Wednesday, June 10, 2009

Júní...

Á leiðinni í hjólatúr:)

Maður er alltaf að brasa eitthvað eins og þetta til dæmis

Sætastur í sumarbústað

Og koma svo, ég get bara ekki hætt.
Við byjuðum júnímánuðinn á því að fara í bústað. Elva, Elvar og Rúnar Óli voru með okkur og það var rosalega gaman. Strákarnir voru voða góðir og við spiluðum og fórum í pottinn. Ég vann öll spil enda afburðagáfuð, hahaha og við Elva fórum á kostum og rústuðum strákunum!!
Við erum að njóta þess að vera heima með Ísak Andra en við þurfum líklegast að setja hann svo til dagmömmu hér þar til hann kemst inn á leikskólann sem er hér í götunni. Hann er nr. 3 á biðlista þannig að maður veit aldrei hvenær hann kemst inn.
Ég bíð spennt eftir skólanum í haust og er alltaf að verða spenntari. Finnst rosalega gaman að vinna vinnuna mína þó að það sé ekki alltaf gaman að hún sé á nóttinni. Það hentar samt ótrúlega vel. Finnst ég hafa hellings tíma til að vera með strákunum mínum og við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara út að labba og hjóla til dæmis... En ég er að ná að sinna áhugamálinu mínu mjög vel í vinnunni en ég er alltaf að prjóna á nóttinni á milli þess sem ég vinn fyrir laununum mínum:)
Við kíktum í Grindó um sjómannahelgina og það var rosalega gaman:) hittum fullt af góðu fólki og alltaf gaman að þessari helgi. Svo erum við að fara að kíkja aftur á morgun þar sem Raggi er að fara að gefa smakk fyrir brúðartertu og það hentar mjög vel þar sem Valdi kemur heim á morgun frá Norge og ég næ að hitta hann eftir langan tíma.
Í stuttu máli sagt líður okkur mjög vel og erum bara eins hamingjusöm og við getum verið á krepputímum:) Næsta mál á dagskrá er að borða betur og hreyfa sig meira... Nenni ekki að allir haldi að við séum bæði að ganga með barn bara út af "smá" maga, hehe!
Núna er skylda að kvitta, koma svo...
Ástarkveðja úr Voginum , Óskin.

7 comments:

Unnur Perla said...

Ji minn eini, þvílíktr sætar myndir =) ótrúlega gaman að hitta ykkur um helgina =) love Unnsa og Frikki

Anonymous said...

Kvitt kvitt, þú gerir þetta bara með trompi begar þú byrjar hehe:)
Kv. Guðrún Helga

Anonymous said...

Kvitt kvitt, þú gerir þetta bara með trompi begar þú byrjar hehe:)
Kv. Guðrún Helga

Anonymous said...

kvitt kvitt flottar myndir bara sætur þessi snúlli :) en hva þú bara farinn að tileinka þér nikkið sem ég fann á þig :) en hafið það áfram gott kveðja Rósa

Anonymous said...

hæhæ og kvitt kvitt.... Loksins komið blogg hehe ég kíki alltaf reglulega hérna inn en ekkert blogg komið lengi ;) en gaman að heyra að allt gangi vel og vonandi heldur það áfram. Ísak Andri orðin ekkert smá stór og duglegur. tíminn alltof fljótur að líða !! hafið það gott kv Sara, kobbi og Hildur Harpa

Hilmar Kjartansson said...

jibbí...áfram með bloggheima...flottar myndir
kv. úr vetrinum á NZ

Anonymous said...

bara svona að kvitta fyrir innlitið:) alltaf gaman að lesa þegar það sem þú skrifar. verðum að fara að hittast. knús á ykkur. kv. Telma og Kara Mjöll