Wednesday, December 5, 2007

bumbulína skrifar

Bumbulínan Ósk. 29 vikur og á leið í 3D sónar í fyrramálið...


Það er nú ekki margt að frétta af okkur. Ég er í próflestri og er bara nóg að gera í því að lesa. Svo er Raggi að vinna.
Heilsan mín er bara fín, ætla ekkert að vera að kvarta. Samt skrýtið að upplifa allt sem fylgir því að vera ólétt. Það er svo margt sem breytist og er það bara gaman að upplifa þetta. Er til dæmis oft að reka bumbuna í þar sem hún hefur aldrei verið svona stór áður:)
Við erum búin að skreyta allt hjá okkur þannig að það er orðið rosa jólalegt. Allur jólaundirbúningur er að mestu leyti búinn og verður bara klárað þegar ég er búin í prófum sem er þann 20. Þá er það bara göngutúr með jólakort og að pakka inn gjöfum og einhver svoleiðis skemmtilegheit.
Þetta verða samt frekar skrýtin jól. Maður er orðinn þokkalega vanur því að vera án Himma og fjölskyldu en núna eru Steini og fjölskylda úti og Eggi bró líka.
En ég ætla ekkert að hafa þetta lengra.
bæjó...

No comments: