Tuesday, January 29, 2008

Halló

Jæja það er komin vika frá seinustu færslu og því ákvað ég að skella smávegis inn hérna:)
Við fórum á sunnudagskvöldið á árshátíð hjá vinnunni hans Ragga og var það mjög fínt. Við fengum rosa góðan mat og eftirrétti. Humar og naut í matinn sem féll ekki illa í kramið þar sem okkur finnst humar alveg mjög góður og Ragga finnst nautakjöt ekki slæmt heldur:) Við stoppuðum ekki lengi þar sem Raggi þurfti að mæta í vinnu um nóttina og ég er nottla mjög ólétt og endist ekki lengi frameftir. Þarf minn svefn...
Í gær fórum við svo með Neo litla krúttið okkar til dýralæknis í aðgerð og voru teknar aukatásurnar hans þar sem þær eru með öllu óþarfar. Það var frekar erfitt að ná í hann því hann var svo dópaður og svo blóð á löppunum hans. Við vorkenndum honum í gærkveldi, hann var svo aumur greyið. Það er ótrúlegt hvað manni þykir vænt um dýrin sín, veit ekki hvernig þetta verður með barn! En Neo er svo bara hinn hressasti í dag.
Ég fór svo í skoðun í morgun og leit allt vel út:) Svo erum við að fara í næstseinasta foreldratímann í kvöld, en Raggi fer einn á fimmtudag í pabbatíma. Það er allt að verða klárt hérna heima fyrir barnið og erum við orðin mjög spennt fyrir þessum einstakling sem á eftir að breyta öllu hjá okkur. Held að fólkið í kringum okkur sé bara orðið mjög spennt líka...
Valdi bróðir átti afmæli í gær... Til hamingju með daginn:)

Tuesday, January 22, 2008

36 vikur


Jæja þá eru komnar 36 vikur og í dag er allsherjar óléttudagur...
Við byrjuðum á því að fara loksins í sónar hjá Konráð. Þar kom allt fínt í ljós. Barnið er komið í höfuðstöðu og í góðum gír. Það er orðið 11 merkur samkvæmt mælingum og stækkar um 1 mörk á viku héðan af:)
Svo var farið til Sólveigar í almenna skoðun og þar var allt í fína nema blóðþrýstingurinn sem virðist eitthvað vilja hækka núna. Ekkert til að hafa áhyggjur af en ég á að leggja mig á hverjum degi og taka því rólega. Það er í góðu lagi. Við fengum svo skýrsluna mína í hendurnar sem staðfestir enn frekar að barnið er að fara að láta sjá sig. Við þurfum semsagt að vera með hana ef ég færi af stað. Annars á ég tíma í næstu viku í almennt tjekk hjá Sólveigu.
Heilsan er bara fín, búin að vera svolítið þreytt seinustu tvo daga sem gæti verið út af þrýstingnum.
Raggi stendur sig vel í átakinu og er búin að missa einhver kíló á þessum tveimur vikum sem eru liðnar núna. Hann verður vigtaður í vinnunni á morgun.
Við erum svo að fara á foreldranámskeiði í kvöld, þannig að þetta er full vinna og barnið ekki enn komið:)
Sigurbjörg og Mekkín: Til hamingju með afmælin í gær!!

Saturday, January 19, 2008

Einn mánuður í settan dag:)

Já í dag er 19. janúar og því ekki langt í land með meðgönguna. Barnið gæti komið eftir 2-6 vikur, sem er samt ótrúlega langt bil. Segjum bara eftir 2-4 vikur, það er fínt bara...
Raggi ætlar allavegana að láta mig eiga fyrir 19. feb. Hann er orðin svo óþolinmóður greyið. Ég er svo sem alveg sátt við að það láti bara sjá sig um það leyti sem ég var sett fyrst eða um 8.feb:) En það hefur bara gott af því að vera lengur í bumbunni, sem mér er farin að finnast ansi stór!
Við vorum að koma úr afmæli frá Evu Maríu. Hún er orðin 2 ára skotta og var þetta rosa gaman. Ég set inn myndir af krökkunum svona fyrir þá sem eru hinu megin á hnettinum og eru ekki með þau forréttindi að fylgjast með þeim dafna. Eins og má sjá þá eru þessi börn alveg ótrúlega falleg, þó svo ég sé ekki hlutlaus. Ekki eru þau síðri sem búa á Nýja Sjálandi. Væri kannski fínt að fá nýjar myndir á gamilið af þeim...
Eva María, Angela Björg, Kjartan Árni og Æsa María

Helena

Annars er það af okkur að frétta að við erum á foreldranámskeiði þessa dagana og er það bara mjög fínt. Búin að fara tvisvar sinnum og fara í gegnum fæðinguna sjálfa og sjá myndband af vantsfæðingu. Okkur fannst það ekkert rosa æðislegt og Raggi ætlar held ég bara að halda sama sjónarhorni og ég við fæðinguna... Svo var farið í nudd seinast, sem var sko ekki leiðinlegt fyrir nautnaseggi eins og mig. Það verður fínt að láta Ragga púla við að nudda mig þegar ég er að púla barninu út!

