Friday, January 4, 2008

Barnablogg:)

Jæja þá er komið nýtt ár...
Það er alltaf gaman að jólum og áramótum og alltaf leiðinlegt þegar þau klárast. En það er til mikils að hlakka núna á næstunni. Það styttist óðum í að krílið láti sjá sig og við erum mjög spennt fyrir því að hitta barnið okkar.
Við erum byrjuð í svokallaðri hreiðurgerð. Ég var að setja í fyrstu þvottavél af barnafatnaði í dag. Það er ekki leiðinlegt að sjá litlu fötin á þvottagrindinni og við áttuðum okkur á að það er orðið stutt í þetta, ekki nema 1 1/2 mánuður eða um 6 vikur í settan dag. Ég vil vera búin að þrífa allt tímalega svona ef maður skyldi fara af stað eitthvað fyrr, þá er allt tilbúið samt sem áður. Nema vaggan sem verður gerð klár þegar allt er yfirstaðið:)
Ég er farin að finna fyrir auknum samdráttum og fæ túrverki af og til og er það bara eðlilegt miðað við hvað maður er komin langt... Svo er mæðraskoðun næsta þriðjudag og svo sónar í vikunni þar á eftir til að athuga hvort krílið sé skorðað. Við vonum auðvitað að hann sé komin í rétta stöðu svo það þurfi ekkert að fara að snúa og vesenast.
Annars er bara gott að frétta. Hversdagslífið fer bara ágætlega með mann og við erum bara að gera okkar hluti. Raggi að vinna og ég að fara að koma mér í að læra eitthvað áður en barnið kemur svo ég nái nú prófinu í maí.
Læt hérna fylgja með myndir af okkur með Evu Maríu á áramótunum. Hún var algjör gullmoli, þetta barn er svo skemmtilegt. Hún var vakandi á miðnætti og kom með okkur út alsæl og fannst þetta bomm sko ekki leiðinlegt:)

9 comments:

Anonymous said...

Hæhæ
Herðu ferðu í sónar 15 jan?
Klukkan hvað? Ætli maður eigi eftir að hittast þarna?

KV. Anna L

Anonymous said...

skemmtileg færsla og sætar myndirnar við eru sko líka orðin spennt fyrir lítla gaurnum en sjáumst fjlótlega þangað til hafið það gott

Anonymous said...

Hæhæ, gaman að fá comment:)

Ég fæ að vita tímann í sónarinn næsta þriðjudag í mæðraskoðuninni þannig að ég hef ekki hugmynd hvenær ég fer:) Ert þú semsagt að fara í 20 vikna sónar. Á að fá að vita kynið??

Rósa góða skemmtun í kvöld. Hlakka til að hitta þig, líklega áður en saumó verður er það ekki??

Anna said...

ég er ekki enn búin að ákveða það.. hmm.. fer fram og til baka með þetta.. ætli það verði nú ekki bara ákveðið á staðnum... hehe...

En já ég á tíma klukkan 13:00 í sónarinn og 14:00 í mæðraskoðunn.. þannig að maður verður þarna í dágóðan tíma... :)

KV. Anna Lilja

Anonymous said...

hæ skemmtilegt að fá svona smá update af þér og þínum :)já og gleðilegt nýtt ár. Ég hlakka líka rosa til þegar litla krílið kemur. Er annars búin að finna stólinn og allt sem honum fylgir og þarf að koma því til þín. En gangi þér vel og við sjáumst á föstudaginn :)
kv. Sigurbjörg

Anonymous said...

Hey hey hey say hóhóhó. Gleðilegt nýtt ár elskurnar og takk fyrir þau gömlu. Rosa gaman að geta fylgst með ykkur hér þar sem hittingurinn hjá okkur hefur farið eitthvað fyrir ofan garð og neðan :s (gengur bara betur næst)
Lifið heil og hafið það gott, við reynum svo að kíkja á ykkur sem fyrst (ef Óli fær einhvern tímann frí)

kv. Kiddý og gengið

Anonymous said...

Sigurbjörg: Takk fyrir það og hlakka til að hitta þig:)

Kiddý og co: takk og sömuleiðis, Er Óli samt ekki örugglega byrjaður í nýju vinnunni þar sem vinnutíminn átti ekki að vera 24/7 eins og áður??
Við hlökkum til að hitta ykkur og ef þið komist ekki þá komum við allavegana einu sinni til ykkar áður en krílið lætur sjá sig:)

Anonymous said...

Hehe. Maður verður næstum klökkur við að sjá myndirnar af ykkur Ragga og Ósk með Evu Maríu. Þið eruð eitthvað svo ofboðslega miklir foreldrar í ykkur. Lánsamt það barn sem að á foreldra eins og ykkur. Annars á maður orðið svo mikið af frændum og frænkum að maður er alveg hættur að vera spenntur þegar von er á nýju. Hehee bara djók. Maður á víst aldrei nóg af litlum yndislegum frændum og frænkum. Verið dugleg að blogga og endilega sendið okkur líka myndir í gmeil.

kveðjur
Eggert Kiwi

Anonymous said...

Gleðilegt ár skötuhjú ogtakk fyrir flotta jólakortið. Kortin okkar týndust í pósti í Belgíu svo við þurftum að panta ný nýárskort sem eru á leiðinni. Við verðum nú að hittast amk einu sinni áður en litli gutti kemur í heiminn. Karen vinkona sem var fyrst sett sama dag og þú er nýbúin að eiga..aðeins á undan áætlun :) Svo heimta ég eins og eina bumbumynd á þetta blogg takk :) Hafið það rosa gott. Kv. Kristín Birna og fjölskylda