Wednesday, October 29, 2008

Nú er friðurinn úti!

Þetta er spennandi:)Jæja best að taka til eftir sig!!

Mér finnst ég svo sem ekki hafa neitt að segja núna... Erum bara heima þar sem Ísak Andri er veikur núna. Hann er með smá hita og hálsbólgu. Hann er voða lítill eitthvað. Svaf bara upp í hjá okkur í nótt því okkur fannst svo ljótt hljóð í honum. Það varð líka ekki svo mikið um svefninn. Við vorum að komast á ról með að taka svefnrútínuna í gegn og ég ætla að vona að það fari ekki úr skorðum núna.
Við fórum með hann í vigtun og sprautu seinasta fimmtudag. Hann er orðinn 8.2 kg og 71.5 cm. Bara flottur. Læknirinn sagði að hann yrði örugglega langur og grannur. Hann fæddist nefninlega einu staðalfráviki fyrir neðan meðaltal í hæð og þyngd og fylgir alltaf línunni sinni í þyngd en hann er kominn í meðaltalslínu í hæð núna. Svo var hann ekkert smá duglegur að fá sprautuna og varð ekkert slappur af henni. En hann er með banaexem í kinnum og ég á að fara með hann í ofnæsmispróf bara til að útiloka að þetta sé bara exem en ekki fæðuofnæmi. Vonandi kemur það bara vel út.
Annars er litli guttinn okkar sprækur og er farin að fara út um allt hús á rassinum. Bara sætt að sjá hann og hvað hann er snöggur líka. Hann fer auðvitað beint í hluti sem hann á ekki að fara í:) Sjónvarpsskápurinn er mjög spennandi og læt ég fylgja myndir af því þegar hann opnaði hann einn daginn og var aðeins að kíkja á hvaða dvd myndir mamma og pabbi eiga. Hann er mjög orkumikill og stoppar ekki þegar hann er vakandi. Sem er bara eins og það á að vera. Svo er hann líka alltaf að spjalla meira og meira og koma með ný hljóð sem við erum himinlifandi að heyra. Bíðum spennt eftir því að heyra eitthvað sem við skiljum eins og mamma eða pabba:) Það gæti alveg farið að koma.
Af okkur Ragga að frétta er ekkert merkilegt fyrir utan það að kallinn er að verða 30 ára á laugardag:) alveg að komast á fertugsaldur, hehe... Við ætlum að vera með smá kaffiboð fyrir vini og vandamenn til að halda upp á þetta. Held að þetta sé í fyrsta skipti sem Raggi samþykkir að halda upp á afmælið sitt. Kannski er þetta aldurinn. haha:) Skrýtið hvað tíminn líður hratt eftir 20 ára afmælið. Mér finnst ég bara alltaf vera 18 ára og nýbúin með grunnskóla. En nei maður er bara að orðinn fullorðinn með ábyrgð og svona skemmtilegheit.
Já og af verkefnum og prófum að frétta er það að mér gekk rosa vel. Eiginlega betur en ég þorði að vona þar sem ég náði ekki að læra alveg eins mikið og ég vildi. Fékk svo bara þessar fínu einkunnir:) Maður er greinilega skipulagðari þegar maður á barn.

Jæja ætla að reyna að gera eitthvað á meðan litli sæti sefur...

Wednesday, October 22, 2008

Tíminn líður hratt...

Litli sakki sokkur mjakar sér út um allt á rassinum og finnst ekkert skemmtilegra en að lemja sjónvarspskápinn. Hann er alveg að fara að skríða á 4 núna... Gerist rosa hratt. Það er sko ekki eins erfitt að teygja sig í hlutina þegar maður getur hreyft sig um og þá er komið að því hjá foreldrunum að fara að kenna hvað má og hvað má ekki. Gaman að því:)

Með Rúnari Óla vini sínum:)

Langt síðan ég bloggaði síðast. Enda var frekar mikið að gera í seinustu viku. Verkefni lokið. krossaprófum lokið og umræðutíma lokið. Svo gerði Raggi skírnartertu. Nóg að gera umfram þetta venjulega.
Við enduðum svo vikuna á að fara í sumarbústað með Elvu, Elvari og Rúnari Óla. Þau buðu okkur að koma með sér og það var alveg æðislegt. Mikið spjallað! Hlegið, borðað, spilað og haft gaman með litlu grallarana. Við gátum meira segja farið í pottinn með strákana því hann er yfirbyggður.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna. Set inn meira næst. Við erum að fara með hann í vigtun og sprautu á morgun. Það verður gaman að sjá hvað hann er orðinn þungur og stór:)

Thursday, October 9, 2008

Já ég er bara sætastur...

Hann var í smá myndatöku hjá mömmu sinni þessi elska. Þótti sko ekki leiðinlegt að sprikla á sprellanum í rúminu okkar:) Bara sætur og flottar myndirnar sem ég náði af honum.

