Wednesday, December 23, 2009

Gleðileg jól

Maður er svo mikill grallari og fátt er skemmtilegra en að hoppa og skoppa út um allt.

Skreyta jólatréð:)

Erfitt að láta kertin brenna þegar einn lítill vill bara blása aftur og aftur á þau...

Desember pistilinn loksins kominn:) Við erum búin að hafa mikið að gera í þessum mánuði. Lífið er búið að einkennast af því að við fjölskyldan hittumst á morgnana og svo fór ég í skólann, Ísak Andri á leikskóla og Raggi í vinnu. Ég kom svo yfirleitt heim seint á kvöldin þar sem ég gerði lítið annað í desember en að læra. Raggi var sama sem einstæður faðir og þeir feðgar voru að gera hitt og þetta skemmtilegt saman:)
Ísak Andri er rosalega ánægður á leikskólanum og það er mikill þroski í gangi hjá honum. Farin að tala svo mikið og bara orðinn svo stór allt í einu...
Nú er ég bara að bíða og vona að ég komist í gegnum klásusinn en ég fæ að vita það 8. janúar. Mér gekk bara vel á heildina litið og vona að allur lærdómurinn skili sér:)
Nú er bara að njóta hátíðanna og hitta fjölskyldu, vini og borða góðan mat. Það verður gaman að fylgjast með Ísak Andra þessi jól því hann er voða spenntur fyrir jólatréinu og öllum pökkunum.

Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar og vonum að allir hafi það sem best.
Bestu kveðjur. Ósk, Raggi og Ísak Andri.

Wednesday, November 18, 2009

Loksins:) Myndir...

Að prófa koppinn... Endist í ca 3 sekúndur á honum:)

Alltaf að hjálpa til við heimilisstörfin.

Sópa laufinu fyrir utan með pabba.

Alltaf skoðað bækur áður en maður fer að sofa. Stundum fer hann inn í skáp og nærí svefnpokann sinn:)

Sætir vinir: Jóhann Grétar og Ísak Andri.

Tuesday, November 3, 2009

Október...pínu sein í því:)

Það er löngu kominn tími á október bloggið...
Mikið búið að gerast því það er alltaf nóg að gera á þessum bæ.
En byrjum á byrjuninni. Sem var bara geggjuð ferð með henni Kiddý þar sem drukkið var nóg af hvítvíni og bjór og verslað allar jólagjafir, slatta af afmælisgjöfum og nokkrar sængurgjafir líka:) Ferðin var snilld í alla staði!
Svo fórum við helgina eftir það á Sannleikann með Pétri Jóhanni og nýttum okkur þar gjafabréf sem var nærri gleymt, enda eins og hálfs árs gamalt:/. Fórum með Guðrúnu Helgu og Yngva og það var rosa gaman.
Nú ekkert lát er á skemmtanagleðinni hjá okkur. Elva og Elvar buðu okkur með sér og Rúnari Óla vin Ísaks Andra með í sumarbústað og það var æði. Strákarnir farnir að hafa mikið vit á að leika sér og svo gátum við foreldrarnir bara spilað og kjaftað þegar þeir fóru að sofa.
Svo held ég að ein helgi hafi verið á milli þar sem við vorum í rólegheitum...
Svo seinustu helgi var frændsystkinapartý hjá fjölskyldunni hans Ragga. Það var mjög gaman... Við fórum nú snemma heim samt þar sem Ísak Andri vaknar alltaf svo snemma að það þýðir ekkert annað en að hvíla sig til að hafa orku til að leika sér næsta dag:) Næsti dagur var einmitt afmælið hans Ragga 1. nóv. Þá varð kallinn 31 árs gamall:) Það var nú ekkert afmælisboð en við eyddum deginum með mömmu og Angelu því þær gistu hjá okkur eftir að hafa passað kvöldið áður og Heiðu, Magga, Karel og Unni sem komu í heimsókn til afmælisbarnins:) Svo komu Guðrún Helga, Yngvi og Jóhann Gréta í kjötsúpu um kvöldið.
Svo fór ég í saumaklúbb í október að hitta Grindavíkurstelpurnar mína og er einmitt að fara að hitta þær aftur núna á miðvikudaginn. Svo styttist í jólasaumaklúbbinn sem ég hlakka mikið til. Hann heppnast alltaf snilldarvel, enda snilldarfólk að hittast:)
Fyrir utan allar þessar skemmtanir er daglega rútínan alltaf söm við sig. Raggi fer í vinnuna og Ísak Andri til dagmömmunar, hann byrjar svo á leikskóla í desember:) Ég fer í skólann og er alltaf að læra meira og meira af deginum þar sem það styttist óðum í próf! Núna er ég í skólanum fram á kvöld 2 daga í viku og sé fram á að þurfa að læra á sunnudögum líka um helgar, hef hingað til reynt að eiga þá frí. Það er bara harkan ef ég ætla að fara í gegnum klásusinn og það er ekkert annað í boði:) Raggi er suma dagana einstæður faður og þeir feðgar hafa það rosa gott saman, enda Ísak Andri mikill pabbastrákur.
Svo er ég byrjuð að hlaupa úti þar sem ég er ákveðin í því að fara 10 km í jónsmessuhlaupinu á næsta ári og svo hálfmaraþon á menningarnótt:) Hlakka mikið til að ná þeim árangri, en á langt í land ennþá.
Svo segi ég bara við þá sem lesa bloggið að þó að ég sé upptekin þá er alveg hægt að hitta mig í kaffi eða eitthvað, maður þarf að taka sér pásu líka. Endilega kvitta líka því það er svo gaman:)
p. s. það er eitthvað vesen með myndirnar... hendi inn nokkrum um leið og ég get:)

