Sunday, September 28, 2008

Mamma með gullin sín, vantar Birnu Líf og Árna Kristinn
Flottu feðgarnir
Ísak Andri á leið í bað:)
Löngu kominn tími á nýja færslu. Hef samt ekki mikið að segja núna. Lífið gengur sinn vanagang og það er mikið að gera hjá okkur. Ísak Andri dafnar vel og er alltaf að þroskast. Maður sér breytingu liggur við á hverjum degi. Okkur finnst hann orðinn svo stór og mannalegur:)
Magnað hvað hann gefur okkur mikla gleði!
Set inn meira við tækifæri en þið verðið að láta myndirnar duga ykkur núna...

Tuesday, September 16, 2008

Á leiðinni í göngutúr:)

Ég var klukkuð af Þorgerði og verð því að deila þessu með ykkur...

Fjögur störf sem ég hef unnið.

Humarvinnsla í fiskanesi
Hjúkrunarheimilinu Eir á alzheimerdeild
Skammtímavistunni Eikjuvogi
Bláa lónið

Fjórar bíomyndir sem ég held uppá.

Wedding singer
Walk the line
Forrest Gump
X-men
Og endalaust margar myndir í viðbót.


Fjórir staðir sem ég hef búið á.

Grindavík: Borgarhraun og Arnarhraun
Reykjavík: Njálsgata og Laugarásvegur


Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar.

So you think you can dance eru í langfyrsta sæti!
Greys anatomy
Desperate houswifes
Friends


Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríi.

Spánn
Portúgal
Holland
Noreg
Og fleiri


Fernt matarkyns sem ég held uppá.

Kjúklingur
Humar
Pizza
Og allt annað sem Raggi eldar


Fjórar bækur sem ég hef oft lesið.

Skólabækur!
Man ekki eftir bókum sem ég hef lesið oftar en einu sinni, geri þó ráð fyrir að það verði nokkrar barnabækurnar í framtíðinni...
Bækur í uppáhaldi núna eru : Flugdrekahlauparinn, þúsund bjarta2r sólirbn og munkurinn sem seldi sportbílinn sinn. Inbrrthnr yiurd89p (Ísak Andri er að tjvá sig líka J) c bkkhimgfhq9ikkkm



Fjórir bloggarar sem ég klukka

Elva Björk
Unnur p-efkmð
Ella Dís
nhjeo´n´ver
Já það eru ekki margir af þeim sem ég umgengst að blogga...


Annars er allt fínt að frétta. Ísak Andri er reyndar eitthvað búin að vera pirraður og svefninn í smá ólagi seinustu tvær nætur. Við höldum að það sé tanntakan. Ef hann heldur þessu áfram förum við bara til læknis og látum skoða hann. Vonandi er þetta bara tennurnar en ekki eyrun eða eitthvað. Vonum það besta:)
Við Raggi erum á fullu í ræktinni og hann var að byrja í 12 vikna áskorendakeppni í orkubúinu en ég er enn í konuátakinu sem er í 8 vikur. Læt ykkur vita hvernig það gengur:)
Það er því brjálað að gera á þessum bæ sem er bara fínt. Manni leiðist ekki á meðan...
Saumó á miðvikudag. Komnar ú sumarfríi og ekki laust við að maður sé spenntur að hitta þessar skvísur. Mér finnst kominn tími á að við tökum smá djamm saman. Bara í heimahúsi eða eitthvað. Hvað finnst ykkur stelpur??
Allir að kvitta í komment núna þó það sé bara kvitt og ekkert meira.



Saturday, September 13, 2008

7 mánaða

Í rauðu náttfötunum sem ég keypti þegar ég var ólétt og fannst heil eilífð þar til barnið mitt myndi passa í þau! Bara sætur í þessu:)
Já ég er bara rosa sætur í rúminu mínu:)
Á ég að fara að sofa. Æi mamma!

Jæja, það er komin rúmlega vika síðan síðasta blogg var sett inn. Fólk er greinilega á þeirri skoðun að það verði að vera vikulegt blogg, sem er bara fínt. Það er nottla orðið frekar mikið að gera hjá okkur og ekki enn gefist tími í að dúlla í einhverju svona. En þar sem maður er vaknaður kl. 6 á laugardagsmorgni þá er ekkert annað að gera en að skella inn færslu.

Ísak Andri situr á leikteppinu og er orðinn svo duglegur að sitja einn að maður þarf ekki að sitja alltaf yfir honum ef hann skyldi nú detta. Þvílíkur þroskamunur sem er að eiga sér stað. Það er meira á hverjum degi held ég bara. Það sem hann er er farin að gera núna hefur hann meira vald á á morgun.
Það gengur ekkert smá vel að hafa hann í sínu herbergi. Ég hélt að þetta yrði eitthvað mál, en neinei gengur bara eins og í sögu og allir farnir að sofa meira og betur. Það er bara snilld að fá að sofa og ég er ekki frá því að við séum að vinna upp svefn seinustu mánuða. Ísak Andri er samt annað slagið að vakna um 6 en það kemur oftar fyrir að hann sofi til 7 sem er góð framför.

