Tuesday, December 30, 2008

Ekkert smá gaman!
Opna pakka:)

Ákvað að vera rosa dugleg og setja inn blogg fyrir gamlárs líka:)


Við erum búin að hafa það rosalega gott yfir hátíðarnar. Erum bara búin að vera með fjölskyldunni, borða og hafa það gaman:) Eins og flestir aðrir vona ég. Við kíktum líka eitt kvöldið inn í Njarðvík til Elvars og Elvu að spila og það var rosa gaman.


Ísak Andri var ekkert smá sætur á aðfangadag með bindi og í vesti yfir skyrtuna sína. Bindið var reyndar fjarlægt þar sem það var ekki vinsælt hjá litla manninum. Hann var pínu pirraður fyrri part kvölds en þegar hann var búinn að borða og við vorum komin langt með pakkana þá varð hann svona líka kátur og hló og hló! Við opnuðum flesta pakkana enda hafði hann meiri áhuga á pappírnum og kössunum en dótinu sjálfu á þessum tímapunkti. Hann opnaði samt aðeins líka. Svo er hann hæst ánægður að vera kominn með svona mikið smábarnadót og að við séum búin að losa hann við þetta ungbarnadót sem var algerlega hætt að vera spennandi. Ísak Andri fékk líka eitthvað að fötum og erum við hæstánægð með allt sem hann fékk, og auðvitað með gjafirnar okkar líka.

Núna hlökkum við bara til morgundagsins og óskum við ykkur gleðilegs árs og þökkum fyrir það gamla. Takk fyrir að fylgjast með okkur og litla prins hérna á blogginu:)

Tuesday, December 23, 2008

Gleðileg Jól

Alltaf gaman að standa allstaðar og tromma:)

Ákvað að henda inn einni færslu svona rétt fyrir jól. Við Ísak Andri erum bæði búin að ná okkur í ælupestina, sem betur fer kannski því hún er liðin hjá. Ótrúlegt hvað þessar pestir eru stutt að ganga yfir. Þannig að það er ágætt að koma því bara frá...

Annars er fínt að frétta. Í dag er planið að leggja lokahönd á jólastúss. Fara með kortin sem ég er að klára að skrifa. Svo erum við að fara í Njarðvík með pakka og svo er það nottla að þrífa þar sem ég var ekki í standi til þess í gær. Nóg að gera og svo er bara aðfangadagur á morgun. Ekki líður mér samt þannig. Tíminn líður allt of hratt. Finnst eins og það hafi verið í gær sem við vorum að tala um að við yrðum með 10 mánaða gutta eftir ár á jólunum. Og nú er það bara að gerast! Hann Ísak Andri er ekkert svo mikið í jólatréinu og við erum með pakka á gólfinu sem hann lætur í friði. Merkilegt það. Hann labbar meðfram öllu og fer í flest allt sem má ekki:)
Gleðileg jól öllsömul og hafið það rosalega gott:)

Friday, December 12, 2008

Jólin koma:)


Það er fínt að frétta héðan.

Ég er að læra og Raggi alveg að fara að vinna uppi í lóni aftur. Þessi mánuður er gjörsamlega búinn að hverfa frá okkur...

Maður er bara í jólaskapi. Get ekki beðið eftir þriðjudeginum og komist í jólafrí. Er annars búin að kaupa allar jólagjafir og það er ekki mikið eftir sem við þurfum að gera fyrir jól. Ætla að kíkja með Elvu vinkonu í bæinn eftir próf að klára það sem þarf:) Það verður örugglega gaman með brjálæðingana okkar báða með okkur, hehe.

Við fórum með Ísak Andra í fyrsta skipti í göngutúr á snjóþotu áðan. Það var bara sætt að sjá hann í þotunni. Sat bara og brosti. Tókum nú ekki stóran hring en þetta var rosa gaman. Alltaf gaman að gera allt í fyrsta skipti. Maður fær að vera barn aftur þegar maður eignast börn því þá gerir maður allt sem maður gerði þegar maður var lítill. Það á eftir að vera gaman að leika sér við hann. Þetta er æðislegt. Já og til að vera samkvæm sjálfri mér þá verð ég að setja inn hvað hann er orðinn stór strákur. Hann er orðinn 8.6 kg og 72.7 cm. Fylgir sinni kúrfu og læknirinn sagði að hann væri rosa flottur eins og vanalega. Hann er heilsuhraustur strákur. Svo er þriðja tönnin komin og skapið eftir því, hehe. Og maður er bara farin að labba meðfram og standa einn í smá stund einstaka sinnum. Þetta gerist allt of hratt! Hann er orðinn svo stór sæti strákurinn okkar:)
Svo er bara jólasaumaklúbbur í kvöld. Ég er búin að bíða lengi eftir því og hlakka ekkert smá til. Við borðum saman góðan mat. Allir fá pakka og svo verður bara sjallað, spilað og fengið sér í glas og svona fínerí. Unnur Perla ætlar að vera svo æðisleg að passa fyrir okkur svo við getum farið og skemmt okkur með vinum okkar. Það verður örugglega bara gaman:)
Jæja ætlaði bara að henda inn smá línu fyrir þá sem lesa bloggið. Ætla að halda áfram að lesa svo ég geti tekið frí seinni partinn með hreina samvisku...

Sunday, November 30, 2008

1. í aðventu

Það er svo gaman:)
Halló mamma og pabbi.

Halló. Vá hvað tíminn líður hratt. Það er kominn fyrsti í aðventu og ekki nema 24 daga í jól:)


Ég er bara farin að hlakka til jólanna. Við erum búin að skreyta allt, kaupa cirka helming af jólagjöfunum og Raggi búin að baka smákökur. En við ákváðum að skreyta snemma þar sem ég er bara að læra og læra þessa dagana. Er meira segja bara hjá mömmu að læra því ég hef svo mikið næði þar... Fer í tvö próf í vikunni og svo er síðasta prófið 16. des. Lesturinn gengur bara mjög vel:)


Annars er ég aðeins búin að ná að taka myndir fyrir Steina bró af krökkunum hans fyrir jólakortið. Er einmitt að fara í afmæli þangað á morgun. Kjartan Árni er að verða 7 ára. Talandi um að tíminn líði hratt... 7 ár síðan ég sá hann koma í þennan heim. Magnaðasta upplifun lífs míns fyrir utan að eignast barn sjálf. Það er yndislegt að vera viðstaddur fæðingu.


