Thursday, February 24, 2011

Nýtt blogg væntanlegt...

Vildi bara láta ykkur vita að ég hef ákveðið að halda við síðunni og reyna að gera það reglulega svo allir geti fylgst með okkur...
Kem með pistil á næstu dögum og einhverjar myndir með:)
Nóg er að tala um þar sem síðasti pistill kom í ágúst eða 2 mánuðum áður en prinsessan fæddist sem þýðir að ég hef ekki komið með fréttir síðustu 6 mánuði!! Nú skal bætt fyrir það:)

Tuesday, October 5, 2010

Júlí og ágúst...

Í júlí fórum við á Akranes í dagsferð með Haffa, Vilborgu og Ronju vinum okkar. Fjaran þar er æði og gaman fyrir krakkana að leika sér. Mæli hiklaust með Langasandi. Fórum svo í sund þar líka og komumst að því að þar er fín sundlaug og rennibraut fyrir börnin:)

Sulla í vatninu á Húsavík
Stuð í pottinum
Saman í Kjarnaskógi
Ísak Andri að leika sér:)

Annars í júlí var helst í fréttum að við fórum í sumarfrí. Fórum seinnipartinn í frí í 4 vikur. Eða strákarnir voru í 4 vikur en ég aðeins styttra...
Af óléttunni að frétta þá leið mér vel og naut þess að vera ólétt að sumri til en ekki vetri eins og seinast:)
Fyrir utan allt það helsta sem maður gerði dag daglega þá fórum við í langt ferðalag. Byrjuðum á því að keyra norður á Akureyri og vorum það í 5 daga á tjaldsvæðinu. Það var rosalega gaman. Elva og Elvar vinafólk okkar var það í fríi með strákinn sinn hann Rúnar Óla og að við eyddum smá tíma með þeim, heimsóttum Kjarra afa í kirkjugarðinn og heimsóttum ætttingja. Við byrjuðum daginn alltaf snemma og eftir morgunmat fórum við í sund sem var ótrúlega gaman. Fengum fínasta veður, allavega ekki rok og rigning þannig að þetta var allt eins og best var á kosið:) Kíktum líka í kjarnaskóg og fleira skemmtilegt:)
Eftir Akureyri fórum við einn dag og nótt á Húsavík og heimsóttum Helenu og Jónas og börn. Það var rosalega gaman og Ísak Andri skemmti sér konunglega með frændsystkinum þar...
Nú þegar norðurferðinni var lokið brunuðum við suður í borgarfjörð á föstudegi verslunarmannahelgar. Þar fórum við í sumarbústað með Guðrúnu Helgu, Yngva og Jóhanni Grétari og vorum í viku. Það var líka rosalega gaman og notalegt. Vorum nú aðeins rólegri þar en tókum bíltúra í nágrenninu og eyddum tímanum í pottinum og kíktum í sund á Borganesi. Verðrið var ekki eins gott þá en við fengum helling af rigningu þar. Við bara gerðum gott úr því og það skemmdi ekkert fyrir neinu. Það var bara gaman hjá frændunum að leika sér og svo gátum við spilað og kjaftað eftir að þeir fóru að sofa á kvöldin:)
Á menningarnótt komu stelpurnar hans Valda bróðir í næturpössun og það gekk rosa vel. Allir ánægðir og krakkarnir sérstaklega:) Verð eiginlega að bæta því við hvað það var fyndið að fara með þrjú ljóshærð og bláeygð börn á aldrinum 2 til 5 ára og vera ólétt í þokkabót í sund. Fólk horfði alveg á okkur og einn maður spurði hreint út: Hvað eruð þið eiginlega með mörg börn?! Ekkert smá hissa á þessu liði sem kann greinilega ekki að nota varnir, hehe;)
Svo verð ég líka að setja inn mynd af því þegar Solla stirða kom í afmæli hjá Mörtu Rut vinkonu okkar... Það var ekki lítið vinsælt, en Ísak Andri var eiginlega bara feiminn við hana:)

Sunday, October 3, 2010

Júní

Horfa á Sollu Stirðu:)


Gaman að hafa eitthvað að gera á klóinun...

Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ætla samt að bæta upp fyrir að hafa ekki skrifað í allt sumar...
Í júní gerðist svosem ýmislegt hér á bæ... Alltaf nóg að gera:)
Ísak Andri hætti með bleiu í lok maí/byrjun júní og gekk það rosa vel:) Hann varð allt í einu svo stór strákur eitthvað á stuttum tíma.
Við fórum í Hafnarfjörð á 17. júní með Guðrúnu Helgu, Yngva og Jóhanni Grétari. Það var mjög gaman og nóg um að vera þar.
Svo fórum við í útilegu með Haffa, Vilborgu og Ronju. Það var mjög gaman. Fórum eina helgi á Hellu og Ísak Andra fannst ekkert slæmt að sofa í tjaldi.
Svo var auðvitað nóg um sundferðir og rólóferðir ásamt ölllu því sem okkur finnst gaman að gera saman:)
Mæðgin í útilegu:)

Friday, May 21, 2010

Jæja hér með bæti ég upp missi á bloggi seinustu mánuða og set inn fyrir maí, apríl og mars... Er ég ekki dugleg?? Hehe:)

Ísak Andri og Ronja með vatnsblöður í Húsdýragarðinum:)

Litli grallarinn minn. Klifrar ekkert smá hátt, rosa gaman:)

Benedikt og Unnar Freyr að leika við Ísak Andra:)

Sæta parið. Kara Mjöll og Ísak Andri komin í náttfötin, með duddurnar og bangasana sína:)

Þann 3. maí átti ég afmæli:) Jeij. varð 27 ára. Þakka fyrir mig gott fólk. Ekki leiðinlegt að fá afmælisgjafir, hihi... Það komu nokkrir ættingjar og vinir í heimsókn og var til kaka handa þeim sem auðvitað Raggi gerði fyrir mig.

Ásamt því að vera í próflestri reynir maður að eiga tíma með fjölskyldunni. Við eigum marga góða vini sem við reynum að hitta og leyfa krökkunum að leika sér. Við fórum í Fjölskyldu og húsdýragarðinn eina helgina með Haffa, Vilborgu og Ronju sætu:) Það var sko ekki leiðinlegt að sjá selina, lömbin og öll hin dýrin. Svo eru kastalarnir og leiktækin skemmtileg og okkur fannst öllum rosalega skemmtilegt. Alltaf gaman að eyða tíma með góðu fólki:)
Svo komu Svava og strákarnir hennar í heimsókn til okkar þegar hún var búin með prófin sín:) Ísak Andri var ekkert rosa hrifin af því að þeir væru að leika með dótið sitt en maður þarf að læra að deila. Það er stundum svolítið erfitt...

Telma, Svenni og Kara komu í heimsókn á afmælinu mínu og við fórum svo til þeirra stuttu seinna og borðum með þeim og spiluðum svo um kvöldið. Það var mjög gaman.
Við erum alltaf annað slagið í Grindavíkinn en ekkert rosalega oft og þá hefur maður yfirleitt bara tíma til að hitta fjölskylduna. Vonandi að maður hafi meiri tíma til að hitta vinina í sumar. Það verður samt nóg að gera hjá okkur eins og alltaf.

En núna eru prófin hjá mér búin og ég er að fara að vinna mína vinnu í Eirborgum. Verð reyndar ekki að vinna fulla vinnu en í staðinn er ég að fara að læra helling í sumar. Ætla nefninlega að fara aftur í hjúkkuna í haust þó ég sé að fara að eiga (ofvirk I know...:) Ætla því að læra í sumar þannig að ég sé eiginlega komin með þetta allt þegar barnið kemur í október og svo tek ég bara prófin í des. Er ekki að fara að læra mikið í október og nóvember með nýfætt kríli:) Er komin með stelpu til að kenna mér efnafræði þar sem það fag eyðilagði fyrir mér að komast í gegnum klausus...

Eftir helgi kem ég í Grindavík í 2 daga þar sem ég er að fara í prjóna- og saumaklúbb, 2 daga í röð. Hlakka til að hitta skvísurnar mínar þar sem það er orðið frekar langt síðan. Við Ísak Andri ætlum bara að skilja Ragga eftir í bænum þar sem hann þarf að vinna. Svo ætlar Elvan mín að bjóða mér á hamborgarafabrikkuna í næstu viku í tilefni þess að við erum báðar búnar með skólann og ég átti afmæli. Það verður pottþétt gaman. Þannig að nóg skemmtilegt hjá mér framundan:)

Lítið talað um Ragga greyið, hehe;) En hann er auðvitað að sinna sinni vinnu og duglegur að vera æðislegur við mig svo ég geti lært og þeir feðgar eiga góðan tíma saman á meðan. Reynum samt alltaf að eiga einhvern tíma saman sem er miklu auðveldara núna eftir skólann hjá mér. Erum líka farin að hreyfa okkur enn meira en vanalega og hugsa betur um heilsuna svo við getum verið að gera skemmtilega hluti sem lengst fram á elliár :)

En í Maí var það gærdagurinn sem stóð upp úr!
Fórum í vorferð með Ísak Andra og leikskólanum og það var æði:)
En fyrr um morguninn fórum við í 20 vikna sónar...
Allt leit eðlilega út og við fengum að vita að við eigum von prinsessu þann 6. okt:)
Ótrúlega spennandi að hugsa til þess:) Þurfum því að fara að hugsa mikið bleikt núna...

