Thursday, March 19, 2009

Jæjajæja

Það er ekki annað hægt en að vera ástfanginn af honum;)

Vinkonurnar með guttana okkar þegar Jóhann Grétar var skírður.

Spurning um að fara að hætta þesu bloggi. Hægt að fylgjast með öllu á facebook... Segi svona. Endilega kvittið sem lesið þetta og ég get þá ákveðið hvort ég eigi að vera að halda úti síðu eða ekki.
Annars viðurkenni ég alveg að ég er löt við þetta undanfarið. Þó að það sé mikið að gera er maður enga stund að skella inn smá línu...
Mikið að gera á þessu heimili. Ísak Andri er orðinn voða stór strákur, tíminn líður allt of hratt! Hann er farin að sofa á nóttinni:) Það er alveg yndislegt að fá að sofa óslitið nánast alla nóttina og jafnvel til hálf 8. Geðheilsunni var rétt svo bjargað með þessu, segi svona. Allavegana eru allir á heimilinu miklu hressari þar sem við erum úthvíld:)
Eftir miklar pælingar ákvað ég að ég ætla ekki í framhaldsnám í sálfræði og ég er búin að skrá mig í hjúkrunarfræði í Háskólanum í haust og er rosalega spennt yfir því. Við stefnum á að leigja húsið okkar og flytja í Hafnarfjörðinn (Guðrúnu Helgu til mikillar gleði, en ekki annarra). Ætlum að vera flutt fyrir haustið... Ég er líka farin að vinna á gamla vinnustaðnum mínum Eir og finnst það mjög fínt og er því að hætta á videoleigunni fljótlega.
Svo í öðrum aðeins minni fréttum en samt sem áður mikilvægum þá var ég skírnarvottur þegar hann Jóhann Grétar sætilíus var skírður og fannst mér það rosalegur heiður:) Svo eignaðist ég litla yndislega frænku þann 10. mars þegar Eggi elsti bróðir minn varð pabbi. Fór að kíkja á hana í gær og hún er bara sæt.
Hef þetta ekki lengra núna. Kossar og knús, Óskin.