Saturday, March 15, 2008

Maður er að verða svo stór:)

Jæja kominn tími á smá update hérna.
Ísak Andri fór í vigtun og mælingar á miðvikudaginn og kom það rosa vel út. Hann er orðinn 3720 gr. og 51 cm. Hann er semsagt búinn að þyngjast um ca. 7oo gr. síðan um fæðingu og lengjast um 2 cm.
Við fórum svo öll fjölskyldan í bæinn á fimmtudag þar sem ég þurfti að mæta í verklegan tíma í skólann. Raggi var hjá frænku sinni á meðan með Litla kút.Við fórum svo í Baby sam í skeifunni og versluðum smá þar. Það var ekkert smá gaman að fara með hann með í bæinn. Hann nottla svaf þetta bara af sér. Svo í gær var hann passaður í fyrsta skipti þó það hafi nú bara verið korter eða svo. Málið er að ég þurfti á pósthúsið og Raggi var að vinna þannig að Unnur frænka mætti á svæðið og passaði litla molann á meðan...
Það er því mikið um að vera hjá litlum manni:)
Svo er hér mynd af honum að fara í vagninn í fyrsta skipti!! Veðrið er yndislegt og ákvað mamman að setja hann út í smá tíma þar sem hann er búinn að vera órólegur og með í maganum undanfarið. Þar af leiðandi hefur hann átt erfitt með að festa svefn eftir gjafir, en er sem betur fer vær á nóttinni! Honum hefur greinilega fundist þetta gott og steinsofnaði fljótlega. Svo var hann bara tekinn inn og heldur áfram að sofa þar. Við erum núna bara að bíða eftir Ragga svo við getum kíkt í smá göngu. Bara gaman:) Við erum síðan að fara í fermingarveislu á morgun. Nóg að gera hjá litlu fjölskyldunni.

6 comments:

Anonymous said...

Oh þetta er sko bara gaman að setja þau út í vagn í fyrsta skiptið og svona! Vona að allt gangi vel hjá ykkur. Höfu ekkert vilja vera koma í heimsókn þar sem veikindin og kvef ætla eingan endi að tka og ekki viljum við smita litla kút þannig að það er bara kíkt reglulega á netið! En ætla samt að kíkja aðeins á ykkur áður en við förum norður. Vonandi hafið þið það allveg rosalega gott. Kv sara ,kobbi og Hildur Harpa

Anonymous said...

Hæ gaman að sjá myndir og fá svona fréttir af ykkur , er þetta hendinn á Böggu ömmu ,er ekki komin tíma að fá mynd af henni með hann.kv Fjola frænka

Anonymous said...

Jújú þetta er Bögga amma. Hún kom í heimsókn og hjálpaði til við þetta allt saman:) Hendi inn mynd af henni fljótlega fyrir þig Fjóla mín...

Anonymous said...

Hæ ja mer fanst eg þekkja þessa hendi .Og alltafgaman að sjá mynd af Ömmu með fallega prinsinn þinn.kv Fjola

Anonymous said...

hæ litli prins...þú ert svo fallegur. ógislega gaman að passa þig þarna um
daginn,hlakka til að passa þig aftur :) þú ert sætastur kveðja Unnur Frænka

Anonymous said...

Hæ elsku Ósk! Til hamingju með fallegann snáða :o)
Ég hafði mikið fyrir því að finna þig á netinu, og endaði hreinlega á því að gúgla þig. Skil ekki afhverju ég prufaði það ekki fyrr hahaha....
Vildi bara skilja eftir smá kveðju. Kíkiði endilega á okkur á www.benedikteli.barnaland.is.
Hafiði það sem best um páskana.
Kær kveðja úr mosó.
- Svava