Monday, December 31, 2007

Gleðilegt nýtt ár

Jæja verður maður ekki að setja inn stutta færslu svona rétt fyrir áramót...
Ég er bara búin að vera með eitthvað kvefslen í mér undanfarna daga og ekkert upp á mitt besta, en vonandi verð ég nógu hress til að njóta kvöldsins. Við Raggi ætlum að borða heima hjá Valda og Ingu og ætlar Raggi að elda kalkúninnn sem verður líklega ótrúlega góður eins og allur matur sem hann gerir. Ég verð að viðurkenna það að ég er rosalega góðu vön og ég veit ekki hvað verður í matinn þega hann verður ekki heima og ég ein með börnin okkar, pyslur eða samlokur, neinei ég bjarga mér held ég, eða kíki bara til mömmu hehe...
Annars er ég bara þakklát fyrir árið 2007. Ég kynnist fullt af yndislegu fólki við það að fara að vinna í lóninu. Ég eignaðist vinkonu sem ég á vonandi eftir að halda sambandi við fram á elliár:) Ég kynntist fjölskyldu og vinum betur. Ég fór að stunda meiri hreyfingu hlakka rosalega til að fara að hreyfa mig almennilega aftur. Við fórum til spánar og eyddum mestum hluta ferðarinnar með Guðrúnu Helgu og Yngva sem var frábært, þið eruð æði.
Stærstu atriðin árið 2007 eru tvö!! Við Raggi giftum okkur og svo auðvitað varð ég ólétt... Þetta er nú eitthvað sem hefur ekki farið fram hjá fólki:)
Ég vona að árið 2008 verði líka frábært sem er nú varla ólíklegt þar sem lítill engill er að fara að koma í heiminn og gera okkur að foreldrum:)
Væmnin hættir núna held ég:)
Við þökkum ykkur vinum og fjölskyldu fyrir skemmtilega tíma á liðnu ári og hlökkum til að hitta ykkur á því næsta!! Gleðilegt ár!
Að lokum ætla ég að setja inn mynd af okkur sem mér finnnst ógeðslega flott. Hún er frá árshátíð Bláa lónsins frá því í byrjun febrúar. Hálendingurinn og Glingló!

1 comment:

Anonymous said...

Hæ og gleðilegt ár elsku Ósk og Raggi .Vona að þið eigi yndislega áramót og ykkar fjöldskylda.Kveðja að norðan Fjola ,Helgi Már og Áslaug.