Ég ákvað að setja inn færslu þar sem ég þurfti aðeins að stoppa í lærdóm. Er að læra eins og brjálæðingur núna. Í næstu viku er ég BARA að fara í 2 krossapróf, skila verkefni og sjá um umræðutíma. Merkilegt hvað þetta hrúgast upp á sama tíma. Svo róast þetta aðeins og er ekki svona mikil törn fyrr en bara í jólaprófunum. Próftaflan kemur einmitt á morgun og ég er spennt að sjá hvernig þetta raðast hjá mér. Vonandi ekki allt ofan í öllu og á síðasta degi sem er 20 des! Það er sko meira en að segja það að vera í háskóla með lítið barn.

Kallinn okkar er að verða 8 mánaða á morgun. Ég trúi því varla hvað þetta líður hratt. Um þetta leyti fyrir 8 mánuðum var ekkert að gerast og ég talaði við Rósu í símann. Svo bara um miðja nótt vaknaði mín með verki og 5,5 tímum eftir það komið barn. Já lífið breyttist frekar mikið á stuttum tíma:) Bara yndislegt að hugsa til dagsins sem hann fæddist. Og hann er fullkominn. Þið skiljið þessa væmni sem eigið börn og þið hin eigið bara eftir að upplifa þetta...

Hann var svona lítill. Sakna þess bara stundum að vera með svona lítið kríli, þau stækka allt of hratt.

Monday, October 6, 2008

Sjáiði flottu tönnslurnar mínar:)


Já einn daginn vorum við Raggi að leika okkur með syni okkar. Þetta er ein útgáfan af taubleiu á hausnum. Langaði að sýna ykkur tennurnar hans:) Svo er önnur útgáfa af gamalli konu. Hann var ekki að fíla það eins mikið, hehe.

Við fórum í skírn á laugardaginn þar sem stelpan hjá Telmu og Svenna var skírð. Hún heitir Kara Mjöll. Rosa flott nafn finnst mér. Það var mjög fínt og fékk maður nóg af góðum kökum. Þar á meðal skírnartertuna sem Raggi gerði. Hann vissi nafnið semsagt kvöldið áður og ég var ekkert smá forvitin. Hann ætlaði síðan heldur betur að ná mér á laugardaginn þegar hann var að skreyta kökuna og spurði mig hvort hann ætti ekki bara að segja mér nafnið þar sem hann væri að fara að setja það á kökuna. Ég myndi bara þykjast ekkert hafa vitað. Ég var ekkert smá hneyksluð á honum og sagðist nú alveg geta beðið í 2 tíma í viðbót og myndi sko alveg virða það við þau að ég ætti ekkert að vita. Svo fattaði ég að hann var bara að testa mig þar sem ég er mjög forvitin og ætlaði aldrei að segja mér neitt. Ég er mjög fegin að hafa staðist það, haha... Annars hefði hann notað þetta óspart á mig.

Svo á laugardagskvöldið fékk ég sms frá Söru um að hún og Birna væru að fara að fá sér bjór og spurði hvort ég vildi ekki kíkja. Ég var ekkert smá fegin því ég var ekki að nenna að glápa á sjónvarpið enn eitt kvöldið og laugardagur í þokkabót... Þannig að ég var bara leiðinleg við Ragga og skildi hann eftir heima og kíkti á þær. Það var rosa gaman. Langt síðan við gerðum þetta og það var mikið spjallað og var mjög gaman. Ég drakk tvo bjóra og var bara vel í því. Algjör hæna:) kom ekki heim fyrr en um 2. Sem er mjög seint í ljósi þess að við erum að vakna á milli 5 og 6 þessa dagana.

Það er svolítið mikið vesen búið að vera á honum Ísak Andra á nóttinni og við erum að reyna að koma svefninum í betri rútínu þannig að hann sofi meira á nóttinni. Erum orðin frekar langþreytt og þetta er ekki alveg að virka þar sem við erum í skóla og vinnu. Svo er hann að sofa vel á daginn. Ætlum að reyna að fækka daglúrunum hans og athuga hvort hann sofi meira á nóttinni þá. Nenni ekki lengur að vera komin á fætur um 6. 7 er alveg fínt bara. Kannski er þetta bara út af tanntöku en hann er orðinn mjög góður af bakflæðinu og er bara rosa hress og kátur strákur. Hreyfiþroskinn er á flugi núna og hann er alltaf að hreyfa sig meira og öðruvísi.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, nógu langt samt sem áður. Við erum að fara að heimsækja Telmu og co. Hún á afmæli í dag! Til hamingju sæta:) Svo erum við stelpurnar í saumó að fara að hittast með krílin okkar seinna í dag og borða saman. Hlakka til.

Svo sendum við kveðju til Steina á Siglufirði, Habba í Búðardal, Valda í Noregi, Egga í Austurríki og Himma á Nýja-Sjálandi. Bræður manns eru út um allt núna. En ég fæ að sjá þá alla um Jólin!!

Kossar og knús, Ósk, Raggi og Ísak Andri.


Posted by Picasa