Tuesday, January 22, 2008

36 vikur


Jæja þá eru komnar 36 vikur og í dag er allsherjar óléttudagur...
Við byrjuðum á því að fara loksins í sónar hjá Konráð. Þar kom allt fínt í ljós. Barnið er komið í höfuðstöðu og í góðum gír. Það er orðið 11 merkur samkvæmt mælingum og stækkar um 1 mörk á viku héðan af:)
Svo var farið til Sólveigar í almenna skoðun og þar var allt í fína nema blóðþrýstingurinn sem virðist eitthvað vilja hækka núna. Ekkert til að hafa áhyggjur af en ég á að leggja mig á hverjum degi og taka því rólega. Það er í góðu lagi. Við fengum svo skýrsluna mína í hendurnar sem staðfestir enn frekar að barnið er að fara að láta sjá sig. Við þurfum semsagt að vera með hana ef ég færi af stað. Annars á ég tíma í næstu viku í almennt tjekk hjá Sólveigu.
Heilsan er bara fín, búin að vera svolítið þreytt seinustu tvo daga sem gæti verið út af þrýstingnum.
Raggi stendur sig vel í átakinu og er búin að missa einhver kíló á þessum tveimur vikum sem eru liðnar núna. Hann verður vigtaður í vinnunni á morgun.
Við erum svo að fara á foreldranámskeiði í kvöld, þannig að þetta er full vinna og barnið ekki enn komið:)
Sigurbjörg og Mekkín: Til hamingju með afmælin í gær!!

6 comments:

Anonymous said...

hæ sætu !! takk fyrir komuna í dag alltaf gaman þegar þið kikið við. en þanngað til næst hafið það gott

ps 'Osk þú ert alveg ótrúlega flott með svona kúlu hreinlega geislar alveg

Anonymous said...

Elsku Ósk og Raggi....

Rosa gaman as kíkja hérna á ykkur og sjá hvað þú/þið dafnið vel :)

nett og sæt kúla sem þú ert með, sé þig hreinlega alveg fyrir mér ;) þú ert svo fædd í þetta :)

Gott að sjá hvað þú ert dugleg að blogga hehe gaman fyrir hina forvitnu ;) endilega verum í bandi og svo kem ég nú og kíki á ykkur við tækifæri :)

en þangað til næst gangi ykkur rosa vel og hvíldu þig vel :) Dásamlegir tímar framundan :)

kveðja
Björk, Torfi og prinsessur :)

Anonymous said...

setti óvart síðuna hjá stelpunum sem e-mail, maður er svo klár hehe en ef þú vilt kíkja á þær er þetta slóðin ;)

http://www.barnaland.is/barn/29888

Anonymous said...

hæhæ frábært að heyra að allt gangi svona vel! Já Rósa ég er sko allveg sammála þér hún hreinlega geislar allveg með þessa flottu kúlu!
Já ósk þetta er sko full vinna núna bíddu bara þar til barnið er komið í heiminn hehe
Vonandi á allt eftir að ganga jafn vel það sem eftir er. Heyri svo í þér í vikunni kv Sara

Anonymous said...

HÆHÆ. flott kúla,glæsilegt að allt gengur vel og flott að raggi bróðir er búin að missa einhver kg.hlakka til að sjá litla prinsinn....kveðja SPENNTASTA FRÆNKAN Á VESTURBRAUTINI :)

Anonymous said...

Takk fyrir flottu kommentin. Gaman að það sé einhver að fylgjast með.
Já Unnur þú ert ein um að vera AUNT þar sem við Raggi eigum svo mikið af bræðrum... forréttindi þar:)