Sunday, December 9, 2007

Litlu Jólin


Í gærkvöldi héldum við stelpurnar í saumaklúbbnum (nafnlausa) upp á litlu jólin. Allar tillögur um nafn á klúbbinn eru vel þegnar og teknar til skoðunar:)
Þetta var rosalega gaman. Við byrjuðum á að mæta til Söru og Kobba milli hálf 8-8. Kallarnir mega vera með á litlu jólunum. Jói hennar Rósu komst þó ekki þar sem hann var á sjó.
Það var byrjað á því að fá sér dýrindismat sem kom úr öllum áttum. Kjötið og sósan a la Sara og Kobbi, salat frá Rósey, kartöflur frá þykkv.. nei Rósu meina ég:) og svo voru auðvitað drykkjarföng af mismunandi tagi fyrir okkur öll. Gosið var sett í ábyrgð þeirra sem geta ekki eldað, hehe smá skot. Hún kann víst að elda. Lov you:) Svo var eftirréttur sem búin var til af henni Guðrúnu Helgu. Við Raggi vorum stikkfrí frá því að koma með nokkuð...
Eftir að allir voru orðnir rosalega saddir eftir þessa yndislegu máltíð settumst við niður og opnuðum jólapakka frá leynijólasvein. Allar vorum við held ég mjög ánægðar með gjafirnar okkar. Ég gaf Rósu og fékk pakka frá Sigurbjörgu.
Nú svo var planið að skemmta sér frameftir og einhverjir eru líklega þunnir í dag. Við Raggi sleppum auðvitað við þann pakka:)
Við hjónin (Er að venjast því að segja þetta, finnst hjón eiga við eldra fólk) vorum því miður ekki lengi þar sem Raggi þurfti að mæta í vinnu í nótt og ég að vakna snemma til að halda áfram í lærdómi. Fyrsta prófið mitt er í fyrramálið og er það Saga sálfræðinnar. Held bara að ég sé í ágætismálum í þessu fagi:) Tók mér pásu til að henda þessu hér inn svo það sé nú eitthvað til að skoða á þessarri síðu...
Við stelpurnar þurftum aðeins að fíflast því það er alltaf svo gaman hjá okkur. Held við reynum bara allar að komast inn í ANTM í næstu umferð. Má ekki annars vera búin að eiga barn? Við erum allar svo sætar!



Takk kærlega fyrir kvöldið!!
P.s. Endilega látið mig vita ef ykkur er illa við að ég sé að setja myndir af ykkur inn:)

6 comments:

Anonymous said...

hæ og takk sömuleiðis fyrir kvöldið í gær og takk fyrir pakkan. þetta var ekkert smá skemmtilegt kvöld. En gangi þér vel í prófinu á morgunn kv Rósa

Anonymous said...

eitthva� skr�tinn �essi f�rsla

Ósk og Raggi said...

Takk fyrir það Rósa.
Skrýtin færsla?? vantar nafn á commentið...

Atli og Gústa said...

Hæ, hæ gaman að kíkja á síðuna ykkar og sjá litla krílið eða rokkarann, kær kveðja Pabbi og Gústa..

Anonymous said...

Hæhæ bara að kvitta fyrir komuna :)
Komin myndaleg bumba bara :)
Og flottar sónar myndir.. kannski hittumst eitthvað á næsta ári með krílin :)

Kveðja Anna Lilja :)

Anonymous said...

Flottur saumaklúbbur, þið gætuð nú alveg heitið skvísurnar, æðislega gaman að sjá síðuna hjá ykkur Ósk og Raggi mamma sagði mér frá henni og geggjuð sónar mynd, þessi verður pottþéttur grallari en það er líka ekki langt að sækja það ;)Bið að heilsa öllum stelpunum, það væri gaman að kíkja á ykkur stelpur, orðin alveg nokkur ár. Kær kveðja Ella Dís..