Ég kíkti aðeins í partý til Söru og Kobba á föstudaginn. Það var rosa gaman. Ég stoppaði stutt þar sem ég er í próflestri og þurfti að vakna snemma á laugardag og lesa. Við vorum svo í 1 árs afmæli hjá Helenu hans Valda í gær. Það styttist óðum í að við höldum barnaafmæli. Ég gaf henni jólasveinahúfu sem ég prjónaði sjálf. Hún er ekkert smá flott! Ég er allavegana rosalega ánægð með hana þar sem ég er ekki búin að prjóna neitt að ráði í langan tíma og aldrei farið eftir uppskrift. Nú er næst á dagskrá að gera aðra á Ísak Andra og Evu Maríu. Hún eignaði sér húfuna hennar Helenu:) En ég hef nægan tíma milli prófa og jóla til að prjóna.


Það er ágætt að frétta semsagt. Ísak Andri farin að sofa betur en hann vaknar samt alltaf mjög snemma. Það er bara hann. Maður verður bara að venjast því. Það er svosem allt í lagi ef maður fær að sofa nánast óslitið á nóttinni. Hann er bara sætur þegar hann er að rumska... Maður heyrir í honum, fer inn í herbergi og þá situr hann og er hálfsofandi að leita að snuðinu sínu. Svo leggjum við hann niður aftur með snudduna og þá er hann dottinn út með það sama:) Svo hef ég gleymt að setja það inn á bloggið að dúllan okkar er farin að segja mamma (þónokkuð síðan það var) og svo segir hann líka nei og babba stundum:) Það er æðislegt að heyra hann segja þessi fáu orð sem hann kann. Hann spjallar þó heilan helling í viðbót. Við bara skiljum það ekki.


Nú ætla ég að halda áfram að læra:)

Kveðja Bjartsýna og jákvæða Ósk:)

Saturday, November 15, 2008

Loksins

Raggi vinsæll !

Krakkarnir að leika sér. Júlía Björk og Emilía Ósk eru mjög hrifnar af Ísak Andra:)

Já það er svei mér þá bara kominn tími á nýja færslu.

Síðan síðast þá er Raggi kominn á fertugsaldurinn, hehe:)
Það komu fullt af vinum og vandamönnum í kaffi hérna á afmælisdaginn. Ég ákvað að setja inn myndir af því. Þetta var voða gaman. Allt of sjaldan sem maður hittir allt þetta fólk. Það eru allir alltaf svo uppteknir. Við erum engin undantekning þar á. Mér finnst samt að maður eigi að reyna að finna meiri tíma til að hitta vini sína... Það er alltaf svo gaman þegar það gerist. Við einmitt fórum seinasta sunnudag til Rósu og Jóa að spila. Ekkert smá langt síðan að við gerðum það og við skemmtum okkur mjög vel. Það er líka nauðsynlegt að fara út og gera eitthvað annað en að hanga yfir sjónvarpinu öll kvöld!

Það er eitthvað að róast yfir skólanum núna í sambandi við verkefni og krossapróf. En auðvitað er farið að styttast í jólaprófin og ég þarf að vinna marga kafla upp fyrir það. Raggi er komin í mánaðar fæðingarorlof núna svo ég geti einbeitt mér að skólanum. Enda þörf fyrir það. Ég er að klára og þá er ekkert í boði að vera illa lærður. Ég er ekki búin að geta lært eins og ég vildi yfir önnina en næ vonandi að vinna það upp núna:)

Svo er ég líka búin að reyna að hafa tíma til að sinna áhugamálinum mínu sem er að taka ljósmyndir ef þið vissuð það ekki. Og það er ekki mikill tími sem ég hef í það en ég er nú samt búin að afreka eitthvað. Tók myndir af Helenu og Evu Maríu seinustu helgi. Svo fór ég á miðvikudaginn í Njarðvík til Elvu vinkonu og tók myndir af Rúnari Óla og frænku hans Birtu Rós. Ég er bara ánægð með afraksturinn og er þakklát fyrir alla æfingu sem ég fæ. Er að fara yfir myndirnar og það tekur smá tíma... En setti nokkar á facebook og Flickr síðuna mína svo það er hægt að sjá eitthvað af þessu:) Mér finnst þetta rosalega gaman og þó að þetta sé ekkert professional þá sé ég alveg hvað maður tekur miklum framförum á að æfa sig og fikta.
Ísak Andri er sprækur og æðir út um allt:) Hann stendur líka upp við allt núna og er rosa montinn! Við erum ennþá að vinna með svefninn hans. Vá hvað ég hlakka til að það komist í lag! Þetta virðist eitthvað vera að skána en í seinustu viku vaknaði hann kl. 5 á morgnana í nokkra daga í röð og ekki séns að fá hann til að sofna aftur. Tvær síðustu nætur höfum við fengið hann til að sofna aftur sem betur fer og daglúrarnir hans eru að breytast eitthvað líka sem á eftir að hafa góð áhrif á nóttina. En það er svo yndislegt að eiga þennan gullmola að maður er svosem ekki að væla of mikið yfir þessu. Það sagði enginn að það væri bara auðvelt að eiga barn. En það er það besta í heimi eins og ég hef oft sagt!!!
Endilega að kvitta svo ég sjái hverjir eru að skoða síðuna.

Wednesday, October 29, 2008

Nú er friðurinn úti!

Þetta er spennandi:)Jæja best að taka til eftir sig!!