Tuesday, September 8, 2009

Langlokan í september:) Ekki gefast upp þó ég skrifi alltaf svona mikið...

Maður reddar sér bara með því að búa til upphækkun og nær í það sem maður vill:)Að leika sérÍ fína prjónasettinu sem mamma er endalaust motnin með...

Jæja þá er september runninn upp og gott betur en það:)
Skólinn byrjaður á fullu og allt komið í fastar skorður og góða rútínu. Það er bara svolítið þægilegt að hafa rútínuna í gangi eftir gott sumar.
Skólinn er mjög krefjandi en samt sem áður rosalega skemmtilegur! Mér finnst eins og ég sé loksins komin á rétta hillu:) Efnið er ekkert smá áhugavert og í flestum tímum næ ég að halda athyglinni og finnast gaman...Þá er undanskilin efnafræðin sem ég er ekki mjög öflug í, en þarf þar af leiðandi að leggja extra áherlsu á. Er nú alveg farin að skilja eitthvað af þessu við lesturinn:) Svo er Svava með mér í þessu sem er algjör snilld. Við erum mikið saman í skólanum og gott af hafa stuðninginn og geta hjálpast að við að skilja flókna efnið:)
Það er svo mikið aðsókn í hjúkkuna núna að það verða samkeppnispróf í desember og 120 af 224 komast áfram eftir áramót. Smá pressa þar en maður verður bara að leggja sig mikið fram og komast áfram, ekkert annað í myndinni:) Eitt leiðinlegt við þetta er samt að ég þarf að taka sálfræðiáfangann sem ég hefði átt að fá metinn því það þurfa allir að taka öll próf til að eiga möguleikann á að komast áfram. En sálfræðin er búin að vera góður grunnur fyrir þetta því ég er að sjá það að það er margt í áföngunum (fyrir utan efnafræðina) sem ég er búin að koma inn á í náminu þar. Það er gott að vera með smá undirstöðu...
Ísak Andri er rosa flottur núna með rör í eyrunum og er eldhress alveg. Þetta gekk rosa vel og það var eins og við hefðum ekkert farið með hann í aðgerðina því hann var svo hress þegar vioð komum heim:) Hann er alltaf að þroskast meira og meira og farin að tala fullt af orðum og jafnvel kemur ein og ein stutt setning. Hann er núna kominn með herbergið út af fyrir sig með allt dótið sitt og við erum í stofunni. Það kemur bara ágætlega út enda við mjög góð í að nýta plássið sem best. Þetta er best upp á svefninn að gera:) Svo er ekki dót út um allt lengur...
En mig langar að segja ykkur frá því hvað Ísak Andri er mikill gaur! Við erum búin að fara tvisvar í húsdýragarðinn í sumar og í bæði skiptin er hann næstum búinn að verða sér að voða! í fyrra skiptið var hann ekki lengi að fara undir grindverk hjá hreyndýrunum þegar Raggi sneri sér við og var að passa að Helena færi ekki neitt:) Raggi rétt náði að grípa hann áður en hann hljóp af stað til dýranna, munaði engu! Í seinna skiptið vorum við að leika í bílunum hjá tjörninni í fjölskyldugarðinum og Raggi var enn og aftur að sinna öðru barni í örstutta stund (hvar er mamman alltaf, hehe) og Ísak Andri er kominn að tjörninni þegar Raggi snýr sér við. Kallar á Ísak Andra og þá flýtir sá stutti sér enn meira (sem gerist þegar maður er gómaður við að gera eitthvað sem má ekki:)) Hann snýr sér við og sleppir sér bara útí. Raggi, sem er eins og ninja, greip hann og hann var blautur að hnjám! Bara grallari þetta yndislega barn. En ég ætla samt að taka það fram að ef hann hefði farið alla leið í tjörnina þá hefði vatnið náð honum að mitti eða svo því þetta er svo grunnt. Maður leit samt alveg til hliðar til að sjá hvort það væri mikið að fólki sem sæi þetta, hahaha...
Við afrekuðum að fara á ljósanótt um helgina í FYRSTA skipti og í mat til Elvu og Elvars í Njarðvík. Það var rosa gaman og hefði ég viljað vera lengur en Ísak Andri þurfti að fara að sofa og ég á næturvakt um kvöldið. Annars er bara ein helgi eftir hjá mér í vinnu því ég ætla ekki að vinna með skólanum heldur einbeita mér að honum.
Já ég held að það sé nú ekkert meira að frétta í þetta skiptið. Endilega kommentið og svo hlakka ég bara til að hitta ykkur fljótlega. Spennt fyrir því að saumóinn minn er að koma úr sumarfríi:)
Knús, Ósk.