Hann fékk aðra tönn nokkrum dögum eftir að sú fyrsta kom og er farið að sjást og heyrast vel í þeim. Bara sætt... Við Inga erum að passa fyrir hvor aðra og eru hann og Helena því mikið saman. Þau eru svo sæt. Það eru 2 1/2 mánuður á milli þeirra en þau eru svipað stór, hann meira segja þyngri. Svo er hún auðvitað farin að skríða út um allt og hann situr bara og fylgist með henni. Svo rífast þau um dótið og svona:)
Annars er bara gott að frétta. Nóg að gera. Mér lýst bara vel á skólann og held að þetta verði bara gaman. Er ekki með þennan leiða sem ég var komin með og þá er þetta skemmtilegt.
Set líka inn tvær myndir úr bústaðnum. Átti það alltaf eftir...

Thursday, September 4, 2008

Maður er svo duglegur að sitja einn:)

Jæja þá er ég byrjuð í skólanum. Það er svolítið skrýtið en gaman samt. Ég fékk gamla tilfinningu við að fara í skólann á þriðjudag og er bara frekar spennt fyrir haustinu. Ég var komin með svo mikinn skólaleiða að ég naut þess ekki að vera í skóla en núna er ég svo fersk og tilbúin í þetta. Hlakka til að klára þetta. Fann fyrir miklum söknuði til Kristínar Birnu og Þóreyjar en við vorum mikið saman í skólanum og þær eru báðar komnar með sína BA gráðu. Skrýtið að vera allt í einu ekkert í kringum þær núna. Lóa verður held ég í einhverjum tímum með mér og það verður gaman að hitta hana.

Það verður mikið að gera á þessu heimili og því nauðsynlegt fyrir okkur Ragga að vera skipulögð. Það er sko allt annað að vera 2 eða 3 í heimili. Maður verður að hafa meiri tíma til að eyða saman. Það er svo mikill þroski í gangi hjá Ísak Andra að það er ótrúlegt. Þessi börn verða alltaf minni og minni ungabörn og mér finnst hann sko ekkert ungabarn lengur. Hann er farin að gera svo margt og ég sé bara hvað það verður mikið að gera þegar hann fer að skríða og labba. Hann er farin að sitja mjög vel einn þó við förum ekki frá honum. Það kemur alltaf að því að hann dettur en þó líður alltaf lengri og lengri tími á milli. Svo er hann líka farin að færa sig út um allt og farin að ýta sér afturábak með höndunum. Það er bara tímaspursmál hvenær hann fattar endanlega hvernig á að skríða. Hann ýtir sér oft upp á hné og ýtir rassinum upp en fattar ekki að nota fremri hluta líkamans með til að hjálpa að koma sér áfram. Hann er alltaf svo duglegur að borða og heldur sjálfur á pela og stútkönnu. Skapið er enn til staðar og þegar hann missir dót eða nær ekki í það þá verður hann stundum bara reiður. Það er bara sætt að fylgjast með honum því persónuleikinn skín alltaf meira í gegn með meiri þroska.
Nýjasta í fréttum með Ísak Andra er að hann er búin að sofa tvær nætur í sínu eigin herbergi. Við ákváðum að færa hann því hann er orðinn svo stór stákur. Ég var farin að sofa svo illa því hann byltir sér svo mikið þar sem hreyfigetan er svo mikil og ég var alltaf að rumska við þessi læti og hann steinsofandi. Ég var líka á þeirri skoðun að pabbi hans væri of fljótur að sinna honum ef hann heyrði í honum og væri þar af leiðandi að vekja hann með þessu veseni við að laga hann til og vera ofurpabbi:) Taka það fram að Raggi er ekki sammála mér með það. Fannst ég bara vera of hörð, hehe. En Ísak Andri búin að vera rosa duglegur strákur þessar tvær nætur og svaf frá því að hann sofnaði um 8 á kvöldin alveg þar til hann vaknar á morgnana sem er ennþá kl. 6, og þá er maður bara glaðvaknaður. Það er svaka munur að vera ekki alltaf að vakna nokkrum sinnum á nóttinni og því held ég að allir séu sáttari og fái betri svefn. Okkur finnst þetta svolítið skrýtið og við söknum þess að hafa hann ekki alveg hjá okkur en við ætluðum alltaf að setja hann í sitt herbergi snemma og erum ánægð með hvað það gengur vel. Merkilegt hvað foreldrarnir þurfa að aðlagast öllum breytingum líka:)
Já, þá held ég að hafi ekki meira að segja. Er bara ánægð með lífið og litla gullmolann minn.
Að spjalla við pabba sinn...

Posted by Picasa