Mér finnst ég svo sem ekki hafa neitt að segja núna... Erum bara heima þar sem Ísak Andri er veikur núna. Hann er með smá hita og hálsbólgu. Hann er voða lítill eitthvað. Svaf bara upp í hjá okkur í nótt því okkur fannst svo ljótt hljóð í honum. Það varð líka ekki svo mikið um svefninn. Við vorum að komast á ról með að taka svefnrútínuna í gegn og ég ætla að vona að það fari ekki úr skorðum núna.
Við fórum með hann í vigtun og sprautu seinasta fimmtudag. Hann er orðinn 8.2 kg og 71.5 cm. Bara flottur. Læknirinn sagði að hann yrði örugglega langur og grannur. Hann fæddist nefninlega einu staðalfráviki fyrir neðan meðaltal í hæð og þyngd og fylgir alltaf línunni sinni í þyngd en hann er kominn í meðaltalslínu í hæð núna. Svo var hann ekkert smá duglegur að fá sprautuna og varð ekkert slappur af henni. En hann er með banaexem í kinnum og ég á að fara með hann í ofnæsmispróf bara til að útiloka að þetta sé bara exem en ekki fæðuofnæmi. Vonandi kemur það bara vel út.
Annars er litli guttinn okkar sprækur og er farin að fara út um allt hús á rassinum. Bara sætt að sjá hann og hvað hann er snöggur líka. Hann fer auðvitað beint í hluti sem hann á ekki að fara í:) Sjónvarpsskápurinn er mjög spennandi og læt ég fylgja myndir af því þegar hann opnaði hann einn daginn og var aðeins að kíkja á hvaða dvd myndir mamma og pabbi eiga. Hann er mjög orkumikill og stoppar ekki þegar hann er vakandi. Sem er bara eins og það á að vera. Svo er hann líka alltaf að spjalla meira og meira og koma með ný hljóð sem við erum himinlifandi að heyra. Bíðum spennt eftir því að heyra eitthvað sem við skiljum eins og mamma eða pabba:) Það gæti alveg farið að koma.
Af okkur Ragga að frétta er ekkert merkilegt fyrir utan það að kallinn er að verða 30 ára á laugardag:) alveg að komast á fertugsaldur, hehe... Við ætlum að vera með smá kaffiboð fyrir vini og vandamenn til að halda upp á þetta. Held að þetta sé í fyrsta skipti sem Raggi samþykkir að halda upp á afmælið sitt. Kannski er þetta aldurinn. haha:) Skrýtið hvað tíminn líður hratt eftir 20 ára afmælið. Mér finnst ég bara alltaf vera 18 ára og nýbúin með grunnskóla. En nei maður er bara að orðinn fullorðinn með ábyrgð og svona skemmtilegheit.
Já og af verkefnum og prófum að frétta er það að mér gekk rosa vel. Eiginlega betur en ég þorði að vona þar sem ég náði ekki að læra alveg eins mikið og ég vildi. Fékk svo bara þessar fínu einkunnir:) Maður er greinilega skipulagðari þegar maður á barn.

Jæja ætla að reyna að gera eitthvað á meðan litli sæti sefur...

Wednesday, October 22, 2008

Tíminn líður hratt...

Litli sakki sokkur mjakar sér út um allt á rassinum og finnst ekkert skemmtilegra en að lemja sjónvarspskápinn. Hann er alveg að fara að skríða á 4 núna... Gerist rosa hratt. Það er sko ekki eins erfitt að teygja sig í hlutina þegar maður getur hreyft sig um og þá er komið að því hjá foreldrunum að fara að kenna hvað má og hvað má ekki. Gaman að því:)

Með Rúnari Óla vini sínum:)

Langt síðan ég bloggaði síðast. Enda var frekar mikið að gera í seinustu viku. Verkefni lokið. krossaprófum lokið og umræðutíma lokið. Svo gerði Raggi skírnartertu. Nóg að gera umfram þetta venjulega.
Við enduðum svo vikuna á að fara í sumarbústað með Elvu, Elvari og Rúnari Óla. Þau buðu okkur að koma með sér og það var alveg æðislegt. Mikið spjallað! Hlegið, borðað, spilað og haft gaman með litlu grallarana. Við gátum meira segja farið í pottinn með strákana því hann er yfirbyggður.

Jæja ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna. Set inn meira næst. Við erum að fara með hann í vigtun og sprautu á morgun. Það verður gaman að sjá hvað hann er orðinn þungur og stór:)

Thursday, October 9, 2008

Já ég er bara sætastur...

Hann var í smá myndatöku hjá mömmu sinni þessi elska. Þótti sko ekki leiðinlegt að sprikla á sprellanum í rúminu okkar:) Bara sætur og flottar myndirnar sem ég náði af honum.

Ég ákvað að setja inn færslu þar sem ég þurfti aðeins að stoppa í lærdóm. Er að læra eins og brjálæðingur núna. Í næstu viku er ég BARA að fara í 2 krossapróf, skila verkefni og sjá um umræðutíma. Merkilegt hvað þetta hrúgast upp á sama tíma. Svo róast þetta aðeins og er ekki svona mikil törn fyrr en bara í jólaprófunum. Próftaflan kemur einmitt á morgun og ég er spennt að sjá hvernig þetta raðast hjá mér. Vonandi ekki allt ofan í öllu og á síðasta degi sem er 20 des! Það er sko meira en að segja það að vera í háskóla með lítið barn.

Kallinn okkar er að verða 8 mánaða á morgun. Ég trúi því varla hvað þetta líður hratt. Um þetta leyti fyrir 8 mánuðum var ekkert að gerast og ég talaði við Rósu í símann. Svo bara um miðja nótt vaknaði mín með verki og 5,5 tímum eftir það komið barn. Já lífið breyttist frekar mikið á stuttum tíma:) Bara yndislegt að hugsa til dagsins sem hann fæddist. Og hann er fullkominn. Þið skiljið þessa væmni sem eigið börn og þið hin eigið bara eftir að upplifa þetta...

Hann var svona lítill. Sakna þess bara stundum að vera með svona lítið kríli, þau stækka allt of hratt.

Monday, October 6, 2008

Sjáiði flottu tönnslurnar mínar:)


Já einn daginn vorum við Raggi að leika okkur með syni okkar. Þetta er ein útgáfan af taubleiu á hausnum. Langaði að sýna ykkur tennurnar hans:) Svo er önnur útgáfa af gamalli konu. Hann var ekki að fíla það eins mikið, hehe.

Við fórum í skírn á laugardaginn þar sem stelpan hjá Telmu og Svenna var skírð. Hún heitir Kara Mjöll. Rosa flott nafn finnst mér. Það var mjög fínt og fékk maður nóg af góðum kökum. Þar á meðal skírnartertuna sem Raggi gerði. Hann vissi nafnið semsagt kvöldið áður og ég var ekkert smá forvitin. Hann ætlaði síðan heldur betur að ná mér á laugardaginn þegar hann var að skreyta kökuna og spurði mig hvort hann ætti ekki bara að segja mér nafnið þar sem hann væri að fara að setja það á kökuna. Ég myndi bara þykjast ekkert hafa vitað. Ég var ekkert smá hneyksluð á honum og sagðist nú alveg geta beðið í 2 tíma í viðbót og myndi sko alveg virða það við þau að ég ætti ekkert að vita. Svo fattaði ég að hann var bara að testa mig þar sem ég er mjög forvitin og ætlaði aldrei að segja mér neitt. Ég er mjög fegin að hafa staðist það, haha... Annars hefði hann notað þetta óspart á mig.

