Thursday, December 6, 2007

3D SÓNAR

Við fórum í þrívíddarsónar í morgun og var það alveg æðislegt!
Fyrst var litli kútur ekkert á því að láta sjá framan í sig og við vorum ekkert ánægð með þá þrjósku. En eftir að hafa verið ýtt til og frá þá vaknaði maður og hreyfði sig svo foreldrarnir gætu stoltir fengið að sjá mann:)
Ég held að hann líkist bara pabba sínum, sé allavegana með þessar kissulegu varir sem Raggi er þekktur fyrir. hehe...
Gæðin á þessum myndum eru ótrúleg og var ég rosa fegin að það að fylgjan sé framan á hjá mér hafi ekki eyðilagt fyrir.
Okkur hlakkar nottla bara enn meira ef það er hægt að fá að halda á þessu kríli og sjá hann með berum augum.


Litli guttinn okkar er sko rokkari! Þessi mynd er bara snilld. Greinilega töffari hér á ferð:) Það má svo sjá fótinn þarna líka...


Jæja þá er þetta gott í dag. Verð að vera skynsöm og halda áfram að læra.
Endilega kvittið, ég er búin að laga það þannig að allir geta kvittað núna.
Bestu kveðjur, stolta mamman.

3 comments:

Anonymous said...

Hæ hæ. Jæja þá get ég kvittað fyrir mig. Flottar myndirnar og mikið verður gaman að sjá litla prinsinn þegar hann kemur. Ósk mín ég vona að þú sért ekki að gera útaf við þig í próflestri, vonandi hefuru það bara gott. Já og Raggi líka hehe þessir kallar gleymast víst svo oft :) Við mæðgurnar reynum að kíkja á ykkur milli jóla og nýárs...löngu kominn tími á það ekki satt??

Anonymous said...

ohh æði þessar myndir, þetta er sko algjörlega þess virði að borga fyrir og fá tækifæri til að sjá krílið inní sér spriklandi, þetta gefur pabbanum líka færi á að upplifa þetta aðeins betur með okkur. en hlakka til að sjá ykkur á morgunn og takk fyrir að gefa okkur færi á að fylgjast með ykkur hér mér finnst við nebblega sjást svo sjáldan eikkað núverið en vonandi bætum við úr því fljótlega kv Rósa

Hilmar Kjartansson said...

hae ho

frabaerar myndir....gaman ad thid seud farin ad blogga aftur.

kv Himmi