Thursday, August 20, 2009

Ágúst og nóg af myndum:)

Í Peysunni sem ég prjónaði, rosa montin með hana:)

Á hestbaki með pabba sínum:)Í bílnum á ættarmótinu. Vildi helst bara vera þarna allann tímann...

Frændsystkinin saman, ótrúlega sæt.

Ég og Mamma með Ísak Andra við Jökulsárlón.

Jæja þá kemur nýr pistill.
Ákvað að setja aðeins inn það sem er að gerast hjá okkur núna.
Við fórum á ættarmót í Breiðdal í byrjun mánaðar, ekki í Berufirði eins og ég fullyrti við alla, hehe. Byrjuðum á að keyra alla leið á Djúpavog og gistum þar í mígandi rigningu eina nótt. Fórum svo í sund þar í rosa fínni laug. Mamma sýndi okkur aðeins um plássið og benti okkur á staði sem hún þekkti síðan hún ólst upp. Svo fórum við yfir á Breiðdal og vorum þar tvær nætur í mun betra veðri:) Þar hittum við fólkið okkar, hefðu nú alveg mátt koma fleiri. En þetta var rosa gaman og Ísak Andri svaf vel í tjaldinu. Fórum í sund í Breiðdalsvík og svo var maður nottla bara úti allann daginn sem krökkunum fannst æði. Við fórum svo norðurleiðina heim og gistum eina nótt á Akureyri sem var algjör snilld. Bara allt of lítill tími en ég náði þó að fara að leiðinu hans pabba sem skipti mestu máli fyrir mig. Svo fórum við auðvitað í sund þar líka... Keyrslan gekk vel og Ísak Andri var bara mjög góður í bílnum mestan tímann. Hann er ekki sá þolinmóðasti í bíl eins og þið mörg hver vitið en við stíluðum keyrsluna svolítið eftir lúrnum hans og svo var mamma með okku í för og var dugleg við að hafa ofan af fyrir gaurnum:)
Svo þegar heim var komið fór Ísak Andri í aðlögun hjá dagmömmunni og það hefur gengið rosalega vel og hann er kominn í vistun á meðan pabbinn vinnur eða á milli 8-3.
Skólinn hjá mér er að fara að byrja og ég er með pínu,oggulítinn stresshnút í maganum eftir að hafa séð stundatöfluna og lesefnið. En ég kemst alveg í gengum þetta. Er byrjuð að lesa aðeins og svo er þetta bara spurning um skipulag og aga... Sem ég þarf greinilega að mastera núna:)
Ísak Andri er að fá rör í eyrun sín 1. sept og þá vonandi fer honum að líða betur. Hann er búin að fá nokkrum sinnum eyrnabólgu síðan í febrúar og svo fer vökvinn aldrei úr eyrunum þannig að hann er alltaf með hellur. En samt heyrir hann greinilega ágætlega því það er alltaf að bætast í orðaforðann. Hann kann til dæmis að telja upp á 3, segir nei, ég vil ekki og margt fleira skemmtilegt. Það er nánasta eitthvað nýtt á hverjum degi og við alltaf jafn kát þegar við heyrum eitthvað sem við höfum ekki heyrt áður og þá er eytt ómældum tíma í að fá endurtekningu á því með misjöfnum árangri, hehe;) Svo eru danshreyfingarnar enn á sínum stað og er hann mikið fyrir að sveifla sér í hringi og svo finnst honum rosa fyndið hvað hann verður ringlaður og labbar jafnvel á skellihlægjandi eftir nokkra hringi. Algjör skemmtikraftur og ótrúlega stór og duglegur strákur. Þroskinn er mikill þessa dagana og sjálfstæðið er einnig mikið. Það er til dæmis ekki hægt að borða nema gera sjálfur. Svo þegar hann er þreyttur þá bara kyssir maður foreldrana góða nótt, bendir inn í herbergi og þegar hann er lagður fer hann bara að sofa.
Ég þakka þeim fyrir sem nenna að lesa þessa langloku og bendi á að það er alltaf opið fyrir heimsóknir fyrir gott fólk...

