Wednesday, January 14, 2009

Vá hvað það er spennandi að labba!

Krúttilíus:)


Monday, January 12, 2009

Gleðilegt ár

Við erum búin að hafa það gott yfir jól og áramót og allt að gerast á þessu heimili. Ísak Andri er farin að labba. Hann tók sig til og sleppti sér tveimur dögum áður en hann varð 11 mánaða og labbaði bara einhverja 3 metra. Við bara gláptum og áttum ekki til orð. Ekkert verið að taka 2 skref eða eitthvað... Hann var svo farin að labba út um allt á laugardaginn þegar hann varð 11 mánaða:) Ekkert smá duglegur. Já og svo einn daginn var Ísak Andri að leika sér með bíl og gerði bílahljóð á fullu. Ég horfði bara á hann og spurði hvort hann væri í alvöru að gera bílahljóð. Ekkert smá duglegur. Þá var hann bara búin að læra það af pabba sínum. Það er svo mikill þroski í gangi að það er geggjað gaman. Hann segir mamma eins og hann fái borgað fyrir það. Svo kemur líka nana sem er nammi eða matur og svo segir hann líka babba og nei. Svo er eitt og annað sem er reglulega sagt en foreldrarnir vita ekki alveg hvað þýðir:)
Bara best í heimi að eiga barn. Hann er svo skemmtilegur. Svefninn er ennþá alltaf eitthvað í óreglu og ætlum við bara að kíkja til svefnráðgjafa enda bæði orðin svefnvana og með bauga niðrá kinn:/Hann er farinn að vakna kl. 5 og bara góðann daginn...Þá er ennþá nótt... Vonandi kemst þetta í lag sem fyrst. Við erum allavegana búin að prófa allt sem okkur dettur í hug til að barnið sofi lengur. Kannski ætlar hann bara að verða bakari eins og pabbi sinn. Ég er allavegna ekki þekktur morgunhani!
Við erum að byrja á framhaldsnámskeiði í sundi og hlökkum mikið til að fara í sund á hverjum laugardegi núna, annars höfum við alltaf farið reglulega í sund. Það er svo gaman. Líka ekkert smá flott vatnaveröldin í Keflavík. Mæli með að fara þangað:)
Jæja nenni ekki að skrifa meir. Finnst ég aldrei hafa neitt að segja og skrifa svo helling... Þar til næst... Bæjó!

10. jan eignuðust Guðrún Helga og Yngvi strák sem er alveg yndislegur. Innilega til hamingju dúllurnar mína. Þetta er svo æðislegt:)