Apríl:)

Svanhvít Eva frænka kom og gisti hjá okkur. Það var rosa gaman og gekk alveg mjög vel.
Minn maður er alltaf eitthvað að grallarast og finnst ekkert smá gaman að far aí stígvélin sín og setja upp peninginn hans Ragga sem hann fékk þegar hann varð evrópumeistari nema í bakstri. Er bara að æfa sig fyrir sína gullpeningar:)
Við erum með æðislegan lítinn pall sem er notaður óspart. Þar er gaman að kríta og kasta vatnsblöðrum til dæmis:)
Ísak Andri með Pabba sínum í páskaeggjaleitinni í Borgarhrauninu...

Það er alltaf nóg að gera á þessum bæ:)
Byrjuðum mánðinn á páskunum. Það er alltaf rosa gaman þá. Ísak Andri fékk nú ekkert páskaegg í þetta skiptið enda vill hann ekki nammi. Nægur tími til að uppgvöta það. Annars finnst honum ís og gos alveg rosalega gott...
Heima í Borgarhraunuinu er alltaf farið og falið helling af páskaeggjum úti í garði fyrir krakkana að finna. Ísak Andri tók auðvitað þátt í því og fann 2 egg:) Ég fann líka eitt og held ég hafi misst mig aðeins í kátínu, hehe:)
Við byrjuðum í íþróttaskóla og það er ekkert smá gaman. Gott fyrir orkubolta eins og hann að hlaupa og hoppa um eins og brjálæðingur. Hann er svo duglegur þessi elska:)
Ísak Andri fékk líka frænku sína hana Svanhvíti Evu í næturgistingu og það var svaka stuð. Honum finnst ekki leiðinlegt að leika sér við hana...
Hann er farinn að leika sér svo miklu meira og er þroskinn meiri og meiri stundum á milli daga. Er farin að horfa á cats and dogs og skrímsli hf ásamt dýrunum í háldaskógi þannig að það er þrennt sem hann horfir á í sjónvapinu. En samt nennir hann því ekkert voða mikið sem er bara ágætt finnst okkur. Svo er maður líka farin að skoða meiri sögubækur en orðabækur og ótrúlegt hvað þessi orkubolti getur setið og hlustað á mann. Það er ótrúlega gaman... þar til maður er kannski búin með sömu bókina 100x því það er auðvitað allta uppáhalds bókin sem þarf að lesa aftur og aftur, hehe:) Hann er sko með sterkar skoðanir á hlutunum og er mjög ákveðinn ungur maður...
Við reynum alltaf að vera dugleg að gera hitt og þetta og erum úti við þegar það er gott veður og förum reglulega í sund...
En það er nóg að gera í skólanum og er próf í lok apríl sem ég þarf að læra mikið fyrir. Þannig að um miðjan mánuð var ég komin í próflestur á fullu. Fórum samt á Faust sýninguna við Raggi með Óla og Kiddý, og Haffa og Vilborgu. Fengum okkur gott að borða og spiluðum líka. Þetta var rosa skemmtilegt kvöld og sýningin var hreint mögnuð.
Ég missti samt af fyrstu sumarbústaðarferð saumaklúbbsins út af skólanum en mæti sko á næsta ári og bæti upp fyrir það. Þá verð ég líka ekki ólétt og get kannski vakað lengur en tilk 12, segi svona;) Heilsan er góð. Þreyta sem hefur hrjáð mig er farin og þá er svosem ekkert sem angrar mig.
Hreyfingar eru komnar hjá krílinu sem er væntanlegt 6. október, en það er afmælisdagur Telmu vinkonu minnar:)
Jæja þá er komið að mars mánuði sem er styttir, man ekki svo langt aftur:)

Mars!

Með Evu Maríu og Helenu á rólónum sem er rétt fyrir neðan íbúðina okkar:) Alltaf gaman að fá þær í heimsókn...

