Tuesday, January 8, 2008

Bumbumynd! 34 vikur:)


Takk fyrir kommentin öll sömul:)
Ég táraðist næstum við að lesa það sem Eggi bróðir skrifaði... Ekkert smá gaman þegar fólk segir eitthvað svona fallegt um mann. Ég vona innilega að barnið sé lánsamt að eignast okkur sem foreldra. Allavegana munum við reyna okkar besta í foreldrahlutverkinu:)
Við fórum í mæðraskoðun í dag og var allt í sómanum nema blóðþrýstingurinn sem var aðeins búinn að hækka, en samt ekkert mjög mikið. Sólveig sagði mér samt að slappa vel af næstu daga og leggja mig á daginn, sem ég er búin að gera svona 2-3 í heildina síðan ég varð ólétt:/ Ég fer svo aftur til hennar á föstudag og hún ætlar að mæla þrýstinginn aftur og tjekka á því hvort ég hafi hlýtt henni. Svo fer ég í sónar á mánudag þar sem staðsetning barnsins verður skoðuð. Sólveig vildi nú meina að hann væri kominn með hausinn niður og því bara í góðum gír.
Eftir skoðunina fórum við í bæinn þar sem ég átti tíma hjá tannsa. Kom allt vel út þar, engin skemmd og ég þarf ekkert að koma strax til að fjarlægja endajaxl sem er að koma niður. Mikið var ég fegin með það.
Þegar við komum úr bænum þá var það bara lagning:) ekkert smá næs maður...
Raggi er svo núna í ræktinni. Hann var að byrja á 10 vikna námskeiði í orkubúinu og eru þeir nokkrir í vinnunni hans í átaki þar sem lúserinn mun þurfa að bjóða rest í grill og flottheit eftir 15. maí þegar úrslit eru kunn. Annars eru þeir auðvitað allir að vinna með bættri líðan og heilsu:)
Ég Ósk Kjartansdóttir er því að fara að gera það sem ég geri best eða þannig eins og þið ættuð nú að vita... það er að elda kvöldmatinn, kjúkling og salat sem verður vonandi bara rosa gott hjá mér, ég held það bara!!
Setti inn bumbumynd að skipan hennar Kristínar Birnu.
Þar til næst...

2 comments:

Anonymous said...

hæ sweety! flott kúla maður ekkert smá nett og fín eftir 34 vikur og ótrúlegt hvað er stutt í þetta mér finnst það liggur við hafa verið í gær sem þú sagðir mér frá krílinu fyndið hvað tímin líður en allavega farðu vel með þig og passaðu þrýstingin maður;) en þangað til næst love and kisses :)

Anonymous said...

hæhæ er búin að skrifa allmörk comment en aldrei virðast þau birtast en vonandi kemur þetta! Vildum bara kvitta fyrir innlitið kíkjum alltaf reglulega. Og já sammála Rósu finnst eins og það hafi verið í gær sem þið komuð og sögðu okkur frá litla krílinu. Svo fer bara að koma að þessu. Já þú ert orðin rosalega myndarleg en með voða flott og netta kúlu. Hlakka til að sjá þig á föstudaginn. Hafið það gott og gangi þér vel mð kvöldmatinn!!!! kv sara kobbi og hildur harpa.