Sunday, February 24, 2008

Konudagur

Til hamingju með konudaginn konur góðar:) Ég var að fatta að núna fer maður að halda upp á mæðra- og feðradag... það er nú bara gaman.
Annars hefur maður ekki mikið að segja. Það gerist ekki mikið hjá manni þegar maður er heima með ungabarn. Hann bara sefur og drekkur. Fékk reyndar svolítið í magann og við keyptum dropa handa honum sem eiga að hjálpa til við að minnka loftmyndun í mallakútnum hans. Það virðist vera að virka þar sem þetta hefur minnkað. Sem betur fer segi ég bara því annars hefði næsta skref verið að ég hætti að borða allar mjólkurvörur, sem yrði til þess að fæðuvalið mitt hefði orðið mjög lítið þar sem ég er pínu matvönd ennþá. En já það gengur enn bara rosa vel með litla engilinn okkar. Sólveig kemur í fyrramálið að vigta hann og verður gaman að sjá hvað hann braggast:)
Annars voru Grindavíkurstelpur að verða bikarmeistarar í körfu áðan. Ég var að horfa á leikinn og hélt reyndar með Haukum þar sem hann Yngvi þjálfar þær. Svolítið súrt að þær töpuðu, fyndið að ég var í alvörunni sorry yfir þessum úrslitum. En aðrir Grinvíkingar eru líklega sáttir:)
Ákvað að setja inn smá myndir þar sem það er nú mest gaman við að skoða bloggið held ég. Litli kútur er farin að fá snuð stundum þar sem hann var farin að snudda mömmu sína eftir að hann var orðinn saddur. Þetta er fínt hjálpartæki sem hjálpar mér að halda geirvörtunum mínum, hehe. Það er bara sætt að sjá hann með þetta þar sem snuðið hylur nánast helminginn af andlitinu. Svo er hérna mynd af mömmunni líka. Ég gafst upp á að bíða eftir góðri mynd af mér. Ég er greinilega bara pínu mygluð þessa dagana. Fer í klipp og lit og plokk og svona fínerí fyrir skírn... Mér finnst seinasta myndin bara flott þar sem hann er með nokkurs konar prakkaralúkk á henni, bara sætastur þetta barn:)
Jæja þar til næst, hann er vaknaður, kossar og knús...




2 comments:

Anonymous said...

Jæja loksins náði ég að vera númer 1 í comments :) hehe...ég er að segj aykkur að þetta er fallegasta barn ever,þið vitið það svosem,,hehe..flottar myndir,reyni að koma næst þegar litli kútur er vakandi,hehe..,love unnur

Anonymous said...

Vá hvað maður er sætur :D
Gaman að sjá mynd af mæðginunum og jú þú hefur löglega afsökun til að vera soldið þreytt.. sýndist þú vera pínu þreytt þarna á myndinni ekki annað :)

annars bíður maður orðið spenntur eftir myndum af prinsinum hehe.. :)

Hafið það gott og njótið þess að vera með prinsinum ykkar.. :)

Kveðja Anna L.