Thursday, April 24, 2008

Gleðilegt sumar öllsömul!

Já í dag er sumardagurinn fyrsti og hann er bara ekkert sumarlegur. Við látum það ekki á okkur fá og erum bara ánægð með að það er komið formlegt fyrsta sumarið hans Ísaks Andra.
Af okkur að frétta er það að hún Berta í Grindavík er að nudda barnið í nokkur skipti og við erum að vona að það lagi mallakútinn hans. Við ætlum að prófa að hætta að gefa honum gaviscon í smá tíma og athuga hvort einhver munur sé á honum. Allavegana sefur hann núna og við gáfum honum það ekki og hann sefur aldrei á þessum tíma dags! Okkur fannst þetta orðinn vítahringur þar sem hvað eftir annað tók við og kannski er bara best að gefa þeim ekkert og gera eitthvað annað náttúrulegra. Ég er svo sjálf að fara í nudd til hennar til að losna við vöðvabólguna og það er geggjað næs.
Svo er bara nóg að gera hjá okkur. Ég fór í saumaklúbb á mánudag og svo var frænkuhittingur í gær sem var rosa gaman. Feðgarnir bara saman í rólegheitum á meðan mamman þvælist.

Gleðilegt sumar!!

Saturday, April 19, 2008

Stór strákur

Já það er nóg að gera hjá okkur og maður er bara alltaf á fullu að gera eitthvað:)
Við fórum með Ísak Andra til læknis í gær þar sem hann er búinn að vera frekar óvær og með í maganum. Hann er með bakflæði og við eigum bara að halda áfram að gefa honum gaviscon og minifom. Ekki gaman að vera alltaf að troða einhverju í hann en þetta hjálpar greinilega og honum líður betur þannig að auðvitað höldum við þessu áfram. Þetta á svo að þroskast af honum og kemur það bara í ljós hvenær það verður.
Við tókum rúmið hans inn til okkar áðan og svaf hann í því áðan. Fer held ég bara betur um hann þarna en í litlu vöggunni. Hann er allavegana sáttur. Hann er farin að taka lengri lúra á nóttinni okkur til mikillar ánægju þar sem við hvílumst þar af leiðandi betur og meira:) Alltaf er eitthvað þroskamerki í gangi hjá honum og hann hjalar og hjalar við okkur og brosir út að eyrum. Hann er að þyngjast vel núna og er alltaf að fá ábót þó mismikla. Ég vona að ég geti gefið honum móðurmjólkina sem lengst því hún er nottla næringarríkust!
Raggi er búinn að vera í helgarfríi núna sem var kærkomið og þvílíkt næs að hafa hann heima:)
Svo var ég að fatta að það eru ekki nema tvær vikur í að ég verði 25 ára. Farin að verða nær 30 en 20!

Hér eru myndir af feðgunum, Ísak Andra í prjónafötunum frá Þorgerði og sofandi í fyrsta skipti í rúminu sínu.


Friday, April 11, 2008

Hallóhalló

Komiði sæl.
Af okkur er bara ágætt að frétta...
Það virðist sem að hann Ísak Andri okkar sé með bakflæði og því sé hann búinn að vera pínu önugur og með í maganum að okkur sýndist. Það er allavegana að virka rosa vel að gefa honum smá gaviscon eftir gjafir þar sem hann var að æla töluvert. Það minnkaði svakalega og hann bara lognast út af en er ekki pirraður eins og hann var búinn að vera. Sólveig ljósa veit hvað hún syngur greinilega. Hann þyngist flott núna og er farin að vilja minni ábót þannig að greinilegt er að hann er að fá meira hjá mér:) Bara flott.
Annars er það af okkur Ragga að frétta að hann er bara að vinna þessa dagana smá auka sem er fínt í budduna en leiðinlegt að hann sé alltaf að fara frá okkur á nóttinni. Við spjörum okkur svo sem en það er alltaf betra að hafa hann heima! Þeir voru tveir heima feðgar í gær þar sem ég þurfti í skólann og svo fórum við Guðrún Helga í smáralind að dandalast. Ekkert smá gaman hjá okkur fannst mér að minnsta kosti.
Svo er það mál málanna að ég er að fara í smá aukadjobb við sölumennsku. Ég er að fara að kynna Avon snyrtivörur og er ekkert smá spennt fyrir því. Eins og þið vitið þá finnst mér ekki leiðinlegt að tala og ég er félagsvera þannig að þetta er tilvalið fyrir mig til að gera eitthvað skemmtilegt og breyta til í hversdagsleikanum.
Þannig að undirbúið ykkur undir að þurfa að vera á kynningu hjá mér því ég vil auðvitað plata sem flesta til að bjóða fólki til sín í kynningu:) Ætla nú samt ekkert að vera mega uppáþrengjandi. Var að velta fyrir mér að æfa mig á saumaklúbbnum mínum næst og stelpur endilega kommentið og látið mig vita hvernig ykkur lýst á það!! Svo er fínt að æfa sig á fjölskyldunni líka:)
Ragga og Guðrúnu Helgu halda að ég eigi eftir að standa mig með prýði í þessu og það er gott að vita að fólk hefur trú á manni, maður er ekki nógu góður í því sjálfur...

