Saturday, March 8, 2008

Ísak Andri

Já í dag fékk ég þetta flotta nafn Ísak Andri.
Mamma og pabbi eru rosalega ánægð með nafnið mitt og ég líka. Það passar svo vel við mig:)
Skírnin var kl. hálf 1 og svo var veisla í verkalýðshúsinu í Grindavík eftir á. Það mættu helling af yndislegu fólki til að samgleðjast okkur. Pabbi minn gerði allar veitingarnar og þær voru að vonum mjög góðar enda pabbi snilldar bakari! Litla frænka mín sem er reyndar 2 1/2 mánuði eldri en ég fékk líka nafn. Hún var skírð Helena Anja. Hún er dóttir Valda frænda. Ég fékk rosalega mikið af gjöfum og þakka kærlega fyrir mig.
Presturinn sem skírði okkur heitir Björn Sveinn og hann gifti mömmu og pabba einmitt seinasta sumar þegar ég var bara 12 vikna kríli:) Skírnarvottarnir mínir voru Guðrún Helga besta vinkona mömmu og Yngvi maðurinn hennar. Þau eru alveg frábær.
Ég gerði mér lítið fyrir og gaf Böggu ömmu fyrsta brosið í dag. Vonandi fer ég að brosa á fullu núna! Ég var ekkert smá rólegur og svaf af mér skírnina og veisluna. Ég vaknaði þegar ég var svangur, þá voru flestir gestirnir farnir.
Það koma myndir á eftir eða á morgun, tölvan er eitthvað að stríða mömmu...

9 comments:

Anonymous said...

Innilega til hamingju með fallega nafnið þitt Ísak Andri. Núna fer ég að bjalla á mömmu þína til að panta tíma hjá ykkur í heimsókn, við erum allavega tilbúin með hluta af gjöfinni til þín :)
Kv. Kristín Birna og fjölskylda

Anonymous said...

Hæ hæ. Til hamingju með nafnið Ísak Andri :) Fallegt nafn. Við skírum ekki fyrr en 6.apríl. Biðjum annars bara að heilsa.

Kveðja, Elva og fjölskylda

Anonymous said...

Innilega til hamingju með nafnið þitt Ísak Andri. Mjög fallegt og fer þér vel.
Kv. Þorgerður, Siggi og börn.

Anonymous said...

Hæ hæ 'Isak Andri vildi bara kvitta í þessa færslu líka. Enn og aftur til hamingju og takk fyrir okkur í dag

Hilmar Kjartansson said...

hæ hæ

innilegar hamingjuóskir, það hefði verið ,,lovely" að geta verið hjá ykkur en svolítið langt að fara. við hugsum þeim mun oftar til ykkar. við ætlum að kíkja á ykkur næstu jól samt
kv. Hilmar og co á Nýja Sjálandi

Anonymous said...

Hæ .

Mínar ynilegustu hamingju óskir með nafnið á prinsinum ykkar og gangi ykkur allt í haginn,sykkurkanski fljotlega kv,Fjóla frænka.

Anonymous said...

Innilega til hamingju með nafnið enn og aftur ;)
Ísak var rosa ánægður að heyra að hann ætti svona fallegan nafna.
Hafið það gott elskurnar og hittumst vonandi fyrr en síðar ;)

kv. Óli, Kiddý, Daníel Dagur og Svanhvít Eva

Anonymous said...

Hey gleymdi að segja að við erum náttúrlega með barnaland líka sko www.danieldagurogsvanhviteva.barnaland.is
jaaaá ekkert svona sko. Hehe... segi svona ;)

Luv, K

Anonymous said...

Vildi bara óska ykkur til hamingju með prinsinn ykkar :) rosalega flott nafn sem hann hefur fengið :)
Hlakka til að sjá einhverjar mydnir úr skírninni

Kv. Anna L.