Monday, January 14, 2008

Nú er gott að vera KIWI

Neo finnst þetta frekar spennandi:)

Jeppinn okkar er þarna undir!


Já í dag er alveg æðislegt veður eða þannig í Grindavík. Það byrjaði að snjóa seinni partinn í gær....og hætti ekki!
Í nótt var nú ekki mikið um svefn. Ég var andvaka vegna brjóstsviða. Raggi vaknaði fyrir 4 eins og vanalega þegar hann er að vinna og fór út til að fara í vinnu. Hann færði minni bílinn til að fara á jeppanum í bæinn og festi bílinn. Það var allt á kafi í snjó. Hann hringdi inn í mig og spurði mig um nr. hjá Boga Adolfs og ég hélt fyrst að hann hefði farið út af á Grindarvíkurveginum en sem betur fer var það ekki. Hann sagði mér það að það væri ekki séns að komast út úr bænum núna og Pétur hinn bakarinn mætti fyrir hann í vinnu í dag og Raggi vinnur svo bara annan dag fyrir hann í staðinn. Góð redding þar...
Bogi mætti og hjálpaði Ragga að koma bílnum upp að húsi og svo fóru þeir á rúntinn á björgunarsveitarbílnum um plássið. Það voru helling af bílum/jeppum fastir út um Grindavík, sjómenn og fleiri sem voru á leið í vinnu og komust ekki vegna snjós! Það eru búin að vera fleiri fleiri útköll hjá björgunarsveitinni.Þessi vetur er sko vetur á Íslandi. Ef það er ekki stormur þá er bara snjór út um allt:)
Skólanum hér var aflýst í dag og fólk er ekki að komast í vinnuna! Ég man bara ekki eftir svona miklum snjó lengi vel. Við komumst ekki einu sinni í búðina á jeppanum okkar...
Þá væri nú gott að vera á Nýja-sjálandi núna í sól og sumaryl, brrrrr.
Við höldum okkur bara heima í dag og höfum það notalegt. Ég frestaði sónartímanum mínum þar til næsta mánudag þar sem ég er ekki á leiðinni í Keflavík. En það er í góðu lagi. Ég verð komin 36 vikur á þriðjudaginn næsta þannig að þetta sleppur alveg. Svo byrjum við á foreldranámskeiði annað kvöld og er það í 5-6 skipti. Mér lýst rosa vel á það.

Annars er bara gott að frétta af okkur. Heilsan mín er fín en ég er orðin svolítið þreytt á þessum endalausa brjóstsviða, ég er ansi dugleg að nota gaviscon vökva og tuggutöflur:) Ragga gengur vel í átakinu sínu sem er búið að vara í viku núna. Þeir eru orðnir 11 í vinnunni hans sem taka þátt í því sem þeir kalla "the biggest looser".

Ég var með saumaklúbb seinasta föstudagskvöld sem var mjög gaman. Það komust þó tvær ekki sem er alltaf mínus. Við borðuðum auðvitað helling og slúðruðum, er það ekki það sem maður gerir í saumó, hehe... En við hittumst alltaf einu sinni í mánuði yfir vetratímann og mér finnst þetta orðið ómissandi. Það er alltaf svo gaman að hitta þær og við skemmtum okkur alltaf vel. Ég er farin að hlakka til að fara í óvissuferð eða eitthvað svoleiðis, það verður þó kannski ekki fyrr en í sumar. Það er alltaf gaman að hafa eitthvað að hlakka til.

Nokkrir hafa spurt mig um hvernig á að kommenta á síðuna. Þið þurfið bara að klikka á comments og ef það kemur einhver viðvörunarrammi þá ýtið þið bara á continue. Síðan skrifið þið texta og veljið annað kvort nickname og skrifið nafn í dálkinn eða anonymous (setjið þá nafnið með í textann). Að lokum er það bara publish comment:)

Svona í lokin þá langar mig að henda inn smá spurningarkönnun um tvö nöfn og í raun einu nöfnin sem hafa komið til greina á saumaklúbbinn og fá skoðun á þessu hjá ykkur. Líka þeim sem eru í klúbbnum... Lufsurnar eða Pönkuðu pjöllurnar??? Vonandi fæ ég smá feedback þar sem ég er líka búin að útskýra (vonandi skiljanlega) hvernig á að kommenta:)

3 comments:

Anonymous said...

Best að sjá hvort manni takist ekki að comennta eftir leiðbeiningar frá frúnni. Ég komst á bílnum í vinnu með smá aðstoð frá Björgunarsveitinni, veit samt ekki hvort ég komist heim og kemst allveg örugglega ekki í skólann!!! Mér líst betur á pönkuðu pjöllurnar ;)

Anonymous said...

hellú já vá klikkaða veðrið hérna ég er ekki að meika þetta dæmi omg og hva virðist ekkert vera að hætta að snjóa en ég veit ekki með nöfnin mér líst betur á pp eða bara eikkað allt annað dinnst fínt að vera bara nafnlausar en allavega þangað til næst bææææææææ

Anonymous said...

hæhæ já talandi um brjálað veður! var næstum því búinn að festa mig á jeppanum okkar í gær en mér tókst nú samt að koma mér á leikskólann. Svo núna labbar maður bara með sleðann á eftir sér nenni ekki sona veseni! mér finnst þetta nú samt bara gaman svona innst inni! sjá alla fasta og svona :):)
En já með nafnið þá líst mér alltaf betur og betur á pönkuðu pjöllurnar eftir því sem ég heyri það oftar!!! kv sara og Hildur Harpa