Sætu mæðginin, mamma þolir illa flass!

Sæti sæti strákurinn:)

Fyrir Fjólu frænku...

Monday, April 7, 2008

Jæja kominn tími á smá færslu...
Það er fínt að frétta af okkur. Ísak Andri er yndislegt barn. Hann er orðinn 8 vikna. Tíminn flýgur! Við erum farin að þurfa að gefa honum smá ábót þar sem mamman var ekki alveg að sinna eftirspurn barnsins. Við viljum auðvitað að hann þyngist vel og þá gerir maður það sem þarf. Svo getur vel verið að við getum hætt ábótinni ef vel gengur að auka framleiðsluna hjá mér. Vonum það bara. Við viljum allavegana helst gefa honum bara mjólkina úr mér. En maður gerir bara eins vel og maður getur því það er ekki hægt meira en það. Hann var hjá barnalækninum í seinustu viku og fékk toppeinkunn fyrir utan hvað hann var að þyngjast hægt. Hann er farin að halda haus og er ótrúlega sterkur. Verður sterkur eins og pabbi sinn:)
Set inn tvær myndir af fallega barninu ásamt umsögn um stjörnumerkið hans...

Þessi er fyrir Guðrúnu Helgu!

Að halda haus


Vatnsberi 20. janúar - 18. febrúar

Vatnsberabarnið fer fljótt sínar eigin leiðir hvort sem það er í fataburði, hugsun eða hegðun. Það er uppfinningasamt, frumlegt og fullorðinslegt og lærir snemma að tjá sig og skila heim fullorðinna. Litli vatnsberinn vill sjá um sig sjálfur og fara sínu fram og er oft á tíðum mjög dramatískur. Ef honum leiðist gæti hann átt það til að stofna til vandræða bara til að fá spennu og drama inn í líf sitt. Besta uppeldisaðferðin er fólgin í umræðu og skynsamlegum fortölum. Vatnsberinn er þrjóskur og lítið þýðir að skipa honum fyrir eða beygja hann til hlýðni með skömmum. Best er að koma fram við barnið sem vitsmunalegan jafningja því vatnsberinn er hugarorkumerki og því skipa umræður og skynsamlegar fortölur fyrsta sæti. Vatnsberabörnin geta sýnt ást og væntumþykju á frekar ópersónulegan hátt. Þau eru yfirleitt vingjarnleg og yfirveguð en ekki mjög tilfinningasöm og oft illa við mikið kjass.

Tuesday, April 1, 2008

Músímúsí




Já þetta barn er bara yndislegt:)
Hann er svo góður og fallegur að maður skilur það varla...
Hann er farin að brosa svolítið til okkar og hjala. Það er svo gaman þegar hann tekur sig til og talar við okkur. Svo er hann svo mikið krútt þegar hann vill sjúga á sér hendina:) Ef maður fær ekki snuðið þá bara reddar maður sér, bara sætt. Svo finnst honum líka gaman að vera í poka framan á mömmu sinni og rölta um. Það er margt að gerast þó hann sé lítill því manni finnst allt svona lítið vera skemmtilegt og merkilegt. Vonandi nennir einhver að lesa svona pistla en það er ekki hægt annað en að vera smá væminn og svona þegar maður er að upplifa sásamlega hluti.
Þar til næst... mamman