Svo á laugardagskvöldið fékk ég sms frá Söru um að hún og Birna væru að fara að fá sér bjór og spurði hvort ég vildi ekki kíkja. Ég var ekkert smá fegin því ég var ekki að nenna að glápa á sjónvarpið enn eitt kvöldið og laugardagur í þokkabót... Þannig að ég var bara leiðinleg við Ragga og skildi hann eftir heima og kíkti á þær. Það var rosa gaman. Langt síðan við gerðum þetta og það var mikið spjallað og var mjög gaman. Ég drakk tvo bjóra og var bara vel í því. Algjör hæna:) kom ekki heim fyrr en um 2. Sem er mjög seint í ljósi þess að við erum að vakna á milli 5 og 6 þessa dagana.

Það er svolítið mikið vesen búið að vera á honum Ísak Andra á nóttinni og við erum að reyna að koma svefninum í betri rútínu þannig að hann sofi meira á nóttinni. Erum orðin frekar langþreytt og þetta er ekki alveg að virka þar sem við erum í skóla og vinnu. Svo er hann að sofa vel á daginn. Ætlum að reyna að fækka daglúrunum hans og athuga hvort hann sofi meira á nóttinni þá. Nenni ekki lengur að vera komin á fætur um 6. 7 er alveg fínt bara. Kannski er þetta bara út af tanntöku en hann er orðinn mjög góður af bakflæðinu og er bara rosa hress og kátur strákur. Hreyfiþroskinn er á flugi núna og hann er alltaf að hreyfa sig meira og öðruvísi.

Ég ætla ekki að hafa þetta lengra núna, nógu langt samt sem áður. Við erum að fara að heimsækja Telmu og co. Hún á afmæli í dag! Til hamingju sæta:) Svo erum við stelpurnar í saumó að fara að hittast með krílin okkar seinna í dag og borða saman. Hlakka til.

Svo sendum við kveðju til Steina á Siglufirði, Habba í Búðardal, Valda í Noregi, Egga í Austurríki og Himma á Nýja-Sjálandi. Bræður manns eru út um allt núna. En ég fæ að sjá þá alla um Jólin!!

Kossar og knús, Ósk, Raggi og Ísak Andri.


Posted by Picasa

Sunday, September 28, 2008

Mamma með gullin sín, vantar Birnu Líf og Árna Kristinn
Flottu feðgarnir
Ísak Andri á leið í bað:)
Löngu kominn tími á nýja færslu. Hef samt ekki mikið að segja núna. Lífið gengur sinn vanagang og það er mikið að gera hjá okkur. Ísak Andri dafnar vel og er alltaf að þroskast. Maður sér breytingu liggur við á hverjum degi. Okkur finnst hann orðinn svo stór og mannalegur:)
Magnað hvað hann gefur okkur mikla gleði!
Set inn meira við tækifæri en þið verðið að láta myndirnar duga ykkur núna...

Tuesday, September 16, 2008

Á leiðinni í göngutúr:)

Ég var klukkuð af Þorgerði og verð því að deila þessu með ykkur...

Fjögur störf sem ég hef unnið.

Humarvinnsla í fiskanesi
Hjúkrunarheimilinu Eir á alzheimerdeild
Skammtímavistunni Eikjuvogi
Bláa lónið

Fjórar bíomyndir sem ég held uppá.

Wedding singer
Walk the line
Forrest Gump
X-men
Og endalaust margar myndir í viðbót.


Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Grindavík: Borgarhraun og Arnarhraun
Reykjavík: Njálsgata og Laugarásvegur


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.

So you think you can dance eru í langfyrsta sæti!
Greys anatomy
Desperate houswifes
Friends


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríi.

Spánn
Portúgal
Holland
Noreg
Og fleiri


Fernt matarkyns sem ég held uppá.

Kjúklingur
Humar
Pizza
Og allt annað sem Raggi eldar


Fjórar bækur sem ég hef oft lesið.

Skólabækur!
Man ekki eftir bókum sem ég hef lesið oftar en einu sinni, geri þó ráð fyrir að það verði nokkrar barnabækurnar í framtíðinni...
Bækur í uppáhaldi núna eru : Flugdrekahlauparinn, þúsund bjarta2r sólirbn og munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Inbrrthnr yiurd89p (Ísak Andri er að tjvá sig líka J) c bkkhimgfhq9ikkkm



Fjórir bloggarar sem ég klukka

Elva Björk
Unnur p-efkmð
Ella Dís
nhjeo´n´ver
Já það eru ekki margir af þeim sem ég umgengst að blogga...


Annars er allt fínt að frétta. Ísak Andri er reyndar eitthvað búin að vera pirraður og svefninn í smá ólagi seinustu tvær nætur. Við höldum að það sé tanntakan. Ef hann heldur þessu áfram förum við bara til læknis og látum skoða hann. Vonandi er þetta bara tennurnar en ekki eyrun eða eitthvað. Vonum það besta:)
Við Raggi erum á fullu í ræktinni og hann var að byrja í 12 vikna áskorendakeppni í orkubúinu en ég er enn í konuátakinu sem er í 8 vikur. Læt ykkur vita hvernig það gengur:)
Það er því brjálað að gera á þessum bæ sem er bara fínt. Manni leiðist ekki á meðan...
Saumó á miðvikudag. Komnar ú sumarfríi og ekki laust við að maður sé spenntur að hitta þessar skvísur. Mér finnst kominn tími á að við tökum smá djamm saman. Bara í heimahúsi eða eitthvað. Hvað finnst ykkur stelpur??
Allir að kvitta í komment núna þó það sé bara kvitt og ekkert meira.



Saturday, September 13, 2008

7 mánaða

Í rauðu náttfötunum sem ég keypti þegar ég var ólétt og fannst heil eilífð þar til barnið mitt myndi passa í þau! Bara sætur í þessu:)
Já ég er bara rosa sætur í rúminu mínu:)
Á ég að fara að sofa. Æi mamma!

Jæja, það er komin rúmlega vika síðan síðasta blogg var sett inn. Fólk er greinilega á þeirri skoðun að það verði að vera vikulegt blogg, sem er bara fínt. Það er nottla orðið frekar mikið að gera hjá okkur og ekki enn gefist tími í að dúlla í einhverju svona. En þar sem maður er vaknaður kl. 6 á laugardagsmorgni þá er ekkert annað að gera en að skella inn færslu.

