Friday, February 15, 2008

Yndislegast í heimi

Af okkur er allt gott að frétta. Það gengur alveg rosalega með litla kútinn okkar. Við erum í skýjunum og trúum varla að við eigum svona yndislegt og fallegt barn. Hann er hérna á myndinni í öruggum höndum Sólveigar ljósmóður sem baðaði hann í gær með okkur. Við fengum semsagt heimaþjónustu og er hún að kíkja á okkur cirka einu sinni á dag eða í 8 skipti alls. Hún fer yfir það helsta með okkur og er það mjög gott. Hann vigtaður og er brjóstagjöfin sem gengur svona glimrandi vel að skila sér. Hann tapaði varla nokkru af fæðingarþyngdinni sinni og vigtaðist 3060 gr. sem eru aðeins 20 gr. minna en hann fæddist:) Bara flott hjá okkur...
Hér er hann svo sofandi þessi elska.
Enn og aftur takk fyrir kveðjurnar og gjafirnar...




8 comments:

Anonymous said...

Til hamingju með sæta prinsinn ykkar :)

Hann er alger dúlla.
Gott að allt gengur vel hjá ykkur :)

kv Anna Lilja

Anonymous said...

hæhæ.þú ert sætastur, frábært að hann dafnar svona vel,kveðja Unnur Frænka no.1

Anonymous said...

Hæhæ
ohh hann er svo fallegur!!!
Ætlaði bara svona einu sinni að skilja eftir kveðju. Ég kíki á ykkur um helgina finnst bara alltof langt síðan ég sá hann síðast:)

kv. Guðrún Helga

Anonymous said...

hann er sætastur.. vildi bara minna ykkur á það(þó þess þurfi nú varla)! ;) fyllist alveg stolti með ykkur þegar ég skoða myndirnar af honum. myndarlegur strákur eins og foreldrarnir:) hlökkum strax til að hitta ykkur aftur.. kossar og knús. Telma,Svenni & bumbi

Anonymous said...

Jimin hvað maður er fallegur.
Mikið hár og stór augu.
Alveg ótrúlega mannalegur.

Til hamingju aftur með hann, hann er alveg yndislegur.

Kveðja Rannveig, Elli og börn.

Anonymous said...

hæhæ sæta fjölskylda! Ekkert smá mikil dúlla. Gott að heyra að allt gangi vel vonandi heldur það bara svoleiðis áfram! reyni að kíkja í vikunni! kv sara, kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

hæhæ sæta fjölskylda! Ekkert smá mikil dúlla. Gott að heyra að allt gangi vel vonandi heldur það bara svoleiðis áfram! reyni að kíkja í vikunni! kv sara, kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

Til hamingju með fallega prinsinn...ekkert smá mikil dúlla. Hlakka til að sjá hann. Er búin að vera að kafna úr kvefi þannig að við komum þegar kvefið er farið.
Kv. Þorgerður og co.