Tuesday, September 8, 2009

Langlokan í september:) Ekki gefast upp þó ég skrifi alltaf svona mikið...

Maður reddar sér bara með því að búa til upphækkun og nær í það sem maður vill:)Að leika sérÍ fína prjónasettinu sem mamma er endalaust motnin með...

Jæja þá er september runninn upp og gott betur en það:)
Skólinn byrjaður á fullu og allt komið í fastar skorður og góða rútínu. Það er bara svolítið þægilegt að hafa rútínuna í gangi eftir gott sumar.
Skólinn er mjög krefjandi en samt sem áður rosalega skemmtilegur! Mér finnst eins og ég sé loksins komin á rétta hillu:) Efnið er ekkert smá áhugavert og í flestum tímum næ ég að halda athyglinni og finnast gaman...Þá er undanskilin efnafræðin sem ég er ekki mjög öflug í, en þarf þar af leiðandi að leggja extra áherlsu á. Er nú alveg farin að skilja eitthvað af þessu við lesturinn:) Svo er Svava með mér í þessu sem er algjör snilld. Við erum mikið saman í skólanum og gott af hafa stuðninginn og geta hjálpast að við að skilja flókna efnið:)
Það er svo mikið aðsókn í hjúkkuna núna að það verða samkeppnispróf í desember og 120 af 224 komast áfram eftir áramót. Smá pressa þar en maður verður bara að leggja sig mikið fram og komast áfram, ekkert annað í myndinni:) Eitt leiðinlegt við þetta er samt að ég þarf að taka sálfræðiáfangann sem ég hefði átt að fá metinn því það þurfa allir að taka öll próf til að eiga möguleikann á að komast áfram. En sálfræðin er búin að vera góður grunnur fyrir þetta því ég er að sjá það að það er margt í áföngunum (fyrir utan efnafræðina) sem ég er búin að koma inn á í náminu þar. Það er gott að vera með smá undirstöðu...
Ísak Andri er rosa flottur núna með rör í eyrunum og er eldhress alveg. Þetta gekk rosa vel og það var eins og við hefðum ekkert farið með hann í aðgerðina því hann var svo hress þegar vioð komum heim:) Hann er alltaf að þroskast meira og meira og farin að tala fullt af orðum og jafnvel kemur ein og ein stutt setning. Hann er núna kominn með herbergið út af fyrir sig með allt dótið sitt og við erum í stofunni. Það kemur bara ágætlega út enda við mjög góð í að nýta plássið sem best. Þetta er best upp á svefninn að gera:) Svo er ekki dót út um allt lengur...
En mig langar að segja ykkur frá því hvað Ísak Andri er mikill gaur! Við erum búin að fara tvisvar í húsdýragarðinn í sumar og í bæði skiptin er hann næstum búinn að verða sér að voða! í fyrra skiptið var hann ekki lengi að fara undir grindverk hjá hreyndýrunum þegar Raggi sneri sér við og var að passa að Helena færi ekki neitt:) Raggi rétt náði að grípa hann áður en hann hljóp af stað til dýranna, munaði engu! Í seinna skiptið vorum við að leika í bílunum hjá tjörninni í fjölskyldugarðinum og Raggi var enn og aftur að sinna öðru barni í örstutta stund (hvar er mamman alltaf, hehe) og Ísak Andri er kominn að tjörninni þegar Raggi snýr sér við. Kallar á Ísak Andra og þá flýtir sá stutti sér enn meira (sem gerist þegar maður er gómaður við að gera eitthvað sem má ekki:)) Hann snýr sér við og sleppir sér bara útí. Raggi, sem er eins og ninja, greip hann og hann var blautur að hnjám! Bara grallari þetta yndislega barn. En ég ætla samt að taka það fram að ef hann hefði farið alla leið í tjörnina þá hefði vatnið náð honum að mitti eða svo því þetta er svo grunnt. Maður leit samt alveg til hliðar til að sjá hvort það væri mikið að fólki sem sæi þetta, hahaha...
Við afrekuðum að fara á ljósanótt um helgina í FYRSTA skipti og í mat til Elvu og Elvars í Njarðvík. Það var rosa gaman og hefði ég viljað vera lengur en Ísak Andri þurfti að fara að sofa og ég á næturvakt um kvöldið. Annars er bara ein helgi eftir hjá mér í vinnu því ég ætla ekki að vinna með skólanum heldur einbeita mér að honum.
Já ég held að það sé nú ekkert meira að frétta í þetta skiptið. Endilega kommentið og svo hlakka ég bara til að hitta ykkur fljótlega. Spennt fyrir því að saumóinn minn er að koma úr sumarfríi:)
Knús, Ósk.