Wednesday, August 5, 2009

Meira í Júlí... Ágúst kemur seinna:)

Komiði sæl sem nennið að lesa þetta blogg:)
Gaman að einhver nennir því og æðislegt þegar einhver nennir að kvitta!!
Við erum að hafa það rosalega gott og erum mjög ánægð hér í voginum. Svolítið mikið að gera hjá okkur og maður væri svosem alveg til í meiri svefn...en sefur maður ekki bara þegar maður er gamall. Hef heyrt því fleygt:)
Við erum búin að vera að vinna allan júlímánuð og Ísak Andri ekki enn kominn í vistun en þá hef ég þurft að vaka svolítið eftir vaktirnar mínar með honum og tekið svo bara lúr í rúminu okkar með hann, sem er voða kósý:) En mamma og Unnur Perla eru svo miklar Perlur, hehe að þær hafa komið til okkar nokkrum sinnum og hjálpað til með litla brjálæðinginn þannig að ég hef getað farið að sofa beint eftir vakt. Ég er endalaust þakklát fyrir þessa hjálp og sé vel hvað það er gott að eiga góða að. En núna á ég bara 4 vaktir eftir í ágúst og tek líklega ekki nema 3. hverju helgi með skólanum, svona til að vinna eitthvað...
Annars erum við búin að vera njóta sumarsins og farið mikið í sund og niðrí bæ að njóta þess að vera til. Fórum líka tvisvar í heiðmörk í júlí með góðu fólki og það var alveg frábært:)
Nú stefnum við á ferðalag á morgun og verðum framyfir helgi líklegast. Erum að fara austur á Djúpavog og svo á ættarmót í Berufirði. Þetta er hjá afkomendum Þórhöllu ömmu og hennar systkinum. Þetta er fyrsta tjaldútilegan okkar með Ísak Andra. Hann hefur haft það svo fínt hingað til því hann hefur bara farið í sumarbústaði, nokkrum sinnum meira segja. En við hlökkum mikið til að fara og höfum nýtt vel útsölurnar á útileguvörum og erum orðin vel stæð fyrir næsta sumar. Þá verður maður ekki svona sorglegur í þessum útilegum og fer kannski oftar en einu sinni yfir allt sumarið, hahaha:)
Við vorum að vinna um verslunarmannahelgina en létum verða af því að fara í fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Fórum með Steina og börnunum hans og Valda og co. Svo var mamma auðvitað með ungunum sínum líka. Það var rosalega gaman. Svolítið margir en það var samt í lagi. Ísak Andra fannst ekki leiðinlegt að sjá öll þessi dýr og það var æðislegt að fylgjast með honum:)
En þrátt fyrir að það sé mikið að gera hjá okkur og maður sé nú ekki að ná að sinna öllu eins vel og maður vildi, eins og hitta alla vini sína reglulega, þá er ég búin að vera ansi dugleg að sinna sjálfri mér. Get stolt sagt frá því að ég er búin að vera dugleg að fara í ræktina og hugsa um heilsuna. Svo er ég alltaf að prjóna og taka myndir þegar ég get. Er samt alveg til í að fara að bæta við mig þekkingu á myndavélina og taka meiri framförum, en góðir hlutir gerast hægt og maður verður betri með tíma og æfingu:) Ekki nóg með að vera komin með þessi 2 áhugamál (átti engin áhugamál fyrir 1 ári sirka!) þá get ég ekki hætt. Núna er ég að fara að læra á gítar og gaf Raggi mér eitt stykki gítar í gær:) Það verður gaman að geta spilað fyrir krakkana og við fleiri tækifæri kannski. Er allavegana voða spennt fyrir þessu...
Núna fer fljótlega að komast regla á lífið hér eins og annars staðar býst ég við eftir sumarið. Ísak Andri byrjar hjá dagmömmu í næstu viku sem hann verður hjá þar til hann kemst á leikskóla og ég fer að byrja í skólanum í lok ágúst! Bara spennandi að fara í hjúkkuna:) Það verður örugglega svolítið strembið í vetur hjá mér en maður klárar sig alveg af því. Þarf að fá ákveðna meðaleinkunn til að komast áfram á næstu önn, en ég hugsa að ég hafi nú alveg það sem þarf til þess.
Þá er komið gott af þessu... set inn nýtt blogg eftir ættarmótið...
Þar til seinna, Ósk pollýanna.