Monday, January 14, 2008

Nú er gott að vera KIWI

Neo finnst þetta frekar spennandi:)

Jeppinn okkar er þarna undir!


Já í dag er alveg æðislegt veður eða þannig í Grindavík. Það byrjaði að snjóa seinni partinn í gær....og hætti ekki!
Í nótt var nú ekki mikið um svefn. Ég var andvaka vegna brjóstsviða. Raggi vaknaði fyrir 4 eins og vanalega þegar hann er að vinna og fór út til að fara í vinnu. Hann færði minni bílinn til að fara á jeppanum í bæinn og festi bílinn. Það var allt á kafi í snjó. Hann hringdi inn í mig og spurði mig um nr. hjá Boga Adolfs og ég hélt fyrst að hann hefði farið út af á Grindarvíkurveginum en sem betur fer var það ekki. Hann sagði mér það að það væri ekki séns að komast út úr bænum núna og Pétur hinn bakarinn mætti fyrir hann í vinnu í dag og Raggi vinnur svo bara annan dag fyrir hann í staðinn. Góð redding þar...
Bogi mætti og hjálpaði Ragga að koma bílnum upp að húsi og svo fóru þeir á rúntinn á björgunarsveitarbílnum um plássið. Það voru helling af bílum/jeppum fastir út um Grindavík, sjómenn og fleiri sem voru á leið í vinnu og komust ekki vegna snjós! Það eru búin að vera fleiri fleiri útköll hjá björgunarsveitinni.Þessi vetur er sko vetur á Íslandi. Ef það er ekki stormur þá er bara snjór út um allt:)
Skólanum hér var aflýst í dag og fólk er ekki að komast í vinnuna! Ég man bara ekki eftir svona miklum snjó lengi vel. Við komumst ekki einu sinni í búðina á jeppanum okkar...
Þá væri nú gott að vera á Nýja-sjálandi núna í sól og sumaryl, brrrrr.
Við höldum okkur bara heima í dag og höfum það notalegt. Ég frestaði sónartímanum mínum þar til næsta mánudag þar sem ég er ekki á leiðinni í Keflavík. En það er í góðu lagi. Ég verð komin 36 vikur á þriðjudaginn næsta þannig að þetta sleppur alveg. Svo byrjum við á foreldranámskeiði annað kvöld og er það í 5-6 skipti. Mér lýst rosa vel á það.

Annars er bara gott að frétta af okkur. Heilsan mín er fín en ég er orðin svolítið þreytt á þessum endalausa brjóstsviða, ég er ansi dugleg að nota gaviscon vökva og tuggutöflur:) Ragga gengur vel í átakinu sínu sem er búið að vara í viku núna. Þeir eru orðnir 11 í vinnunni hans sem taka þátt í því sem þeir kalla "the biggest looser".

Ég var með saumaklúbb seinasta föstudagskvöld sem var mjög gaman. Það komust þó tvær ekki sem er alltaf mínus. Við borðuðum auðvitað helling og slúðruðum, er það ekki það sem maður gerir í saumó, hehe... En við hittumst alltaf einu sinni í mánuði yfir vetratímann og mér finnst þetta orðið ómissandi. Það er alltaf svo gaman að hitta þær og við skemmtum okkur alltaf vel. Ég er farin að hlakka til að fara í óvissuferð eða eitthvað svoleiðis, það verður þó kannski ekki fyrr en í sumar. Það er alltaf gaman að hafa eitthvað að hlakka til.