Ísak Andri situr á leikteppinu og er orðinn svo duglegur að sitja einn að maður þarf ekki að sitja alltaf yfir honum ef hann skyldi nú detta. Þvílíkur þroskamunur sem er að eiga sér stað. Það er meira á hverjum degi held ég bara. Það sem hann er er farin að gera núna hefur hann meira vald á á morgun.
Það gengur ekkert smá vel að hafa hann í sínu herbergi. Ég hélt að þetta yrði eitthvað mál, en neinei gengur bara eins og í sögu og allir farnir að sofa meira og betur. Það er bara snilld að fá að sofa og ég er ekki frá því að við séum að vinna upp svefn seinustu mánuða. Ísak Andri er samt annað slagið að vakna um 6 en það kemur oftar fyrir að hann sofi til 7 sem er góð framför.

Hann fékk aðra tönn nokkrum dögum eftir að sú fyrsta kom og er farið að sjást og heyrast vel í þeim. Bara sætt... Við Inga erum að passa fyrir hvor aðra og eru hann og Helena því mikið saman. Þau eru svo sæt. Það eru 2 1/2 mánuður á milli þeirra en þau eru svipað stór, hann meira segja þyngri. Svo er hún auðvitað farin að skríða út um allt og hann situr bara og fylgist með henni. Svo rífast þau um dótið og svona:)
Annars er bara gott að frétta. Nóg að gera. Mér lýst bara vel á skólann og held að þetta verði bara gaman. Er ekki með þennan leiða sem ég var komin með og þá er þetta skemmtilegt.
Set líka inn tvær myndir úr bústaðnum. Átti það alltaf eftir...

Thursday, September 4, 2008

Maður er svo duglegur að sitja einn:)

Jæja þá er ég byrjuð í skólanum. Það er svolítið skrýtið en gaman samt. Ég fékk gamla tilfinningu við að fara í skólann á þriðjudag og er bara frekar spennt fyrir haustinu. Ég var komin með svo mikinn skólaleiða að ég naut þess ekki að vera í skóla en núna er ég svo fersk og tilbúin í þetta. Hlakka til að klára þetta. Fann fyrir miklum söknuði til Kristínar Birnu og Þóreyjar en við vorum mikið saman í skólanum og þær eru báðar komnar með sína BA gráðu. Skrýtið að vera allt í einu ekkert í kringum þær núna. Lóa verður held ég í einhverjum tímum með mér og það verður gaman að hitta hana.

Það verður mikið að gera á þessu heimili og því nauðsynlegt fyrir okkur Ragga að vera skipulögð. Það er sko allt annað að vera 2 eða 3 í heimili. Maður verður að hafa meiri tíma til að eyða saman. Það er svo mikill þroski í gangi hjá Ísak Andra að það er ótrúlegt. Þessi börn verða alltaf minni og minni ungabörn og mér finnst hann sko ekkert ungabarn lengur. Hann er farin að gera svo margt og ég sé bara hvað það verður mikið að gera þegar hann fer að skríða og labba. Hann er farin að sitja mjög vel einn þó við förum ekki frá honum. Það kemur alltaf að því að hann dettur en þó líður alltaf lengri og lengri tími á milli. Svo er hann líka farin að færa sig út um allt og farin að ýta sér afturábak með höndunum. Það er bara tímaspursmál hvenær hann fattar endanlega hvernig á að skríða. Hann ýtir sér oft upp á hné og ýtir rassinum upp en fattar ekki að nota fremri hluta líkamans með til að hjálpa að koma sér áfram. Hann er alltaf svo duglegur að borða og heldur sjálfur á pela og stútkönnu. Skapið er enn til staðar og þegar hann missir dót eða nær ekki í það þá verður hann stundum bara reiður. Það er bara sætt að fylgjast með honum því persónuleikinn skín alltaf meira í gegn með meiri þroska.
Nýjasta í fréttum með Ísak Andra er að hann er búin að sofa tvær nætur í sínu eigin herbergi. Við ákváðum að færa hann því hann er orðinn svo stór stákur. Ég var farin að sofa svo illa því hann byltir sér svo mikið þar sem hreyfigetan er svo mikil og ég var alltaf að rumska við þessi læti og hann steinsofandi. Ég var líka á þeirri skoðun að pabbi hans væri of fljótur að sinna honum ef hann heyrði í honum og væri þar af leiðandi að vekja hann með þessu veseni við að laga hann til og vera ofurpabbi:) Taka það fram að Raggi er ekki sammála mér með það. Fannst ég bara vera of hörð, hehe. En Ísak Andri búin að vera rosa duglegur strákur þessar tvær nætur og svaf frá því að hann sofnaði um 8 á kvöldin alveg þar til hann vaknar á morgnana sem er ennþá kl. 6, og þá er maður bara glaðvaknaður. Það er svaka munur að vera ekki alltaf að vakna nokkrum sinnum á nóttinni og því held ég að allir séu sáttari og fái betri svefn. Okkur finnst þetta svolítið skrýtið og við söknum þess að hafa hann ekki alveg hjá okkur en við ætluðum alltaf að setja hann í sitt herbergi snemma og erum ánægð með hvað það gengur vel. Merkilegt hvað foreldrarnir þurfa að aðlagast öllum breytingum líka:)
Já, þá held ég að hafi ekki meira að segja. Er bara ánægð með lífið og litla gullmolann minn.
Að spjalla við pabba sinn...

Posted by Picasa

Friday, August 29, 2008

Fyrsta tönnin komin:)



Já síðan við fórum í bústað er ýmislegt að frétta...
Það sem allir vita er að:
Ísland er stórasta land í heimi og við fengum silfur í handbolta á ólympíuleikunum:)

