hehe:)
Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og lét ég fylgja með myndir af okkur að gefa öndunum brauð. Ísak Andra fannst það æðislegt og var þvílíkt kátur. Fékk sér aðeins að borða líka svona til að athuga hvort við værum ekki að gefa þeim almennilegt brauð:)

No comments: