Tuesday, July 15, 2008

hlakka hlakka



Hann Rúnar Óli kom í heimsókn og það var rosa gaman. Þeir voru eitthvað að skoða hvorn annan og reyna að togast eitthvað á. Þeir eru svo sætir strákar. Við grilluðum saman og kjöftuðum og erum svo að fara að hitta tvö pör í viðbót með börn á sama aldri næstu helgi í sumarbústað. Það verður örugglega rosalega gaman líka. Á morgun er Kristín Birna og dúllan hennar að koma til okkar og hlakka ég til að hitta þær.
Við kíktum í Keflavík í dag því við héldum að Ísak Andri væri að fá í eyrun, en hann er bara flottur sagði læknirinn og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ég spurði hann svo út í bakflæðið og hann sagði að það gæti tekið nokkra mánuði í viðbót að jafna sig... Ekki gaman að því þó hann sé mun betri en hann var. Við förum svo með hann fljótlega í sprautu og vigtun.
Annars gengur bara vel og hann sefur orðið mjög vel og lengi á nóttinni oftast. Við erum því farin að hvílast ágætlega. Það er greinilega satt að maður missi um 2 mánuði af venjulegum svefni fyrsta ár með lítið kríli. Það er ýmislegt sem fylgir. Þetta er bara yndislegt líf að eiga barn! Ég gæri ekki verið hamingjusamari með hann og við Raggi furðum okkur reglulega á hvað hann er fullkominn.
Ég er farin að prjóna aðeins núna. Komst í gang þegar ég sótti prjónavesti sem hún Svanhvít elskan gerði handa mér. Ekkert smá flott. Núna verð ég bara að gera svona sjálf. Svo get ég líka farið að prjóna á Ísak Andra og fleiri kríli ef ég hef tíma. Það er nú eitt bumbukríli í viðbót á leiðinni hjá bestu vinkonu minni. Það kemur í lok janúar 2009:) Bara gaman... Svo fer Telma að eiga bráðum:) Ég hlakka svo til!
Jæja kominn tími á að sofa eitthvað í hausinn á sér.
Ég hlakka líka svo mikið til á miðvikudag því þá er stelpukvöld!

Posted by Picasa

5 comments:

Unnur said...

hæ fallegur... sjá hvað þú ert orðin stór og sætur,ég er flutt aftur i Grindavíkina,þannig að ég get komið og heimsótt þig meira... love unnsa Frænka

Anonymous said...

hæ gott að heyra að allt gengur vel. En hvað segirðu hvaða barn er á leiðinni í lok janúar ??? hummm já þú mátt kannski ekki segja
kv. Sigurbjörg forvitna

Anonymous said...

Sigurbjörg mín, ég myndi ekki setja þetta inn á síðuna ef það væri ennþá leyndó. hún GHG er að koma með kríli:) Bara spennandi...

Anonymous said...

Nehey frábært að heyra ;)

Anonymous said...

Hæhæ litla fjölskylda...

Var bara á vafrinu og rakst á síðuna ykkar :) Innilega til hamingju með litla kút, bara flottastur!

Gaman að skoða myndirnar ykkar, svo æðislega gaman að njóta lífsins með kílinu sínu.... alveg það skemtilegasta í heimi :)

Vonandi hittumst við kanski á röltinu þegar við komum í heimsókn í Grindó

Kær kveðja
Kristjana, Maggi og Jakob Máni

síðan okkar er barnanet.is/hnodri