Monday, July 28, 2008

Brúðkaupsafmæli

Já við Raggi erum búin að vera gift í eitt ár. Ekkert smá fljótt að líða... Held við þurfum bara að fara að yngja upp eða eitthvað:) hehe. Já við erum voða fullorðinn eitthvað núna. Gift með barn. Samt er maður eins. Þetta ár hjá okkur er auðvitað búið að vera viðburðaríkt og búið að einkennast af óléttu og að sjá um ungabarn. Þetta er bara búið að vera æði:) Ég hefði ekki getað trúað hversu mikla hamingju barnið manns getur veitt manni. Að vera foreldri er best í heimi. Skil ekki af hverju maður var eitthvað að bíða með þetta. Annars hef ég alltaf sagt að börnin koma bara þegar þau koma.

Ísak Andri fór í pössun til Heiðu ömmu á laugardag og við Raggi fórum á pottinn og pönnuna að borða og svo á batman myndina í bíó. Svo ætlaði Raggi að bjóða mér óvænt á hótel og Ísak Andri átti að gista í fyrsta skipti annars staðar en heima hjá sér. Það gekk ekki alveg upp. Minn maður vildi bara ekkert sofa nema heima hjá sér og við þurftum að ná í hann á miðnætti þar sem hann var enn vakandi og frekar pirraður:/ hann var rosa ánægður að sjá okkur og sofnaði um leið og hann var lagður í SITT rúm. Frekar ákveðinn ungur maður er óhætt að segja, farin að stjórna því hvort að foreldrarnir komast á hótel eða ekki. Okkur var samt eiginlega sama þar sem maður gerir sér grein fyrir því að börnin ganga fyrir þegar eitthvað svona er. Ekki lætur maður þau gráta og bæta við gráum hárum á afa og ömmu. Hann er bara yndislegur. Ákveðinn og veit hvað hann vill. Við eigum spennandi tíma framundan það er á hreinu.
Ákvað að setja inn eina af þeim Rúnari Óla og Ísak Andra, þeir eru svo sætir:)

Tuesday, July 22, 2008

Hverjum er hann líkur??

Fallegastur

Ósk

Raggi í miðjunni

Já Það er alltaf verið að tala um hvað Ísak Andri er alveg eins og pabbi sinn. Reyndar er einn og einn sem segir að hann sé eins og ég:) En ég skannaði inn myndir af okkur Ragga síðan við vorum lítil og langaði mig bara að sýna ykkur að hann er líkur okkur báðum. Okkur finnst hann mjög blandaður. Gaman að spá í þessu. Ég held samt að hann eigi eftir að verða eins og pabbi sinn. Hann er eitthvað svo líkur honum með margt. Raggi var svona nettur eins og Ísak Andri er en ég var feitari. Svo er hann líka morgunhani eins og pabbi sinn og ýmislegt þannig. En auðvitað á hann eitthvað frá mér. Barnið er skapmikið og þrjóskt og ég hef heyrt því fleygt að ég geti verið þannig þó ég kannist ekkert við það, hehe... Ætli það verði ekki árekstrar í framtíðinni vegna þess:)

Við áttum æðislega helgi. Við fórum í bústa sem Guðrún og Tjörvi buðu okkur hinum úr foreldrafræðslunni í. Við vorum komin fljótlega upp úr hádegi á laugardeginum og vorum fram á miðjan sunnudag. Þetta var í fyrsta skipti sem við förum eitthvað svona með Ísak Andra og gekk það bara vel. Hann var samt alveg var við að vera ekki heima hjá sér. Var aðeins órólegri en hérna heima en samt ekkert til að tala um þannig. Vaknaði bara upp um kvöldið og tók smá tíma að sofna aftur. Krakkarnir eru öll svo miklar dúllur. Við foreldrarnir spiluðum pictionary og actionary og það var mjög gaman. Mikið spjallað og hlegið:) Skruppum líka aðeins í pottinn. Fórum ekki að sofa fyrr en frekar seint og maður var líka þreyttur þegar sá stutti vaknaði um morguninn. Fórum bara að sofa snemma á sunnudagskvöldið. Takk fyrir helgina öll sömul!!

Við erum svo búin að panta okkur bústað í lok ágúst og ætlum að vera í viku og njóta lífsins áður en ég byrja í skólanum og allt fer á fullt. Það eru spennandi tímar framundan. Telma fer að koma með kærustuna hans Ísaks Andra og bumbúbúinn hennar Guðrúnar Helgu fer að láta sjá á mömmu sinni:) Ég er orðin enn meiri barnakerling en ég var... ef það er hægt:) Við erum líka að fara að kíkja á eitt glænýtt kríli sem Elvar og Alla voru að eignast. Ég var búin að spá í því hvort það væri satt þegar fólk segist gleyma því hvað börnin þeirra voru lítil og ég er búin að komast að því að það er satt. Það eru nú ekki nema rúmir 5 mánuðir síðan ég átti og ég man ekki hvað barnið mitt var lítið og furða mig á því þegar ég held á litlum nýfæddum sætum krílum eins og Teresu og Þrastar.