Það sem færri vita er að:
Ísak Andri er komin með fyrstu tönnina sína:) bara gaman. Pabbi hans fann hana og skuldar þar af leiðandi Ísak Andra gjöf. Við vorum búin að bíða lengi eftir þessari tönn, héldum alltaf að þetta væri að koma og vorum svo eiginlega hætt að pæla í þessu því hún var ekkert að láta sjá sig.
Svo er líka í fréttum að Ég er að fara að eignast lítið frændsystkini í byrjun mars á næsta ári. Eggi elsti bróðir minn á von á sínu fyrsta barni og samgleðst ég honum og Önnu innilega. Alveg hreint æðislegt. Mamma er semsagt að fara að fá níunda barnabarnið á níu árum! Loksins þegar börnin hennar fóru að fjölga sér hætta þau ekki:)
Inga hans Valda ætlar að vera með Ísak Andra fyrir okkur þar til Raggi fer í fæðingarorlof um miðjan nóv. Hann fer því ekki til dagmömmu fyrr en eftir áramót. Stór hnútur hvarf úr maganum á mér sem kemur aftur seinna örugglega:) Ég verð líka aðeins með Helenu fyrir hana því hún er að byrja að vinna smá en hún passar nú meira fyrir mig þessi elska. Mér finnst miklu betra að vita af honum hjá ættingjum og hann og helena eru svo góð saman og á svipuðum aldri. Hann er líka svo hrifinn af Ingu!
Raggi verður svo heima í mánuð og ég get lært fyrir prófin mín og svo fer ég ekki í skólann eftir jólafrí fyrr en um miðjan janúar. Bara flott plan. Ég er rosalega ánægð:)
Ég er að byrja í ræktinni á mánudag í átakshóp og hlakka rosalega til. Tími kominn á að bæta lífstílinn. Er bara búin að þyngjast síðan Ísak Andri hætti á brjósti. Við Raggi ætlum að taka okkur á og vera aðeins meira healthy. Maður þarf víst að vera góð fyrirmynd fyrir börnin sín:)

Það var æðislegt að vera í bústaðnum. Mamma kíkti til okkar eina nótt og svo komu Valdi og Inga tvær nætur. Það var mjög gaman að fá þau öll og það var mikið spilað og borðað... Við litla fjölskyldan höfðum það næs og reyndum að hlaða batteríin og njóta þess að vera saman.

Posted by Picasa

Thursday, August 21, 2008

Nú förum við í sumarfrí...


... Loksins! Við erum að fara upp í sumarbústað og verður þar í viku. Eins og fólk hefur tekið eftir er ég mjög spennt fyrir því:) Ég ákvað að blogga þar sem það kemur ekki nýtt blogg fyrr en eftir að minnsta kosti viku...

Hann er bara fallegur:)

Ég er að æfa mig á myndavélinni og er að fá nokkrar góðar myndir. Þetta er ekkert smá skemmtilegt hobbý og ég á sko eftir að vera í þessu áfram:) Við Sara getum líka skroppið saman í ljósmynda ferðir einhvern tímann. Hún er rosa klár með sína vél. Þið getið kíkt á flickr síðurnar okkar hér af link á síðunni...

Við Ísak Andri vorum að koma úr vigtun og sprautu. Hann er orðinn 7.460 kg og 66.5 cm langur. Bara flottur. Hann var alltaf undir meðalkúrfunni en er kominn yfir meðaltal núna. Hann er svo duglegur og sætur. Hann er alltaf að gera eitthvað nýtt og er orðinn algjör kúrikall. Það er svo gott þegar hann leggur sig upp að manni og er að knúsa mann. Það er svo góð tilfinning að vera svona mikilvægur gagnvart barninu sínu. Þegar fólk er að tala við hann og við höldum á honum þá hjúfrar hann sig upp að manni eins og hann sé feiminn. Bara sætt. Samt er hann ekki mannafæla eða neitt þannig. Allavega ekki ennþá:) Svo er hann nánast farin að sofa alla nóttina og eiginlega hættur að fá næturpelann. Það er sko lúxus. Við erum að fara á fætur á milli 6 og 7 á morgnana. Er rosa sátt þegar ég fæ að sofa til 7:) En plúsinn er að á móti er hann að fara að sofa upp úr 8 á kvöldin. Og þá er tíminn okkar... Það er notalegt að fá smá tíma fyrir sig.

Mynd af kúrikallinum eldsnemma að morgni til (sem útskýrir hvað mamman er sjúskuð, hehe)

Svo ætla ég að óska Telmu og Svenna innilega til hamingju með gullmolann sinn. Þau eignuðust stelpu í gær:) Ég er að fara á eftir að máta hana og hlakka ekkert smá til. Telma var gangsett þar sem stelpunni leið svo vel hjá mömmu sinni. Hún ætlar greinilega að vera þrjósk. Hún og Ísak Andri verða góð saman:) Bara æðislegt...

Þar til næst, knús og kossar til ykkar. Pollýanna og co.

Wednesday, August 13, 2008

Stór Strákur


Helena Anja og Ísak Andri úti í góða veðrinu

Jæja þá er kominn tími á nýja færslu finnst mér.
Ísak Andri er orðinn 6 mánaða og mér finnst hann orðinn rosa stór. Hann var 7 kg í síðustu vigtun en það eru 3 vikur síðan og bara ein vika í næstu vigtun. Hann er líka farin að síga heldur betur í. Okkur finnst eins og hann hafi á einni nóttu hætt að vera ungabarn og orðið barn... Hann er til dæmis farin að drekka einn til tvo pela á dag og borðar því meira af maukuðum ávöxtum, grænmeti og graut. Svo drekkur hann líka úr stútkönnu og veltir sér út um allt og er kominn út á gólf áður en maður veit af. Það er sko ekki hægt að líta af honum núna. Hann sveiflar sér á magann af bakinu um leið og hann er lagður niður og stundum er eins og hann ætli hreinlega að skríða af stað. Þetta er svo mikill þroski sem er í gangi að það er ótrúlegt. Maður sér bara hvað hann er orðinn miklu meira athugull og meðvitaður um umhverfið sitt. Það er svo sætt líka þegar hann kúrir sig að manni þegar hann verður pínu feiminn. Greinilega farinn að gera mun á þeim sem hann þekkir vel og illa. Þetta er bara yndislegt barn og auðvitað það fallegasta í heiminum:) Ég elska þegar allir eru að segja hvað hann er sætur og með falleg augu og svona. Maður getur rifnað úr stolti! En svo eru allir að segja að hann sé alveg eins og pabbi sinn. Skil ekki hvað fólk er að tala um!! Neinei segi svona. Hann er voðalega líkur Ragga:)
En Ísak Andri er orðinn miklu betri eftir að hann fór í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferðina. Hann er stundum eins og annað barn. Miklu ánægðari með lífið:) Svefninn á nóttinni er eitthvað aðeins að stríða okkur. Erum að vinna í því að koma því í lag.

