Thursday, February 11, 2010

Smá nýársblogg áður en afmælisbloggið kemur...

Ísak Andri, Raggi með vinkonunum Mörtu Rut og Rebekku Ýr.

Með frændanum og vininum Jóhanni Grétari
Svaka stuð í nýja baðinu:)

Það er búið að vera nóg að gera hjá okkur síðan ég bloggaði seinast!
Áttum æðisleg jól og áramót þar sem við fengum ómetanlegan tíma saman sem var kærkominn eftir allan próflestur hjá mér. Ísak Andri og Raggi voru held ég mjög fegnir þegar hann var búinn. Ég reyndar líka:)
Ég komst því miður ekki í gegnum síuna í hjúkkunni þrátt fyrir að hafa gengið mjög vel. Efnafræðin eyðilagði það fyrir mér. Stefnan er að massa hana vel fyrir næsta haust og fara bara aftur og fljúga þá vonandi í gegn:) Mjög leiðinlegt að komast ekki áfram, en þýðir ekkert að svekkja sig yfir því endalaust... vera bara jákvæð.
Við ákváðum að fara að hafa augun opin fyrir íbúð í Grafarvoginum þar sem við ætluðum að flytja með vori/sumri. Til að gera langa sögu stutta þá duttum við strax inn á íbuð sem var allt sem við vildum og við vorum flutt 3 dögum eftir að við skoðum hana:) Gerðist mjög hratt. Við erum hæstánægð hérna og búin að koma okkur vel fyrir. Fórum nú ekki langt, bara yfir í næstu götu:)
Ísak Andri þroskast mikið þessa dagana og er orðinn voða stilltur og stór strákur. Hann átti afmæli í gær sem við ætlum að halda upp á næsta laugardag. Við gerðum okkur samt glaðan dag í gær og fórum og gáfum öndunum brauð og fengum svo vini okkar og Ísaks Andra í uppáhaldssmat afmælisbarnsins sem eru heimalagaðar fiskibollur og meðlæti:) Allir ánægðir með daginn...
Honum finnst gaman á leikskólanum og er farinn að tala mjög mikið. Kann að telja upp á tíu sem okkur finnst mjög merkilegt og erum rosalega stolt af! Hann segir nánast allt eftir okkur þannig að ef það er einhvern tímann réttur tími til að venja sig af blóti þá er það núna:) Stundum er það ekki of gott hvað hann er skýr og farin að gera sig skiljanlegan. Dæmi um það er að á Sunnudagsmorgni sat hann í rúminu sínu korter í 6 og sagði: Vill ekki sofa. Ég var ekki alveg á því að samþykkja það en að lokum sigraði sá stutti. Hann vildi bara ekki sofa lengur... Hann er farin að sofa í venjulegu rúmi og það var smá vesen fyrst, enda mjög gaman að komast bara fram úr þegar maður vildi. Sum kvöldið reyndi mikið á þolinmæði foreldrana en eftir að halda út í smá tíma þá hætti hann að stríða okkur:) En hann farin að sofa nokkuð vel og alla nóttina í sínu rúmi. Við erum semsagt að fá góða hvíld núna. Fínt að þetta sé komið á gott ról enda hann orðinn 2 ára!
Hann er rosalega skemmtilegur og ákveðinn sem er bara flott mál. Uppáhaldssjónvarpsefnið og reyndar það eina sem hann vill horfa á eru dýrin í hálsaskógi. Gaman að því, en það var alltaf uppáhaldið mitt þegar ég var lítil. Við förum alltaf reglulega í sund og það er rosa gaman. Ísak Andri er svo duglegur og finnst mjög gaman að hoppa og fíflast þar. Reyndar finnst honum gaman að hoppa alls staðar. Það vantar ekki orkuna:)
Jæja ég ætla að blogga aftur eftir afmælið og setja inn myndir úr því.
Hlakka til að hitta þá sem koma. Öðrum sendi ég bara góða kveðju:)
Ósk.

4 comments:

Anonymous said...

hlakka til að sjá ykkur á laugardaginn... og loksins kom nýtt blogg frá þér skvís hehe kv Sara

Rósa Kristín said...

Kvitt fyrir mig, alveg kominn tími á að maður fékk fréttir :) hihi
En sjáumst hressar á laugardaginn og þanngað til risa knús

Anonymous said...

hvernig er það fer ekkert að koma nýtt blogg ???? kv Sara

Anonymous said...

hva ertu bara alveg hætt að blogga kona???? maður bara fær engar fréttir ha :)farðu nú að gefa þér tíma í smá skrif:) hahaha en hlakka til að sjá þig á þriðjudaginn:) kv RKB