Í húsdýragarðinum... Við ætlum þangað!!

að var ekkert smá gaman að sjá öll dýrin:)

Skemmtilegur hópur sem skellti sér saman, vantar samt Steina, Kjartan Árna og Æsu Maríu. Og mig reyndar líka, ég er alltaf á bak við myndavélina og það er eins og ég fari aldrei með í neitt...

Sunday, July 12, 2009

Júlí

Krakkarnir Steina og Grace gistu hjá okkur:)
Ísak Andra fannst það ekki leiðinlegt! Ýtti Kjartani út um allt:)

Já þá er Júlí að verða hálfnaður, vá hvað tíminn líður hratt! Ísak Andri er orðinn 17 mánaða og voða stór strákur. Hann er farin að tala voða mikið, eiginlega allann daginn og við skiljum svona 5% af því sem hann segir:) Alltaf eru að koma fleiri og fleiri orð og okkur finnst hann svo klár. Nýjasta orðið sem hann segir mjög oft og við skiljum ekki er lallabó. Ég gerði samt tengingu í dag þegar latibær var í gangi og lagið byrjaði þá sagði hann lallabó og benti í stofuna. Þar af leiðandi er ég með þá hugmynd núna að þetta gæti hugsanlega þýtt latibær. Það er allavegana það eina sem hann ,,horfir" á. Og finnst honum rosalega gaman að dansa þegar lögin koma:)
Það er mjög mikið að gera hjá okkur í Júlí. Ekki í ferðalögum samt því Raggi er að vinna allar helgar í mánuðinum:( Gaman eða þannig. En við Ísak Andri höfum það samt fínt saman og erum alltaf að bralla eitthvað og leika okkur:) Væri samt fínt að hafa Ragga heima á daginn þegar ég hef verið á næturvakt! En þá reyni ég að fara í ræktina og Ísak Andri getur farið í daggæslu á meðan og leikið við önnur börn sem hann hefur auðvitað bara gott af:) Hreyfing er rosa fín stöð og er ég þvílíkt ánægð að vera farin að æfa þar og vonandi endist ég í því.
Við förum svo líklega á ættarmót helgina eftir verslunarmannahelgi og verður það örugglega eina ferðalagið okkar þetta sumarið... Nema maður komist norður á Akureyri. Það eru heil 3 ár síðan við fórum þangað og mig langar alveg rosalega. Hitta ættingja og fara á leiðin pabba og ömmu. Þetta er eitthvað sem ég hef gert á hverju ári síðan ég var lítil og mér finnst alltaf svo yndislegt að fara á Akureyri!
Í gær fórum við í fyrsta skipti með barnið okkar á slysó! Ekki gaman. Hann brenndi sig á sléttujárninu mínu og fékk blöður á tvo putta! Við ákváðum að fara með hann niðureftir þegar við vorum búin að láta renna á fingurna á honum í klukkutíma og hann var ekkert að róast nema þegar hann var með þá undir vatninu. Það var sótthreinsað og búið um þetta og hann verður með umbúðir í tvo daga. Ekkert alvarlegt en samt, vá hvað manni líður illa með lilta barnið sitt slasað. En svona er þetta. Slysin koma fyrir og eitthvað segir mér að með þennan pjakk að þetta verði ekki eina ferðin okkar þangað niðureftir!! Hann er samt furðuhress og þetta er ekkert að angra hann í dag. Brenndi sig líka á hægri sem er ágætt því þá truflar það hann minna og hann er ekki svo heftur. Getur alveg borðað sjálfur og allt. Meira segja furðuhreinar umbúðirnar eftir nokkra matartíma:)
Veðrið ætlar að leika við mann þessa dagana og um að gera að nýta það og gera eitthvað skemmtilegt eins og að kíkja niður í bæ, fara í picnik eða bara skella sér í húsdýragarðinn. Margt hægt að gera í Reykjavík, sérstaklega á sumrin:)

Minn maður með umbúðirnar, rosa sterkur!