Við skruppum í sumarbústað til Guðrúnar Helgu og Yngva síðustu helgi og vorum yfir eina nótt. Það var bara næs! Við vorum bara að slappa af, spila og borða:) Hefði vilja vera lengur... En við erum svo að fara í okkar bústað þann 22. og verðum í viku þá:) Ég hlakka ekkert smá til. Það verður örugglega yndislegt. Svo er bara að styttast í að ég fari í skólann að klára loksins og Ísak Andri til dagmömmu. Hann fer til hennar Rúnu í borgarhrauninu. Ég er ekki tilbúin að setja hann til dagmömmu og ég kvíði alveg hrikalega fyrir því. En svo þegar ég pæla í því þá er þetta erfiðara fyrir mig en hann. Hann verður bara í 4 tíma og mun að öllum líkindum sofa í 2 af þeim tímum. En svona er þetta. Ég ætla allavegana ekki að fresta náminu meira. Svo er ég alltaf að velta fyrir mér hvað ég geri í sambandi við meira nám og eru margar hugmyndir búnar að poppa í kollinn á mér. En ég er á þeirri skoðun núna að ég ætla að fra í framhaldsnám í sálfræði og verða sálfræðingur. Held ég verði bara ágæt í því starfi:)

Bestu kveðjur, Óskin sem er að pæla á fullu:)
Posted by Picasa

Saturday, August 2, 2008

Jæja...
Ekki mikið að frétta héðan af bæ.
Við fórum með Ísak Andra í vigtun um daginn þegar hann var akkurat 5 1/2 mánaða. Þá var hann slétt 7 kg. og 65 cm. Hann er að verða svo stór og sígur sko í þegar maður heldur á honum. Hann fékk sprautu líka og við fundum ekki fyrir neinni óværð eða hita hjá honum. Hann er nú samt búinn að vera frekar erfiður undanfarna viku og held ég að það sé bakflæðinu að kenna. Ég fór með hann aftur í höfuðbeina og spjaldhryggsmeðferð og viti menn, hann var miklu betri í nótt. Hún sagðist finna mikla spennu hjá vélindanu þannig að þetta stemmir alveg. Vona að þetta fari að þroskast af honum. Þoli ekki þegar honum líður illa greyinu.
Annars er hann fullur af krafti og yfirleitt er hann að bylta sér á alla kanta í rúminu sínu og stundum er hausinn kominn þar sem fæturnar voru upphaflega:) bara fyndið að sjá hann þegar maður fer að sinna honum.
Við erum bara heima um helgina og Karel er hjá okkur þar sem Heiða og Maggi fóru til Danmerkur. Strákarnir skruppu í bíó og ég ætla bara að horfa á step up 2 á meðan og hafa það gott!

Set inn sætar myndir úr baðinu hjá honum... Í sætinu sem Þorgerður og Siggi gáfu honum.
Hvað er verið að troða mér í baðið í þessu dóti??

Jæja best að smakka aðeins á þessu...

...Svo er líka hægt að leika í bíló:) brrrr

Mig langar að þakka fyrir kommentin. Gaman að sjá hverjir fylgjast með...

Monday, July 28, 2008

Brúðkaupsafmæli

Já við Raggi erum búin að vera gift í eitt ár. Ekkert smá fljótt að líða... Held við þurfum bara að fara að yngja upp eða eitthvað:) hehe. Já við erum voða fullorðinn eitthvað núna. Gift með barn. Samt er maður eins. Þetta ár hjá okkur er auðvitað búið að vera viðburðaríkt og búið að einkennast af óléttu og að sjá um ungabarn. Þetta er bara búið að vera æði:) Ég hefði ekki getað trúað hversu mikla hamingju barnið manns getur veitt manni. Að vera foreldri er best í heimi. Skil ekki af hverju maður var eitthvað að bíða með þetta. Annars hef ég alltaf sagt að börnin koma bara þegar þau koma.

Ísak Andri fór í pössun til Heiðu ömmu á laugardag og við Raggi fórum á pottinn og pönnuna að borða og svo á batman myndina í bíó. Svo ætlaði Raggi að bjóða mér óvænt á hótel og Ísak Andri átti að gista í fyrsta skipti annars staðar en heima hjá sér. Það gekk ekki alveg upp. Minn maður vildi bara ekkert sofa nema heima hjá sér og við þurftum að ná í hann á miðnætti þar sem hann var enn vakandi og frekar pirraður:/ hann var rosa ánægður að sjá okkur og sofnaði um leið og hann var lagður í SITT rúm. Frekar ákveðinn ungur maður er óhætt að segja, farin að stjórna því hvort að foreldrarnir komast á hótel eða ekki. Okkur var samt eiginlega sama þar sem maður gerir sér grein fyrir því að börnin ganga fyrir þegar eitthvað svona er. Ekki lætur maður þau gráta og bæta við gráum hárum á afa og ömmu. Hann er bara yndislegur. Ákveðinn og veit hvað hann vill. Við eigum spennandi tíma framundan það er á hreinu.
Ákvað að setja inn eina af þeim Rúnari Óla og Ísak Andra, þeir eru svo sætir:)

Tuesday, July 22, 2008

Hverjum er hann líkur??

Fallegastur

Ósk

Raggi í miðjunni

Já Það er alltaf verið að tala um hvað Ísak Andri er alveg eins og pabbi sinn. Reyndar er einn og einn sem segir að hann sé eins og ég:) En ég skannaði inn myndir af okkur Ragga síðan við vorum lítil og langaði mig bara að sýna ykkur að hann er líkur okkur báðum. Okkur finnst hann mjög blandaður. Gaman að spá í þessu. Ég held samt að hann eigi eftir að verða eins og pabbi sinn. Hann er eitthvað svo líkur honum með margt. Raggi var svona nettur eins og Ísak Andri er en ég var feitari. Svo er hann líka morgunhani eins og pabbi sinn og ýmislegt þannig. En auðvitað á hann eitthvað frá mér. Barnið er skapmikið og þrjóskt og ég hef heyrt því fleygt að ég geti verið þannig þó ég kannist ekkert við það, hehe... Ætli það verði ekki árekstrar í framtíðinni vegna þess:)

Við áttum æðislega helgi. Við fórum í bústa sem Guðrún og Tjörvi buðu okkur hinum úr foreldrafræðslunni í. Við vorum komin fljótlega upp úr hádegi á laugardeginum og vorum fram á miðjan sunnudag. Þetta var í fyrsta skipti sem við förum eitthvað svona með Ísak Andra og gekk það bara vel. Hann var samt alveg var við að vera ekki heima hjá sér. Var aðeins órólegri en hérna heima en samt ekkert til að tala um þannig. Vaknaði bara upp um kvöldið og tók smá tíma að sofna aftur. Krakkarnir eru öll svo miklar dúllur. Við foreldrarnir spiluðum pictionary og actionary og það var mjög gaman. Mikið spjallað og hlegið:) Skruppum líka aðeins í pottinn. Fórum ekki að sofa fyrr en frekar seint og maður var líka þreyttur þegar sá stutti vaknaði um morguninn. Fórum bara að sofa snemma á sunnudagskvöldið. Takk fyrir helgina öll sömul!!

