Tuesday, October 5, 2010

Júlí og ágúst...

Í júlí fórum við á Akranes í dagsferð með Haffa, Vilborgu og Ronju vinum okkar. Fjaran þar er æði og gaman fyrir krakkana að leika sér. Mæli hiklaust með Langasandi. Fórum svo í sund þar líka og komumst að því að þar er fín sundlaug og rennibraut fyrir börnin:)

Sulla í vatninu á Húsavík
Stuð í pottinum
Saman í Kjarnaskógi
Ísak Andri að leika sér:)

Annars í júlí var helst í fréttum að við fórum í sumarfrí. Fórum seinnipartinn í frí í 4 vikur. Eða strákarnir voru í 4 vikur en ég aðeins styttra...
Af óléttunni að frétta þá leið mér vel og naut þess að vera ólétt að sumri til en ekki vetri eins og seinast:)
Fyrir utan allt það helsta sem maður gerði dag daglega þá fórum við í langt ferðalag. Byrjuðum á því að keyra norður á Akureyri og vorum það í 5 daga á tjaldsvæðinu. Það var rosalega gaman. Elva og Elvar vinafólk okkar var það í fríi með strákinn sinn hann Rúnar Óla og að við eyddum smá tíma með þeim, heimsóttum Kjarra afa í kirkjugarðinn og heimsóttum ætttingja. Við byrjuðum daginn alltaf snemma og eftir morgunmat fórum við í sund sem var ótrúlega gaman. Fengum fínasta veður, allavega ekki rok og rigning þannig að þetta var allt eins og best var á kosið:) Kíktum líka í kjarnaskóg og fleira skemmtilegt:)
Eftir Akureyri fórum við einn dag og nótt á Húsavík og heimsóttum Helenu og Jónas og börn. Það var rosalega gaman og Ísak Andri skemmti sér konunglega með frændsystkinum þar...
Nú þegar norðurferðinni var lokið brunuðum við suður í borgarfjörð á föstudegi verslunarmannahelgar. Þar fórum við í sumarbústað með Guðrúnu Helgu, Yngva og Jóhanni Grétari og vorum í viku. Það var líka rosalega gaman og notalegt. Vorum nú aðeins rólegri þar en tókum bíltúra í nágrenninu og eyddum tímanum í pottinum og kíktum í sund á Borganesi. Verðrið var ekki eins gott þá en við fengum helling af rigningu þar. Við bara gerðum gott úr því og það skemmdi ekkert fyrir neinu. Það var bara gaman hjá frændunum að leika sér og svo gátum við spilað og kjaftað eftir að þeir fóru að sofa á kvöldin:)
Á menningarnótt komu stelpurnar hans Valda bróðir í næturpössun og það gekk rosa vel. Allir ánægðir og krakkarnir sérstaklega:) Verð eiginlega að bæta því við hvað það var fyndið að fara með þrjú ljóshærð og bláeygð börn á aldrinum 2 til 5 ára og vera ólétt í þokkabót í sund. Fólk horfði alveg á okkur og einn maður spurði hreint út: Hvað eruð þið eiginlega með mörg börn?! Ekkert smá hissa á þessu liði sem kann greinilega ekki að nota varnir, hehe;)
Svo verð ég líka að setja inn mynd af því þegar Solla stirða kom í afmæli hjá Mörtu Rut vinkonu okkar... Það var ekki lítið vinsælt, en Ísak Andri var eiginlega bara feiminn við hana:)

Sunday, October 3, 2010

Júní

Horfa á Sollu Stirðu:)


Gaman að hafa eitthvað að gera á klóinun...

Ég ætla ekki að hafa þetta langt en ætla samt að bæta upp fyrir að hafa ekki skrifað í allt sumar...
Í júní gerðist svosem ýmislegt hér á bæ... Alltaf nóg að gera:)
Ísak Andri hætti með bleiu í lok maí/byrjun júní og gekk það rosa vel:) Hann varð allt í einu svo stór strákur eitthvað á stuttum tíma.
Við fórum í Hafnarfjörð á 17. júní með Guðrúnu Helgu, Yngva og Jóhanni Grétari. Það var mjög gaman og nóg um að vera þar.
Svo fórum við í útilegu með Haffa, Vilborgu og Ronju. Það var mjög gaman. Fórum eina helgi á Hellu og Ísak Andra fannst ekkert slæmt að sofa í tjaldi.
Svo var auðvitað nóg um sundferðir og rólóferðir ásamt ölllu því sem okkur finnst gaman að gera saman:)
Mæðgin í útilegu:)