Kann pósurnar alveg... sýna allar tennurnar.

Wednesday, June 10, 2009

Júní...

Á leiðinni í hjólatúr:)

Maður er alltaf að brasa eitthvað eins og þetta til dæmis

Sætastur í sumarbústað

Og koma svo, ég get bara ekki hætt.
Við byjuðum júnímánuðinn á því að fara í bústað. Elva, Elvar og Rúnar Óli voru með okkur og það var rosalega gaman. Strákarnir voru voða góðir og við spiluðum og fórum í pottinn. Ég vann öll spil enda afburðagáfuð, hahaha og við Elva fórum á kostum og rústuðum strákunum!!
Við erum að njóta þess að vera heima með Ísak Andra en við þurfum líklegast að setja hann svo til dagmömmu hér þar til hann kemst inn á leikskólann sem er hér í götunni. Hann er nr. 3 á biðlista þannig að maður veit aldrei hvenær hann kemst inn.
Ég bíð spennt eftir skólanum í haust og er alltaf að verða spenntari. Finnst rosalega gaman að vinna vinnuna mína þó að það sé ekki alltaf gaman að hún sé á nóttinni. Það hentar samt ótrúlega vel. Finnst ég hafa hellings tíma til að vera með strákunum mínum og við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt eins og að fara út að labba og hjóla til dæmis... En ég er að ná að sinna áhugamálinu mínu mjög vel í vinnunni en ég er alltaf að prjóna á nóttinni á milli þess sem ég vinn fyrir laununum mínum:)
Við kíktum í Grindó um sjómannahelgina og það var rosalega gaman:) hittum fullt af góðu fólki og alltaf gaman að þessari helgi. Svo erum við að fara að kíkja aftur á morgun þar sem Raggi er að fara að gefa smakk fyrir brúðartertu og það hentar mjög vel þar sem Valdi kemur heim á morgun frá Norge og ég næ að hitta hann eftir langan tíma.
Í stuttu máli sagt líður okkur mjög vel og erum bara eins hamingjusöm og við getum verið á krepputímum:) Næsta mál á dagskrá er að borða betur og hreyfa sig meira... Nenni ekki að allir haldi að við séum bæði að ganga með barn bara út af "smá" maga, hehe!
Núna er skylda að kvitta, koma svo...
Ástarkveðja úr Voginum , Óskin.

maí...

Klappa fyrir því hvað maður er duglegur...

Mamma hjálpa

Sætastur

Já þá er um að gera að skella inn færslu. Var víst búin að lofa að vera virk í þessu og þá verð ég að standa við það:)
Við fluttum í bæinn, nánar tiltekið Gravarvoginn i byrjun maí. Það var flutt inn og komið sér þokkalega fyrir og svo var maður bara með kökur og fínerí á boðstólum þann 3. þar sem kella varð 26 ára gömul... Það var voða gaman að fá fólk í heimsókn og er alltaf þannig að þið þarna sem eruð ekki búin að kíkja þá er ekki nema 45 mínútur verið að keyra hingað frá Grindavík og margt hægt að gera í ferðinni:) Ég sakna svolítið fólksins í sveitinni en að öðru leyti þá á mun betur við okkur að búa í bænum. Við fundum það strax að við erum bara Reykjarvíkurfólk. Ekki að það sé eitthvað slæmt að vera suðurfrá... Við erum hæstánægð hér í lítilli íbúð. Enda er það fólkið sem maður er með en ekki staðurinn sem skiptir máli. Erum búin að koma okkur vel fyrir núna en það er búið að taka smá tíma enda við Ísak Andri búin að verða tvisvar veik síðan við fluttum. Ekki tengist það samt loftinu hér svona fyrir þá sem ætluðu eitthvað að benda á það, hehe:)
Við erum alltaf að gera eitthvað skemmtilegt og lét ég fylgja með myndir af okkur að gefa öndunum brauð. Ísak Andra fannst það æðislegt og var þvílíkt kátur. Fékk sér aðeins að borða líka svona til að athuga hvort við værum ekki að gefa þeim almennilegt brauð:)

Wednesday, April 15, 2009

Með pósurnar á hreinu...

