Monday, December 17, 2007

Jæjajæja

Ég ætla bara að setja inn stutta færslu þar sem ég er ekki alveg með einbeitingu í að læra. Það er að styttast í þetta en ég er orðin svolítið spennt fyrir jólunum og nenni ekkert að vera að standa í þessum próflestri. Svo finn ég alveg fyrir muninum á því að vera í prófum þegar maður er óléttur. Ég hélt að það yrði enginn munur en sannleikurinn er sá að maður þarf að taka sér fleiri pásur og hugsa betur um bakið. Ég er ekki búin að vera nógu dugleg að því. En ég hef nokkra daga til að breyta því.
Hugsar maður ekki hvort sem er oftast betur um aðra en sjálfan sig. Spurning um að fólk breyti því þar sem maður sjálfur er nú frekar mikilvægur einstaklingur:)
Annars erum við Raggi að fara að setja upp jólatréið í dag eða á morgun sem staðfestir að jólin eru alveg að koma:) Maður er stundum eins og lítið barn, sem er mjög gott bara. Maður verður helvíti leiðinlegt gamalmenni ef maður varðveitir ekki barnið í sjálfum sér (stolin setning)...
Ég ætla að láta fylgja með mynd af kökunni sem Raggi gerði fyrir skírnina hjá Hildi og Bergvin. Mér finnst þessi kaka auðvitað rosalega flott þar sem mér finnst maðurinn minn mjög hæfileikaríkur bakari! Hann var líka svo myndalegur að baka handa mér smákökur um helgina. Ég var farin að kvarta fyrir því að þetta væri frekar hallærislegt, engar jólakökur á heimili bakara:) En það er greinilega hlustað á mann.
over and out...

1 comment:

Anonymous said...

hæ sweety
gangi þér super vel á morgun sendi þér hlíja strauma;) kisss og knús lov ya