Við erum svo búin að panta okkur bústað í lok ágúst og ætlum að vera í viku og njóta lífsins áður en ég byrja í skólanum og allt fer á fullt. Það eru spennandi tímar framundan. Telma fer að koma með kærustuna hans Ísaks Andra og bumbúbúinn hennar Guðrúnar Helgu fer að láta sjá á mömmu sinni:) Ég er orðin enn meiri barnakerling en ég var... ef það er hægt:) Við erum líka að fara að kíkja á eitt glænýtt kríli sem Elvar og Alla voru að eignast. Ég var búin að spá í því hvort það væri satt þegar fólk segist gleyma því hvað börnin þeirra voru lítil og ég er búin að komast að því að það er satt. Það eru nú ekki nema rúmir 5 mánuðir síðan ég átti og ég man ekki hvað barnið mitt var lítið og furða mig á því þegar ég held á litlum nýfæddum sætum krílum eins og Teresu og Þrastar.

Tuesday, July 15, 2008

hlakka hlakka



Hann Rúnar Óli kom í heimsókn og það var rosa gaman. Þeir voru eitthvað að skoða hvorn annan og reyna að togast eitthvað á. Þeir eru svo sætir strákar. Við grilluðum saman og kjöftuðum og erum svo að fara að hitta tvö pör í viðbót með börn á sama aldri næstu helgi í sumarbústað. Það verður örugglega rosalega gaman líka. Á morgun er Kristín Birna og dúllan hennar að koma til okkar og hlakka ég til að hitta þær.
Við kíktum í Keflavík í dag því við héldum að Ísak Andri væri að fá í eyrun, en hann er bara flottur sagði læknirinn og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því. Ég spurði hann svo út í bakflæðið og hann sagði að það gæti tekið nokkra mánuði í viðbót að jafna sig... Ekki gaman að því þó hann sé mun betri en hann var. Við förum svo með hann fljótlega í sprautu og vigtun.
Annars gengur bara vel og hann sefur orðið mjög vel og lengi á nóttinni oftast. Við erum því farin að hvílast ágætlega. Það er greinilega satt að maður missi um 2 mánuði af venjulegum svefni fyrsta ár með lítið kríli. Það er ýmislegt sem fylgir. Þetta er bara yndislegt líf að eiga barn! Ég gæri ekki verið hamingjusamari með hann og við Raggi furðum okkur reglulega á hvað hann er fullkominn.
Ég er farin að prjóna aðeins núna. Komst í gang þegar ég sótti prjónavesti sem hún Svanhvít elskan gerði handa mér. Ekkert smá flott. Núna verð ég bara að gera svona sjálf. Svo get ég líka farið að prjóna á Ísak Andra og fleiri kríli ef ég hef tíma. Það er nú eitt bumbukríli í viðbót á leiðinni hjá bestu vinkonu minni. Það kemur í lok janúar 2009:) Bara gaman... Svo fer Telma að eiga bráðum:) Ég hlakka svo til!
Jæja kominn tími á að sofa eitthvað í hausinn á sér.
Ég hlakka líka svo mikið til á miðvikudag því þá er stelpukvöld!

Posted by Picasa

Saturday, July 5, 2008

Ákvað að setja inn nokkrar flottar myndir:)

Ísak Andri er ekkert smá duglegur að kafa og er þetta fyrsta myndin sem við náum af honum í kafi.

Svo voru Angela Björg og Kjartan Árni í pössun hjá okkur og þau voru auðvitað voða dugleg að leika við litla frænda sinn. Ísak Andri er eins og albinói við hliðina á þeim. Þau eru búin að taka svo mikinn lit í sumar! Ekkert smá fyndið að sjá muninn á þeim.

Maður er bara ástfanginn af þessu barni...

Kjartan Árni kom svo með okkur í bæinn og græddi nú heldur betur á því. Við vorum í bónus að versla og hann birtist með latabæjarlínuskauta og spurði Ragga hvort hann vildi ekki kaupa þá handa sér. Raggi segir nei og ég bæti við að þeir kosta nokkra þúsundkalla. Þá segir sá stutti "nei, þeir kosta bara 1 þúsund". Ég trúði því nú ekki og segi að ég skuli sko með glöðu geði gefa honum línuskautana ef þeir kostuðu bara þúsundkall. Hann dregur mig með sér í búðinni og sýnir mér hvar þeir eru. Og haldiði að þeir hafi ekki bara kostað 998 kr. Ég nottla keypti þá. Maður á auðvitað að standa við það sem maður segir við börnin!! Mér fannst þetta samt frekar fyndið. Hann kom heim með þetta og spidermanderhúfu alsæll:)
Jæja Ísak Andri vill fá athygli frá mömmu sinni. Best að sinna því og fara svo í sund:)
Þangað til næst, knús til ykkar.

Tuesday, July 1, 2008

Smile


Langaði bara að deila með ykkur að þessi snillingur sem við eigum svaf frá 10 í gærkveldi til 7 í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem hann sleppir næturgjöf og það var frekar spes. Ég var bara ringluð þegar ég vaknaði en ekki laust við að vera úthvíld eftir svona samfelldan svefn. Maður er orðinn svo vanur að vakna til að gefa pelann og það er ekkert mál, en þetta má alveg halda svona áfram samt sem áður:) Hann er búinn að fara einu sinni í höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferð því okkur fannst hann vera að versna aftur af bakflæðinu og ég held að það virki vel. Við förum svo aftur á morgun til hennar Rósu hér í Grindavík. Ég held líka að hann sé svona mettur af grautnum sem hann fær fyrir nóttina. Honum finnst hann rosa góður. Ísak Andri er svo kátur þegar honum líður vel. Þá brosir hann og hlær og mér finnst ekki leiðinlegt að ná því á mynd. Hér er ein af syrpu sem ég tók. Hinar myndirnar eru líka æði...
Já og ég fékk 6 í prófinu sem ég tók um daginn. Er nú ekkert svaka sátt við það því mér fannst mér ganga svo rosalega vel, en ég náði.
Posted by Picasa