Best að fara upp á bílinn til að komast aðeins hærra:)

Á flotta hjólinu í rigningunni.

Jæja kominn tími á annað blogg. Þetta er farið að vera einu sinni í mánuði. En betra en ekkert...
Fínt að frétta af okkur. Nóg að gera eins og á öðrum heimilum. Páskarnir búnir og voru mjög notalegir. Erum að passa hundinn Kolla fyrir Elvu og Elvar og það er ótrúlega gaman að hafa hund á heimilinu aftur. Sakna Neo samt mikið núna... Kolli er búinn að vera voða góður hjá okkur. Við fórum í leikhús um daginn á Fló á skinni með Óla og Kiddý og það var ekkert smá gaman:) Svo er ég að fara að djamma með æskuvinkonunum á föstudaginn og hlakka ekkert smá til þess. Langt síðan að við hittumst í partý.
Við erum að fara að flytja núna fljótlega og yfirgefa Grindavíkina. Ég er nottla búin að koma mér í meira nám og Raggi er kominn með vinnu í bænum. Hann er að fara að baka upp á Eir þar sem ég er að vinna líka:) Þá erum við bæði komin á fyrsta vinnustaðinn okkar í Reykjavík. Sniðugt hvernig hlutirnir eru stundum. Við erum voða ánægð með þessar breytingar enda fannst okkur rosalega gott að búa í bænum og Eir er góður vinnustaður.
Ísak Andri er alltaf að verða meiri grallari. Hann er farinn að klifra upp um allt og þarf að fylgjast vel með því hvað hann er bralla. Einn daginn tók hann sig til og færði kollinn inni á baði til svo hann gæti nú náð í tannburstann sinn sjálfur. Svo færir hann trommurnar sínar til að fara upp í sófann. Við erum búin að sýna honum hvernig á að fara niður með fæturnar fyrst því hann bara lét sig flakka niður úr sófanum alveg óhræddur eins og strákar eru oft. Maður sér alveg hvað Helena frænka hans er varkárari með svona hluti. Hann dafnar vel og er að lengjast mikið núna. Er að verða voða stór finnst okkur. Maður saknar þess stundum að vera með lítinn unga sem var kyrr í meira en hálfa mínútu. En auðvitað er alltaf skemmtilegasti tíminn sá sem er núna. Alltaf erum við að segja hvað þetta er skemmtilegt og þá tekur hann upp á að gera eitthvað nýtt og manni finnst eins og að þetta sé í fyrsta skipti sem barn gerir þann hlut. Því auðvitað finnst manni sitt barn vera fallegasta og klárasta barn sem uppi hefur verið:) Þið ættuð að kannast við það sem eiga börn. Alveg er þetta best í heimi...
Ætla að segja þetta gott núna og nýta tímann á meðan hann er hjá Rúnu og þrífa eitthvað.
kossar og knús, Óskin.

Thursday, March 19, 2009

Jæjajæja

Það er ekki annað hægt en að vera ástfanginn af honum;)

Vinkonurnar með guttana okkar þegar Jóhann Grétar var skírður.

Spurning um að fara að hætta þesu bloggi. Hægt að fylgjast með öllu á facebook... Segi svona. Endilega kvittið sem lesið þetta og ég get þá ákveðið hvort ég eigi að vera að halda úti síðu eða ekki.
Annars viðurkenni ég alveg að ég er löt við þetta undanfarið. Þó að það sé mikið að gera er maður enga stund að skella inn smá línu...
Mikið að gera á þessu heimili. Ísak Andri er orðinn voða stór strákur, tíminn líður allt of hratt! Hann er farin að sofa á nóttinni:) Það er alveg yndislegt að fá að sofa óslitið nánast alla nóttina og jafnvel til hálf 8. Geðheilsunni var rétt svo bjargað með þessu, segi svona. Allavegana eru allir á heimilinu miklu hressari þar sem við erum úthvíld:)
Eftir miklar pælingar ákvað ég að ég ætla ekki í framhaldsnám í sálfræði og ég er búin að skrá mig í hjúkrunarfræði í Háskólanum í haust og er rosalega spennt yfir því. Við stefnum á að leigja húsið okkar og flytja í Hafnarfjörðinn (Guðrúnu Helgu til mikillar gleði, en ekki annarra). Ætlum að vera flutt fyrir haustið... Ég er líka farin að vinna á gamla vinnustaðnum mínum Eir og finnst það mjög fínt og er því að hætta á videoleigunni fljótlega.
Svo í öðrum aðeins minni fréttum en samt sem áður mikilvægum þá var ég skírnarvottur þegar hann Jóhann Grétar sætilíus var skírður og fannst mér það rosalegur heiður:) Svo eignaðist ég litla yndislega frænku þann 10. mars þegar Eggi elsti bróðir minn varð pabbi. Fór að kíkja á hana í gær og hún er bara sæt.
Hef þetta ekki lengra núna. Kossar og knús, Óskin.

