Saturday, January 19, 2008

Einn mánuður í settan dag:)

Já í dag er 19. janúar og því ekki langt í land með meðgönguna. Barnið gæti komið eftir 2-6 vikur, sem er samt ótrúlega langt bil. Segjum bara eftir 2-4 vikur, það er fínt bara...
Raggi ætlar allavegana að láta mig eiga fyrir 19. feb. Hann er orðin svo óþolinmóður greyið. Ég er svo sem alveg sátt við að það láti bara sjá sig um það leyti sem ég var sett fyrst eða um 8.feb:) En það hefur bara gott af því að vera lengur í bumbunni, sem mér er farin að finnast ansi stór!
Við vorum að koma úr afmæli frá Evu Maríu. Hún er orðin 2 ára skotta og var þetta rosa gaman. Ég set inn myndir af krökkunum svona fyrir þá sem eru hinu megin á hnettinum og eru ekki með þau forréttindi að fylgjast með þeim dafna. Eins og má sjá þá eru þessi börn alveg ótrúlega falleg, þó svo ég sé ekki hlutlaus. Ekki eru þau síðri sem búa á Nýja Sjálandi. Væri kannski fínt að fá nýjar myndir á gamilið af þeim...
Eva María, Angela Björg, Kjartan Árni og Æsa María

Helena

Annars er það af okkur að frétta að við erum á foreldranámskeiði þessa dagana og er það bara mjög fínt. Búin að fara tvisvar sinnum og fara í gegnum fæðinguna sjálfa og sjá myndband af vantsfæðingu. Okkur fannst það ekkert rosa æðislegt og Raggi ætlar held ég bara að halda sama sjónarhorni og ég við fæðinguna... Svo var farið í nudd seinast, sem var sko ekki leiðinlegt fyrir nautnaseggi eins og mig. Það verður fínt að láta Ragga púla við að nudda mig þegar ég er að púla barninu út!

1 comment:

Anonymous said...

Já það styttist í þetta hjá þér :)
En annars þá er 22 feb alltaf góður dagur :) Fiskar eru líka rosalega góðir ;)Hehe..
En njóttu þess sem eftir eru og endilega settu inn fleiri bumbumyndir, ef þú manst eftir að taka þær.. (Ég er frekar léleg að muna að taka soleiðis myndir..:S)