Við hittum Jóhann Grétar alltaf reglulega og það er rosa gaman. Ísak Andri er svo stór og finnst gaman að leika við einhvern minni. Svaka stuð að keyra saman á bílnum:)
Gaurinn á flotta trampolíninu sínu sem er ekki lítið notað. Þetta er á afmælisdaginn:)

Þá er mars upprifjun :)
Takk allir fyrir komuna í afmælið hans Ísaks Andra og pakkana handa stráknum.
Afmælið var rosa skemmtilegt. Komu MJÖG margir og það var sko fjör.
Ísak Andri alltaf að taka út mikinn þroska og farin að tleja upp á tíu og syngja helling. Finnst rosa gaman að syngja um litina og fleira.
Hann er búinn að uppgvöta sjónvarpið og vill helst horfa á Dýrin í hálsaskógi, sem við förum að kunna utanbókar:)
Annars tilkynntum við í mars að það væri von á öðru barni og heilsan er bara góð...

Thursday, February 11, 2010

Smá nýársblogg áður en afmælisbloggið kemur...

Ísak Andri, Raggi með vinkonunum Mörtu Rut og Rebekku Ýr.

Með frændanum og vininum Jóhanni Grétari
Svaka stuð í nýja baðinu:)

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðan ég bloggaði seinast!
Áttum æðisleg jól og áramót þar sem við fengum ómetanlegan tíma saman sem var kærkominn eftir allan próflestur hjá mér. Ísak Andri og Raggi voru held ég mjög fegnir þegar hann var búinn. Ég reyndar líka:)
Ég komst því miður ekki í gegnum síuna í hjúkkunni þrátt fyrir að hafa gengið mjög vel. Efnafræðin eyðilagði það fyrir mér. Stefnan er að massa hana vel fyrir næsta haust og fara bara aftur og fljúga þá vonandi í gegn:) Mjög leiðinlegt að komast ekki áfram, en þýðir ekkert að svekkja sig yfir því endalaust... vera bara jákvæð.
Við ákváðum að fara að hafa augun opin fyrir íbúð í Grafarvoginum þar sem við ætluðum að flytja með vori/sumri. Til að gera langa sögu stutta þá duttum við strax inn á íbuð sem var allt sem við vildum og við vorum flutt 3 dögum eftir að við skoðum hana:) Gerðist mjög hratt. Við erum hæstánægð hérna og búin að koma okkur vel fyrir. Fórum nú ekki langt, bara yfir í næstu götu:)
Ísak Andri þroskast mikið þessa dagana og er orðinn voða stilltur og stór strákur. Hann átti afmæli í gær sem við ætlum að halda upp á næsta laugardag. Við gerðum okkur samt glaðan dag í gær og fórum og gáfum öndunum brauð og fengum svo vini okkar og Ísaks Andra í uppáhaldssmat afmælisbarnsins sem eru heimalagaðar fiskibollur og meðlæti:) Allir ánægðir með daginn...
Honum finnst gaman á leikskólanum og er farinn að tala mjög mikið. Kann að telja upp á tíu sem okkur finnst mjög merkilegt og erum rosalega stolt af! Hann segir nánast allt eftir okkur þannig að ef það er einhvern tímann réttur tími til að venja sig af blóti þá er það núna:) Stundum er það ekki of gott hvað hann er skýr og farin að gera sig skiljanlegan. Dæmi um það er að á Sunnudagsmorgni sat hann í rúminu sínu korter í 6 og sagði: Vill ekki sofa. Ég var ekki alveg á því að samþykkja það en að lokum sigraði sá stutti. Hann vildi bara ekki sofa lengur... Hann er farin að sofa í venjulegu rúmi og það var smá vesen fyrst, enda mjög gaman að komast bara fram úr þegar maður vildi. Sum kvöldið reyndi mikið á þolinmæði foreldrana en eftir að halda út í smá tíma þá hætti hann að stríða okkur:) En hann farin að sofa nokkuð vel og alla nóttina í sínu rúmi. Við erum semsagt að fá góða hvíld núna. Fínt að þetta sé komið á gott ról enda hann orðinn 2 ára!
Hann er rosalega skemmtilegur og ákveðinn sem er bara flott mál. Uppáhaldssjónvarpsefnið og reyndar það eina sem hann vill horfa á eru dýrin í hálsaskógi. Gaman að því, en það var alltaf uppáhaldið mitt þegar ég var lítil. Við förum alltaf reglulega í sund og það er rosa gaman. Ísak Andri er svo duglegur og finnst mjög gaman að hoppa og fíflast þar. Reyndar finnst honum gaman að hoppa alls staðar. Það vantar ekki orkuna:)
Jæja ég ætla að blogga aftur eftir afmælið og setja inn myndir úr því.
Hlakka til að hitta þá sem koma. Öðrum sendi ég bara góða kveðju:)
Ósk.