Tuesday, February 10, 2009

1. árs

þreytt en í sæluvímu:)
Sæti sæti:)



Já þá er litla barnið okkar orðið eins árs! Tíminn algerlega flýgur áfram og okkur finnst eins og hann hafi fæðst í gær. Minningin er allavegana það skýr:) Þvílíkt yndislegur dagur sem það var.


Undanfarið ár er auðvitað búið að vera æðislegt, skemmtilegt en stundum erfitt líka. Það er ekki alltaf auðvelt að eiga barn en það er án efa það besta í heimi:)


Ísak Andri er svo duglegur strákur. Farinn að labba út um allt fyrir mánuði síðan og stoppar ekki í bókstaflegri meiningu:) Hann spjallar allan daginn hvort sem við skiljum eða ekki. Þó eru nokkur orðin sem maður skilur. Svo er hann duglegur í sundinu og er farin til dagmömmu. Aðlögunin þar gekk rosalega vel og hann er ánægður þar. Hann er hjá Rúnu í Borgarhrauninu fjóra tíma á dag.


Afmælisveislan var á laugardaginn og þökkum við innilega fyrir strákinn:)

Wednesday, January 14, 2009

Vá hvað það er spennandi að labba!

Krúttilíus:)


Monday, January 12, 2009

Gleðilegt ár

Við erum búin að hafa það gott yfir jól og áramót og allt að gerast á þessu heimili. Ísak Andri er farin að labba. Hann tók sig til og sleppti sér tveimur dögum áður en hann varð 11 mánaða og labbaði bara einhverja 3 metra. Við bara gláptum og áttum ekki til orð. Ekkert verið að taka 2 skref eða eitthvað... Hann var svo farin að labba út um allt á laugardaginn þegar hann varð 11 mánaða:) Ekkert smá duglegur. Já og svo einn daginn var Ísak Andri að leika sér með bíl og gerði bílahljóð á fullu. Ég horfði bara á hann og spurði hvort hann væri í alvöru að gera bílahljóð. Ekkert smá duglegur. Þá var hann bara búin að læra það af pabba sínum. Það er svo mikill þroski í gangi að það er geggjað gaman. Hann segir mamma eins og hann fái borgað fyrir það. Svo kemur líka nana sem er nammi eða matur og svo segir hann líka babba og nei. Svo er eitt og annað sem er reglulega sagt en foreldrarnir vita ekki alveg hvað þýðir:)
Bara best í heimi að eiga barn. Hann er svo skemmtilegur. Svefninn er ennþá alltaf eitthvað í óreglu og ætlum við bara að kíkja til svefnráðgjafa enda bæði orðin svefnvana og með bauga niðrá kinn:/Hann er farinn að vakna kl. 5 og bara góðann daginn...Þá er ennþá nótt... Vonandi kemst þetta í lag sem fyrst. Við erum allavegana búin að prófa allt sem okkur dettur í hug til að barnið sofi lengur. Kannski ætlar hann bara að verða bakari eins og pabbi sinn. Ég er allavegna ekki þekktur morgunhani!
Við erum að byrja á framhaldsnámskeiði í sundi og hlökkum mikið til að fara í sund á hverjum laugardegi núna, annars höfum við alltaf farið reglulega í sund. Það er svo gaman. Líka ekkert smá flott vatnaveröldin í Keflavík. Mæli með að fara þangað:)
Jæja nenni ekki að skrifa meir. Finnst ég aldrei hafa neitt að segja og skrifa svo helling... Þar til næst... Bæjó!

10. jan eignuðust Guðrún Helga og Yngvi strák sem er alveg yndislegur. Innilega til hamingju dúllurnar mína. Þetta er svo æðislegt:)