Tuesday, January 29, 2008

Halló

Jæja það er komin vika frá seinustu færslu og því ákvað ég að skella smávegis inn hérna:)
Við fórum á sunnudagskvöldið á árshátíð hjá vinnunni hans Ragga og var það mjög fínt. Við fengum rosa góðan mat og eftirrétti. Humar og naut í matinn sem féll ekki illa í kramið þar sem okkur finnst humar alveg mjög góður og Ragga finnst nautakjöt ekki slæmt heldur:) Við stoppuðum ekki lengi þar sem Raggi þurfti að mæta í vinnu um nóttina og ég er nottla mjög ólétt og endist ekki lengi frameftir. Þarf minn svefn...
Í gær fórum við svo með Neo litla krúttið okkar til dýralæknis í aðgerð og voru teknar aukatásurnar hans þar sem þær eru með öllu óþarfar. Það var frekar erfitt að ná í hann því hann var svo dópaður og svo blóð á löppunum hans. Við vorkenndum honum í gærkveldi, hann var svo aumur greyið. Það er ótrúlegt hvað manni þykir vænt um dýrin sín, veit ekki hvernig þetta verður með barn! En Neo er svo bara hinn hressasti í dag.
Ég fór svo í skoðun í morgun og leit allt vel út:) Svo erum við að fara í næstseinasta foreldratímann í kvöld, en Raggi fer einn á fimmtudag í pabbatíma. Það er allt að verða klárt hérna heima fyrir barnið og erum við orðin mjög spennt fyrir þessum einstakling sem á eftir að breyta öllu hjá okkur. Held að fólkið í kringum okkur sé bara orðið mjög spennt líka...
Valdi bróðir átti afmæli í gær... Til hamingju með daginn:)

7 comments:

Anonymous said...

ohh hvað það er alltí einu stutt í krílið ykkar...

og ykkur er meira en velkomið að droppa með Neo í pössun ef þið skylduð þurfa þess, svona þegar allt brestur á ;o) Þið hafið mig amk í huga :o)

en annars, bara knús á línuna...

Anonymous said...

hæ bara að láta þig vita að ég er að fylgjast með ;)
njótti þess bara núna að hvíla þig með lappirnar upp í loft...... tíminn er örugglega ekki eins fljótur að líða og áður en trúðu mér þetta styttist samt og ekki líður að löngu þangað til litli strákurinn þinn já og Ragga auðvitað líka verður kominn. Og þá fara hlutirnar að rúlla á ný :)
sendi þér góða strauma sæta
kv. Sigurbjörg

Anonymous said...

hææææææ vildi bara kvitta fyrir að ég hafi lesið þessa færslu líka :) en vonandi heyrumst við fljótlega hafið það gott þangað til næst

Anonymous said...

gangi þér vel á lokasprettinum :)

kv Anna Lilja

Anonymous said...

Takk fyrir dúllurnar mínar:)

Anonymous said...

flott að heyra að allt hafi gengið vel með Neo. Já þetta fer sko allveg að verða búið finnst það samt hálf ótrúlegt! Njóttu þess bara að hafa það kósý núna og hvíldu þig vel fyrir littla krúttið sem fer bráðum að kíkja okkur!!! Hlökkum mikið til!!! Kv sara, kobbi og Hildur Harpa Og já p.s Raggi vertu rosa duglegur að nudda hana og stjana í kringum hana okkur stelpunum finnst svoleiðis ekkert voðalega leiðinlegt er það nokkuð???

Anonymous said...

hæ hvað á að vera vika á milli færslna núna :) maður bíður bara spenntur en það er samt alveg smá eftir ;) og svo gæti litla krúttið verið ósamvinnuþýtt og látið bíða eftir sér !!!! uummmhhhh jebbs því miður !!!! en alla vega bara að kasta kveðju
ps. sé að Raggi er að standa sig vel í átakinu, er alltaf að hitta hann í ræktinni (kemur fyrir) gott hjá honum