Nokkrir hafa spurt mig um hvernig á að kommenta á síðuna. Þið þurfið bara að klikka á comments og ef það kemur einhver viðvörunarrammi þá ýtið þið bara á continue. Síðan skrifið þið texta og veljið annað kvort nickname og skrifið nafn í dálkinn eða anonymous (setjið þá nafnið með í textann). Að lokum er það bara publish comment:)

Svona í lokin þá langar mig að henda inn smá spurningarkönnun um tvö nöfn og í raun einu nöfnin sem hafa komið til greina á saumaklúbbinn og fá skoðun á þessu hjá ykkur. Líka þeim sem eru í klúbbnum... Lufsurnar eða Pönkuðu pjöllurnar??? Vonandi fæ ég smá feedback þar sem ég er líka búin að útskýra (vonandi skiljanlega) hvernig á að kommenta:)

Tuesday, January 8, 2008

Bumbumynd! 34 vikur:)


Takk fyrir kommentin öll sömul:)
Ég táraðist næstum við að lesa það sem Eggi bróðir skrifaði... Ekkert smá gaman þegar fólk segir eitthvað svona fallegt um mann. Ég vona innilega að barnið sé lánsamt að eignast okkur sem foreldra. Allavegana munum við reyna okkar besta í foreldrahlutverkinu:)
Við fórum í mæðraskoðun í dag og var allt í sómanum nema blóðþrýstingurinn sem var aðeins búinn að hækka, en samt ekkert mjög mikið. Sólveig sagði mér samt að slappa vel af næstu daga og leggja mig á daginn, sem ég er búin að gera svona 2-3 í heildina síðan ég varð ólétt:/ Ég fer svo aftur til hennar á föstudag og hún ætlar að mæla þrýstinginn aftur og tjekka á því hvort ég hafi hlýtt henni. Svo fer ég í sónar á mánudag þar sem staðsetning barnsins verður skoðuð. Sólveig vildi nú meina að hann væri kominn með hausinn niður og því bara í góðum gír.
Eftir skoðunina fórum við í bæinn þar sem ég átti tíma hjá tannsa. Kom allt vel út þar, engin skemmd og ég þarf ekkert að koma strax til að fjarlægja endajaxl sem er að koma niður. Mikið var ég fegin með það.
Þegar við komum úr bænum þá var það bara lagning:) ekkert smá næs maður...
Raggi er svo núna í ræktinni. Hann var að byrja á 10 vikna námskeiði í orkubúinu og eru þeir nokkrir í vinnunni hans í átaki þar sem lúserinn mun þurfa að bjóða rest í grill og flottheit eftir 15. maí þegar úrslit eru kunn. Annars eru þeir auðvitað allir að vinna með bættri líðan og heilsu:)
Ég Ósk Kjartansdóttir er því að fara að gera það sem ég geri best eða þannig eins og þið ættuð nú að vita... það er að elda kvöldmatinn, kjúkling og salat sem verður vonandi bara rosa gott hjá mér, ég held það bara!!
Setti inn bumbumynd að skipan hennar Kristínar Birnu.
Þar til næst...

Friday, January 4, 2008

Barnablogg:)

Jæja þá er komið nýtt ár...
Það er alltaf gaman að jólum og áramótum og alltaf leiðinlegt þegar þau klárast. En það er til mikils að hlakka núna á næstunni. Það styttist óðum í að krílið láti sjá sig og við erum mjög spennt fyrir því að hitta barnið okkar.
Við erum byrjuð í svokallaðri hreiðurgerð. Ég var að setja í fyrstu þvottavél af barnafatnaði í dag. Það er ekki leiðinlegt að sjá litlu fötin á þvottagrindinni og við áttuðum okkur á að það er orðið stutt í þetta, ekki nema 1 1/2 mánuður eða um 6 vikur í settan dag. Ég vil vera búin að þrífa allt tímalega svona ef maður skyldi fara af stað eitthvað fyrr, þá er allt tilbúið samt sem áður. Nema vaggan sem verður gerð klár þegar allt er yfirstaðið:)
Ég er farin að finna fyrir auknum samdráttum og fæ túrverki af og til og er það bara eðlilegt miðað við hvað maður er komin langt... Svo er mæðraskoðun næsta þriðjudag og svo sónar í vikunni þar á eftir til að athuga hvort krílið sé skorðað. Við vonum auðvitað að hann sé komin í rétta stöðu svo það þurfi ekkert að fara að snúa og vesenast.
Annars er bara gott að frétta. Hversdagslífið fer bara ágætlega með mann og við erum bara að gera okkar hluti. Raggi að vinna og ég að fara að koma mér í að læra eitthvað áður en barnið kemur svo ég nái nú prófinu í maí.
Læt hérna fylgja með myndir af okkur með Evu Maríu á áramótunum. Hún var algjör gullmoli, þetta barn er svo skemmtilegt. Hún var vakandi á miðnætti og kom með okkur út alsæl og fannst þetta bomm sko ekki leiðinlegt:)