Tuesday, July 15, 2008

hlakka hlakka



Hann Rúnar Óli kom í heimsókn og það var rosa gaman. Þeir voru eitthvað að skoða hvorn annan og reyna að togast eitthvað á. Þeir eru svo sætir strákar. Við grilluðum saman og kjöftuðum og erum svo að fara að hitta tvö pör í viðbót með börn á sama aldri næstu helgi í sumarbústað. Það verður örugglega rosalega gaman líka. Á morgun er Kristín Birna og dúllan hennar að koma til okkar og hlakka ég til að hitta þær.
Við kíktum í Keflavík í dag því við héldum að Ísak Andri væri að fá í eyrun, en hann er bara flottur sagði læknirinn og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ég spurði hann svo út í bakflæðið og hann sagði að það gæti tekið nokkra mánuði í viðbót að jafna sig... Ekki gaman að því þó hann sé mun betri en hann var. Við förum svo með hann fljótlega í sprautu og vigtun.
Annars gengur bara vel og hann sefur orðið mjög vel og lengi á nóttinni oftast. Við erum því farin að hvílast ágætlega. Það er greinilega satt að maður missi um 2 mánuði af venjulegum svefni fyrsta ár með lítið kríli. Það er ýmislegt sem fylgir. Þetta er bara yndislegt líf að eiga barn! Ég gæri ekki verið hamingjusamari með hann og við Raggi furðum okkur reglulega á hvað hann er fullkominn.
Ég er farin að prjóna aðeins núna. Komst í gang þegar ég sótti prjónavesti sem hún Svanhvít elskan gerði handa mér. Ekkert smá flott. Núna verð ég bara að gera svona sjálf. Svo get ég líka farið að prjóna á Ísak Andra og fleiri kríli ef ég hef tíma. Það er nú eitt bumbukríli í viðbót á leiðinni hjá bestu vinkonu minni. Það kemur í lok janúar 2009:) Bara gaman... Svo fer Telma að eiga bráðum:) Ég hlakka svo til!
Jæja kominn tími á að sofa eitthvað í hausinn á sér.
Ég hlakka líka svo mikið til á miðvikudag því þá er stelpukvöld!

Posted by Picasa

Saturday, July 5, 2008

Ákvað að setja inn nokkrar flottar myndir:)

Ísak Andri er ekkert smá duglegur að kafa og er þetta fyrsta myndin sem við náum af honum í kafi.

Svo voru Angela Björg og Kjartan Árni í pössun hjá okkur og þau voru auðvitað voða dugleg að leika við litla frænda sinn. Ísak Andri er eins og albinói við hliðina á þeim. Þau eru búin að taka svo mikinn lit í sumar! Ekkert smá fyndið að sjá muninn á þeim.

Maður er bara ástfanginn af þessu barni...

Kjartan Árni kom svo með okkur í bæinn og græddi nú heldur betur á því. Við vorum í bónus að versla og hann birtist með latabæjarlínuskauta og spurði Ragga hvort hann vildi ekki kaupa þá handa sér. Raggi segir nei og ég bæti við að þeir kosta nokkra þúsundkalla. Þá segir sá stutti "nei, þeir kosta bara 1 þúsund". Ég trúði því nú ekki og segi að ég skuli sko með glöðu geði gefa honum línuskautana ef þeir kostuðu bara þúsundkall. Hann dregur mig með sér í búðinni og sýnir mér hvar þeir eru. Og haldiði að þeir hafi ekki bara kostað 998 kr. Ég nottla keypti þá. Maður á auðvitað að standa við það sem maður segir við börnin!! Mér fannst þetta samt frekar fyndið. Hann kom heim með þetta og spidermanderhúfu alsæll:)
Jæja Ísak Andri vill fá athygli frá mömmu sinni. Best að sinna því og fara svo í sund:)
Þangað til næst, knús til ykkar.

Tuesday, July 1, 2008

Smile


Langaði bara að deila með ykkur að þessi snillingur sem við eigum svaf frá 10 í gærkveldi til 7 í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sleppir næturgjöf og það var frekar spes. Ég var bara ringluð þegar ég vaknaði en ekki laust við að vera úthvíld eftir svona samfelldan svefn. Maður er orðinn svo vanur að vakna til að gefa pelann og það er ekkert mál, en þetta má alveg halda svona áfram samt sem áður:) Hann er búinn að fara einu sinni í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð því okkur fannst hann vera að versna aftur af bakflæðinu og ég held að það virki vel. Við förum svo aftur á morgun til hennar Rósu hér í Grindavík. Ég held líka að hann sé svona mettur af grautnum sem hann fær fyrir nóttina. Honum finnst hann rosa góður. Ísak Andri er svo kátur þegar honum líður vel. Þá brosir hann og hlær og mér finnst ekki leiðinlegt að ná því á mynd. Hér er ein af syrpu sem ég tók. Hinar myndirnar eru líka æði...
Já og ég fékk 6 í prófinu sem ég tók um daginn. Er nú ekkert svaka sátt við það því mér fannst mér ganga svo rosalega vel, en ég náði.
Posted by Picasa