Thursday, February 28, 2008




Jæja ákvað að henda inn stuttri færslu.
Allt gengur bara vel hjá okkur og þetta er alveg yndislegt hlutverk sem maður er komin í. Held það sé ekkert æðislegra í heiminum en að fá að eignast barn og vera foreldri. Vonandi á maður eftir að standa sig vel:)
Hér eru myndir af litla kút í baði og í nuddi. Það er sko ekki slæmt að fá dekur frá upphafi og honum líður voða vel eftir þetta. Svo erum við búin að fara í 2 heimsóknir. Við byrjuðum á því að kíkja til Ingu og Helenu í heimsókn þar sem teknar voru myndir af þeim frændsystkinum saman fyrir boðskortið í skírnina. Þau verða skírð saman þann 8. mars. Styttist í það að hann fái nafn og við þurfum ekki að hafa áhyggjur af því að missa það út úr okkur:) Helena fær svo annað nafn til viðbótar sem við vitum ekki. Eva fékk að vera með á nokkrum myndum líka. Þetta er sko myndarlegur hópur. Litli er bara sofandi á milli þeirra.
Við kíktum svo í kaffi til mömmu í gær og enduðum í mat líka. Það er rosa gott að komast svona út þar sem ég er frekar bundin núna og gaman að kíkja með hann með þar sem það er ekki alveg kominn tími í að fara með hann í vagninn.
Við leyfum ykkur að fylgjast með áfram.
Bestu kveðjur!

6 comments:

Anonymous said...

Þetta eru alveg æðislegar mydnir :) Hann er greinilega alger dekurprins.. :) hehe

En endilega skilaðu kveðju til mömmu þinnar frá mér :)langt síðan maður hefur séð hana

Hafið það gott
Kv. Anna Lilja

Anonymous said...

úúú´flottar myndir, rosa sætur lítill gaur. 'eg verð nú að fara að sjá hann aftur fljótlega en hafið það gott þangað til

Anonymous said...

Hæ fallegastur,flottar myndir,þú ert svo mikið Gull.love you Unnur Perla Frænka

Anonymous said...

jæja maður fær físt ekki að sjá þig á næstunni litli prins þar sem ég er orðin lasin og ekki vill ég smita þig!! En vonandi fer ég að ná þessu úr mér og þá get ég kíkt á ykkur! biðjum að heilsa! kv Sara veika kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

hæhæ vildi bara kvitta fyrir mig dvo þið sjáið svona nokkurnveginn hverjir eru að skoða litla kút. til hamingju með allt og þökk sé Ragga er ég bara ekki að meika að BÍÐA í 9 vikur eftir mínu....! hann er alveg yndislegur og frábært að lesa og heyra að allt gengur vel. veriði bless í bili.

kv. Lilja C

Anonymous said...

Elsku 'Isak Andri innilega til hamingju aftur með fallega nafnið þitt og takk fyrir daginn í dag sjáumst vonandi fljótlega aftur