Saturday, February 2, 2008

Lítið að frétta...

37vikur+5 dagar
Svona fyrir þá sem hafa gaman af bumbumyndunum...

Já það er ekki margt að gerast hjá okkur þessa dagana og lítið gaman að lesa bloggið geri ég ráð fyrir. Við erum að bíða spennt eftir krílinu...
Ég fór í skólann á fimmtudag í verklegan tíma í faginu sem ég ætla að taka þessa önn. Kennarinn var svo almennilegur að gefa mér svigrúm í þessa tíma í kringum fæðinguna. Það er nefninlega skyldumæting í þá. Mér leist bara vel á þetta og held að þetta verði ekki mikið mál. Ég fer bara að mæta aftur þegar komin er regla á brjóstagjöf og svona. Prófið úr verklega tímanum er 6. mars þannig að ég hlýt að ná að taka það :)
Raggi stendur sig bara eins og hetja í átakinu sínu og er eins og er í 2. sæti af vinnufélögunum. Hann er búinn að missa 5 kíló núna!
í dag er búið að vera nóg að gera hjá okkur. Við fengum gesti, en Elvar vinnufélagi Ragga og konan hans ásamt dóttir þeirra kíktu á okkur í sveitina eins og þau orðuðu það. Alltaf gaman að kynnast nýju fólki og var rosa gaman að spjalla við þau. Eftir að þau fóru kíktum við í Borgarhraunið þar sem Æsa María átti 4 ára afmæli í dag og fengum við nóg af pizzu að borða þar. Við kíktum svo á Valda og co. aðallega til að sjá hvað hann er orðinn myndalegur því hann er að láta taka tennurnar sínar í gegn og lítur ekkert smá vel út... Eftir að við komum heim kíktu svo Rósa og Jói á okkur sem er alltaf gaman:)
Takk fyrir daginn gott fólk...

2 comments:

Anonymous said...

Takk sömuleiðis fyrir okkur, hafið það bara áfram gott og gangi ykkur geggjað vel þegar svo loksins að þessu kemur en sjáumst samt vonandi í vikunni þangað til bæææææææææjó

Anonymous said...

Hæ hó. Núna verðum við að fara að hittast áður en krílós kemur í heiminn. Það liggur bara við að við skreppum í sveitaferð einhvern daginn, við höfum sirka 2 vikur ekki satt?
Kv. Kristín Birna