Tuesday, March 11, 2008

Fleiri myndir...

Verið að klæða mann í skírnarfötin. Voða skýr og vakandi.

Pabbi hélt á mér undir skírn:)

Svo svaf maður bara af sér skírn og veislu...

Sjá næstu færslu líka... Það gekk eitthvað brösulega hjá mér að setja inn myndirnar og því setti ég bara inn tvær færslur... Annars er allt gott að frétta af okkur. Gengur rosa vel með fallega drenginn okkar og við erum að fara í vigtun til Sólveigar á morgun. Leyfum ykkur að fylgjast með því... Raggi er farinn að vinna aftur. Það er frekar skrýtið en hversdagleikinn tekur víst við einhvern tímann. Við Ísak Andri spjörum okkur án hans í smá tíma á dag:)

4 comments:

Anonymous said...

Hæ Gaman að sjá svona fallegar myndir af litla og svo af ykkur líka, en finst vanta myndir af ömmu Böggu kveðja Fjóla frænka.

Anonymous said...

hæhæ vildi bara segja til hamingju með nafnið Ísak Andri.

kv Lilja C

Anonymous said...

hæ rosalega flott nafn á rosa flottan og fallegan dreng :)
flottar myndir og gott að heyra að allt gekk vel, drengurinn bara svaf þetta allt af sér :) en jæja biðjum kærlega að heilsa
kv. Sigurbjörg og co

Anonymous said...

Hæ hæ og takk fyrir kveðjuna á síðunni okkar!!
Innilega til hamingju öll sömul með þetta fallega nafn!!
Alveg er ég sammála ykkur, það er æðislegt að geta fylgst með og skoðað myndir af ættingjum sem að maður sér nánast aldrei!!
Litli drengurinn ykkar er algjör gullmoli ;-)
Biðjum kærlega að heilsa Böggu ömmu og öllum sem að við þekkjum.
Þúsund knús og kossar frá okkur öllum.
Svava Rós, Siggi Haukur, Írena Dröfn, Alfreð Breki og Thelma Rán