Saturday, March 22, 2008

Engill og Djöfull

Jæja, ætla ég að henda inn einni færslu með engri mynd af gullmolanum.
Við Raggi fórum í afmæli til Rósu Kristínar á fimmtudag og var það alveg rosalega gaman. Unnur Perla kom og var hjá Ísak Andra á meðan og gekk það mjög vel. Hann vakti í klukkutíma hjá henni voða góður og sofnaði svo bara:)
Það var mjög skrýtið að fara bæði frá honum og okkur fannst það svolítið erfitt. En við höfðum bara gott af því. Vorum nú ekki í burtu nema í 2 1/2 tíma.
Annars gengur bara vel með hann, magaóþægindin eru hætt held ég bara og hann er farin að sofa betur á daginn. Hann er samt alltaf vakandi vel reglulega og ég held að hann ætli að verða eins og pabbi sinn og þurfa ekki of mikinn svefn. Hann sefur allavegana mun minna en ungabörn á hans aldri. En sem betur fer er hann vær þegar hann vakir og sefur vel á nóttinni. Við erum bara lánsöm að fá að hafa hann vakandi og geta talað við hann og fá félagskapinn hans...

Kaka sem Raggi gerði handa Rósu í tilefni dagsins. Bara flott!!

Hjónin í búningunum. Tökum okkur bara vel út finnst mér:)

Ég og afmælisbarnið... Geggjaður pönkari!

Gleðilega páska gott fólk!!

3 comments:

Anonymous said...

úúú mega flottar myndir sko geggjað gaman að þessu. Kakan klikkað flott og brgðgóð en takk aftur fyrir frábært kvöld

Anonymous said...

hæ hæ og takk fyrir komuna í dag og diskinn:) Alltaf jafn gaman að fá ykkur í heimsókn vona bara að ykkur hafi ekki ofboðið aksjónið á heimilinu:) en svona er þetta bara þegar blessuð börnin eldast ;) hahahah

Anonymous said...

hæhæ...sæti minn,ég er nú bara farinn að sakna þín alveg bara strax...ég hef ekki séð þig í heila 4 daga.hmmm,eg verð að fara kikja á þig,rúsinan mín,kiss kiss...love you unnur frænka